Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

ÞAÐ SEM SHAMAN SJÁ Á GEÐSJÚKRAHÚSUM

 

Andleg veikindi í augum shamana.


Í augum shamana, eru merki um andleg veikindi "fæðing heilara," segir Malidoma Patrice Somé. Þannig að litið er svo á að geðraskanir séu andleg bráðatilvik, andleg krísa og það þurfi  að skoðast sem slíkt til þess að aðstoða heilara í fæðingu.

Það sem versturlönd líta á sem geðsjúkdóma, lítur Dagara fólkið á sem "góðar fréttir frá hinum heiminum." Sá sem er að fara í gegnum krísu hefur verið valinn sem miðill fyrir skilaboð sem þarf að koma á framfæri til samfélagsins frá andlega heiminum. "Geðröskun, hegðunarröskun af öllum gerðum, er merki þess að tvennskonar auðsjáanlega ósamhæfð orka hefur sameinast inni á sama sviði," segir Dr Somé. Þessi truflun verður þegar manneskjan fær ekki aðstoð við að vinna með þá orku sem kemur úr andlega heiminum.

Eitt af því sem Dr Somé tók eftir þegar hann kom fyrst til Bandaríkjanna árið 1980 til framhaldsnáms var hvernig tekist er á við geðraskanir í því landi. Dr. Some fór að heimsækja samnemanda sinn inn á geðdeild þegar hann fékk „ streitu þunglyndi.“

"Ég var svo sleginn. Þetta var í fyrsta skipti sem ég stóð augliti til auglitis við það sem er gert hér við fólks sem sýnir sömu einkenni og ég hef séð í þorpinu mínu. "Það sem sló Dr. Somé var að athyglin sem slíkum einkennum var sýnd var byggð á meinafræði, á þeirri hugmynd að ástandið væri eitthvað sem þyrfti að stoppa. Þetta er algjörlega öfugt við það hvernig litið er á slíkt ástand í menningarheimi hans. Þegar hann horfði í kringum sig á deildinni á sjúklingana, suma í spennitreyju, suma slegna út vegna lyfja, aðra öskrandi, þá sagði hann með sjálfum sér, "Það er þá svona sem heilarar/græðarar sem eru að reyna að fæðast eru meðhöndlaðir í þessum menningarheimi. Þvílíkur missir! Þvílíkur missir að einstaklingur sem er loksins að samstillast við orku frá hinum heiminum sé bara sóað.“

Önnur leið til að segja þetta, sem getur verið meira vit í fyrir vestrænan huga, er að við á Vesturlöndum erum ekki þjálfuð í því hvernig á að takast á við eða jafnvel ekki kennt að viðurkenna tilvist andlegra skynjanna, hinn andlega heim. Í raun eru andlegir hæfileikar smánaðir. Þegar orka frá andlega heiminum kemur upp í Vestrænni sál, þá er sá einstaklingur algjörlega óviðbúin að aðlagast henni eða veit jafnvel ekki hvað er að gerast. Afleiðingin getur verið ógnvekjandi. Ef það er ekki horft á þetta í réttu samhengi og aðstoðað við að takast á við það sem er að brjótast í gegn frá öðru tilverustigi, þá er svo hentugt að segja að manneskjan sé biluð. Þung skömmtun af geðlyfjum bætir á vandamálið og kemur í veg fyrir samþættingu sem gæti leitt til sálar þróunar og vaxtar einstaklingsins sem hefur fengið þessa orku.

Á geðdeildinni, sá Dr Somé mikið af "verum" hangandi í kringum sjúklingana, "verur" sem eru ósýnilegar flestu fólki en shamanar og þeir sem eru skyggnir eru færir um að sjá. "Þeir voru að valda krísu hjá þessu fólki," segir hann. Það birtist honum þannig að þessar verur voru að reyna að sameinast fólkinu til þess að reyna að fá lyfjaáhrifin út úr líkama fólksins og voru þannig að auka enn á sársauka þeirra í ferlinu. " Verurnar höguðu sér nánast eins og einhvers konar gröfur/skurðgröfur í orkusviði fólksins. Þær voru mjög ákafar/aggressivar við það. Fólkið sem þær réðust á var öskrandi og æpandi, "sagði hann. Hann gat ekki verið í þessu umhverfi og varð að fara.

Í samfélagshefð Dagara, hjálpar samfélagið manneskjunni við að samþætta orku þessara heima - "andlega heimsins, sem hann eða hún er sameinuð við og þorpið og samfélagið." Þessi manneskja er fær um að þjóna sem brú á milli heima og hjálpa lifendum með upplýsingum og heilun sem þeir þurfa. Þannig endar andlega kreppan með fæðingu nýs heilara. "Samband annarra heima við okkar heim er eitt af styrkleikanum," útskýrir Dr Somé. "Oftar en ekki, þá er þekkingu og kunnátta sem skapast af þesskonar samruna, þekking eða kunnátta sem er veitt beint úr hinum heiminum."

Verur sem voru að auka sársauka vistmanna á geðsjúkrahúsinu voru í raun að reyna að sameinast vistfólkinu til þess að fá skilaboð í gegnum þá til sinna heima. Fólkið sem þeir höfðu valið að sameinast fékk ekki aðstoð við að læra hvernig á að vera brú á milli heima og tilraunir vera til sameiningar var hafnað. Útkoman var að viðhalda röskun á orku og að hætta við fæðingu heilara.

"Vestræn menning hefur ítrekað hunsað fæðingu heilari," segir Dr Somé. "Þar af leiðandi, verður það tilhneiging frá hinum heiminum að halda áfram að reyna við eins marga og mögulegt er til að reyna að ná athygli einhvers. Þeir verða að reyna meira. "Andarnir dragast að fólki þar sem skynfærin hafa ekki verið svæfð. "Næmið er nokkurn veginn um að lesa boð sem koma inn," bendir hann á.

Þeir sem fá svokallaða geðröskun eru þeir sem eru viðkvæmir, sem horft er á í vestrænni menningu sem ofurviðkvæmni. Í frumbyggja menningu er ekki horft á það þannig og þar af leiðandi, þá upplifir næmt fólk sig ekki sem ofurviðkvæmt. Á Vesturlöndum, " er það ofhleðsla af menningunni sem þeir eru í, sem er að rústa þeim," segir Dr Somé. Ofsafenginn hraði, sprengjuárásir á skynfærin, og hin ofbeldisfulla orka sem einkennir vestræna menningu getur gagntekið viðkvæma.

Geðklofi og ókunnug orka

Með geðklofa, fylgir sérstakur "móttækileiki fyrir flæði af myndum og upplýsingum, sem ekki er hægt að hafa stjórn á," sagði Dr Somé. "Þegar þessháttar asi á sér stað á tímaskeiði sem er ekki valin af persónunni, og þá sérstaklega þegar því fylgja myndir sem eru skelfilegar og misvísandi, þá fer manneskjan í æðiskast."

Það sem er nauðsynlegt í þessu ástandi er fyrst og fremst að aðskilja orku viðkomandi frá hinni utanaðkomandi óþekktu orku, með því að nota shamaníska æfingu (sem er þekkt sem " að sópa/feykja") til að hreinsa hina síðarnefndu út úr áru einstaklingsins. Með hreinsuninni á orkusviðinu, er viðkomandi ekki lengur að týna upp flóðbylgju af upplýsingum og hefur því ekki lengur ástæðu til að vera hræddur og ónáðaður, útskýrir Dr. Somé.

Það er hægt að hjálpa manneskju að samtengjast orku andlegu veranna sem eru að reyna að koma í gegnum frá öðrum heimi og fæða heilara. Hömlur á þeirri samstillingu er það sem skapar vandamál. "Orka heilarans er há-spennu orka," sem hann fylgist með. "Þegar hún er stífluð, þá brennir hún manneskjuna upp. Það er eins og skammhlaup. Sprengiþræðir hvissa. Það er þess vegna sem þetta getur verið mjög ógnvekjandi, og ég skil hvers vegna þessi menning kýs að takmarka þetta fólk. Hér er það æpandi og öskrandi og er sett í spennitreyju. Það er sorgleg mynd. "Enn og aftur, aðferð shamana er að vinna að aðlögun á orku svo það sé engin stífla," sprengiþræðir "eru ekki hvissa, og maður getur orðið sá heilari sem manni er ætlað að vera.

Það þarf að taka fram á þessum tímapunkti, að það eru þó ekki allar andlegar verur sem koma inn í orkusvið einstaklingsins sem koma í þeim tilgangi að stuðla að heilun. Það eru bæði til neikvæðar orkur sem eru óæskilegar í árunni og jákvæðar orkur. Í þeim tilfellum þar sem voru neikvæðar orkur var aðferð shamana að fjarlægja þær úr árunni, frekar en að vinna að samstillingu ósamstæðrar orku.

Vefsíða thespiritscience

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband