Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Elsku fórnarlambið


"Í fylgsni fórnarlambsins dvelur hugurinn löngum stundum í reiði réttlætingarinnar, fórnarlambið vill að réttlætið sigri, að sannleikurinn komi í ljós að sá sem er sekur fái makleg málagjöld, fái að taka út refsingu hins heilaga sannleika. Fórnarlambið situr og sleikir sárin, dvelur löngum stundum við að úthugsa allskyns leiðir til að framfylgja réttlætinu. Fá að standa uppi með sigurpálmann í höndum, það situr jafnvel og dreifir illmælgi um andstæðinginn til þess að grafa undan honum með leynilegum aðferðum.

Fórnarlambið telur að einn daginn muni sannleikurinn koma í ljós og þá muni allir sjá hversu illa aðrir hafa komið fram við það og þegar sannleikurinn komi í ljós þá muni allir hafa með því samúð og sýna því þá ást sem það þráir og það geti sagt, "já, sjáðu þetta sagði ég þér."

Fórnarlambið er eins langt frá þeirri ást, samúð og virðingu sem það þráir og hægt er að komast vegna þess að það aðskilur sig frá öðrum, það telur sig vera betra en sá seki sem það dæmir, það felur sig og vill ekki sjást, eða þá að það belgir sig út og blæs úr lúðrum réttlætiskenndar og reiði, hinir eru vondir, ég er góð/góður. Fórnarlambið veit ekki að með því að aðskilja sig frá öðrum þá er það í raun að afneita sér um ástina að vera með, það skilur ekki að það er eitt með öllu, það er eitt af öllu, það er í raun að dæma sjálft sig, að hefta sjálft sig, að aðgreina og dæma en ekki sameina og elska það sem er."

~ AÐ ELSKA ÞAÐ SEM ER eftir Byron Katie.
Í ferlinu sem leiðir okkur í gegnum sársauka og leiðina út úr honum getum við um tíma verið föst í ákveðnu hugarmynstri sem hefur orðið að nokkurs konar "fóstri" hugarfóstri. Það getur verið að við nærum þetta hugarfóstur í lengri tíma. Í flestum tilvikum köllum við þetta hugarfóstur "fórnarlambið eða píslarvottinn." Sumir halda áfram að næra hugarfóstrið alla ævi en aðrir verða meðvitaðir um að þeir eru annað og meira en það sem hugarfóstrið segir þeim. Þeir sjá að hugarfóstrið heldur þeim í ákveðinni hringrás vansældar og taka því ákvörðun um að rjúfa hringrásina með því að hætta að hlusta á raddir þess.
Engin getur sagt okkur hvenær við höfum fengið nóg af því að hlusta á það nema við sjálf. Ef einhver reynir að segja að þetta sé nú orðið gott, þá hlustum við ekki og heyrum aðeins gagnrýnina í orðunum og þar með er sá aðili líka orðin sá seki í augum hugarfóstursins. Hann skilur ekki sársaukann, hann skilur ekki hvað ég hef þjáðst segir hugarfóstrið/fórnarlambið.

Við viljum hamingju og vellíðan inn í líf okkar en samt höldum við áfram að hlusta á og næra hugarfóstrið sem færir okkur sársaukafullar tilfinningar aftur og aftur upp á yfirborðið, hring eftir hring. Við skiljum ekki að með því að viðhalda sársaukanum, meira að segja gömlum sársauka þá erum við meðvitað að láta okkur líða illa.

Það er hugurinn sem við þurfum að takast á við, breyta hugsanamynstrinu, segja hugarfóstrinu/fórnarlambinu að nú sé nóg komið og lauma smám saman inn jákvæðum hugsana formum inn í hringrásina til þess að breyta. Það tekur tíma, það gerist ekki hratt, hugurinn verður hissa til að byrja með en smám saman hættir hann að koma upp með neikvæðu rulluna og mynstrið leysis upp. Það getur verið að við þurfum að vera stöðugt á varðbergi til að byrja með vegna þess að það reynir að komast í sama gamla farið, en þá er að muna að stoppa hugann og vera meðvituð um að það getur enginn annar stoppað okkar huga nema við sjálf. Það er enginn sem getur hætt að viðhalda þessari líðan nema við sjálf vegna þess að það er ekki endilega atburðurinn sem lætur okkur líða illa heldur hugsunin um hann.

 


 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim