Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Afgerand mynstur í orkunni

 

28. nóvember 2015

Dætur hugans hafa átján tær. ~ JG. Þessa setningu fékk ég eina nóttina og vissi strax að hún ætti við að ég/við höfum 18 mynstur sem við komum með inn í lífið og höldum áfram með í núverandi jarðvist. Þetta eru oft fastmótaðar skoðanir, endurtekin hegðun, ótti sem varnarviðbrögð og fleira og fleira rúmast innan þessara mynstra.

Þessi mynstur er að þróast og mótast í orkunni í gegnum ótal jarðvistir og koma misjafnlega sterkt fram hjá hverjum og einum.

Mynstur getum við fundið út með því að taka eftir ákveðinni hegðun hjá okkur sem okkur líkar ekkert sérstaklega vel við í eigin fari, en það er eins og við getum ekki brugðist við nema á sama hátt í hvert sinn sem við lendum í sömu aðstæðum. Við endurtökum aftur og aftur og þannig hefur það verið í ótal jarðvistum og þess vegna verður þetta svona vanabundið.

Sennilega er skömmin, eða sektarkenndin það mynstur sem við þekkjum best og höfum flest innra með okkur. Þetta mynstur er svo afgerandi að það verður mjög auðvelt að stjórna með því og láta okkur skammast okkar á einhvern hátt t.d. með því að segja eitthvað lítillækkandi eða neikvætt við okkur, eða það sem við erum að gera. Þetta veldur því að við drögum orkuna saman og við verðum frekar lítil í okkur og viljum helst ekki sjást, þannig virkar skömmin og þannig virka öll mynstrin þau gera okkur hrædd við að stíga ótal skref sem okkur langar. Þau hefta okkur í vinnu, í skólagöngu og við að öðlast sjálfstæði í lífinu.

Leiðin til að losa þessi mynstur er t.d. að fara að taka eftir því hvernig við bregðumst við sömu aðstæðunum á sama hátt í hvert skipti og þá er að æfa sig að bregðast við með nýjum hætti til þess að leysa mynstrið upp. Það getur tekið á að leysa upp og breyta mynstri vegna þess að viðbrögðin eru orðin mjög sterk bæði orkulega og einnig líkamlega þar sem hugurinn hefur skapað brautir í heilanum, en með æfingunni og athyglina að vopni er hægt að skapa nýjar leiðir og ný viðbrögð. Þannig umbreytist orkan og brautirnar í heilanum og við þurfum ekki lengur á því að halda að einhver komin inn í líf okkar til að spegla fyrir okkur þessi mynstur.

 


 

 

Efst á síðu

Heim      

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband