Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

ÁSTIN OG ÚTLITÐ

26. ágúst 2013

Það eru margir sem halda að þeir þurfi að gera meiri háttar breytingar á lífi sínu til þess að eiga möguleika á að hitta ástina í lífinu sínu, að engin vilji t.d. líta við þeim vegna útlitsins. Líkamlegt útlit og atgervi sé það eina sem skipti máli í sambandi við aðdráttarafl tveggja aðila. Margir halda að þeir geti ekki elskað aðra manneskju, eða leyft annarri manneskju að koma inn í líf sitt og elska sig vegna þess að til þess að svo geti orðið verði hún/hann að létta sig um tugi kíló, eða jafnvel fara í meiriháttar lýtaaðgerðir.

Ástin spyr ekki um aldur, útlit, eða þyngd, ef orkan er til staðar á milli tveggja einstaklinga þá er engin önnur fyrirstaða á nánu sambandi á milli þeirra nema þeir sjálfir. Það er að segja fyrirstaða hjá persónum þeirra vegna þess að sálirnar eru aldrei að flækja málin.

Þegar við gerum sálarsamninga við annað fólk þá er líka ákveðið hverjir ætla að taka að sér að verða makar okkar á lífsleiðinni og það er fátt sem getur hindrað að svo verði ekki einu sinni það að hin manneskjan búi í annarri heimsálfu. Sálirnar heyra kallið og finna einhverja leið til þess að hittast, það er að segja ef þær ákveða að stíga þau skref sem þarf til þess að leiðir þeirra nái að liggja saman. Þá skiptir engu máli hvort það eru lönd, eða höf sem aðskilja þær, ef þær hafa áætlað að deila lífinu saman þá er heimurinn lítill og sálirnar tala saman í orkunni löngu áður en þær hittast í líkama.

Þannig að þegar það er ákveðið fyrirfram í sálarsamningi að tvær sálir ætla að deila saman lífinu þá er ekkert sem getur hindrað samband á milli þeirra nema sá ótti, eða vanmáttarkennd sem annar eða báðir aðilar eru haldnir við að stíga þau skref sem til þarf.

Fólk lætur oft sína eigin vanmáttarkennd hindra sig við að þora að stíga skrefið, eða skrefin sem þarf til þess að samband geti orðið. Stundum er það reyndar þannig að fólk ákveður einungis að hittast og minna hvort annað á orkuna sem er á milli þeirra til þess að geta losað þá orku út sem hinn aðilinn minnir á og ekkert verður af sambandi þeirra á milli.

Ef einhver heldur að hann, eða hún geti ekki verið elskuð eða elskaður af öðrum af því að líkaminn er í yfirvigt eða manneskjunni finnst hún hafa einhverja útlitsgalla þá er það ekki vegna þess sem hún eða hann fer ekki í náið samband heldur vegna þess að þessi sami einstaklingur einblínir um of á það sem honum/henni finnst vera að í útliti sínu og býr þar með til veggi sem hindra það að aðrir geti nálgast, þrátt fyrir að orkan sé til staðar á milli þeirra.

Á meðan við erum ennþá utan líkama í andlega heiminum og erum að undirbúa jarðvistina þá veljum við m.a. ákveðið útlit líkamsgerð og þjóðfélagsstöðu til þess að læra ákveðnar lexíur með ákveðnum aðilum, þannig að útlitið eitt og sér er einmitt valið til þess að laða ákveðnar persónur inn í líf okkar, ef við hefðum ekki það útlit sem við höfum þá myndum við ekki laða þær persónur inn í líf okkar sem við höfum áætlað að verða samferða.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband