Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Tunglið og tilfinningarnar

 

10. desember 2012

Sólin er ein af uppistöðum alls líf á jörðinni, en tunglið hefur líka gríðarleg áhrif á okkur sem mannfólk. Tunglið tengist okkur m.a. í gegnum magastöðina og þar með tengist það inn í tilfinningalíkamann og hefur þar með áhrif á flóð og fjöru í tilfinninga líkamanum, alveg eins og það hefur áhrif á flóð og fjöru í sjónum.

Við vitum öll að það verða meiri pústrar og læti þegar það er fullt tungl og ástæðan er meðal annars sú að þá dregur aðdráttarafl tunglsins tilfinningar upp í yfirborðsorkuna.

Tilfinningar sem hafa orðið til við áföll í lífunum okkar, áföll sem við höfum ekki getað höndlað á einhvern hátt þegar þau gerðust þannig að þau sitja föst í tíma og rúmi þangað til við fáum þau upp á yfirborðið til þess að leysa þau út. Það er ástæðan fyrir því að við erum stundum minnt á gamla atburði aftur og aftur.

Á vaxandi tungli er gott að setja á blað það sem við viljum fá inn í líf okkar en það er líka gott að setja það fram sem við viljum losa okkur við. Við getum bætt á blaðið okkar eftir því sem gamlar minningar koma upp og eftir því sem tunglið heldur áfram að stækka og svo getum tekið blaðið og brennt það úti í náttúrunni á fullu tungli ef við viljum. Við getum líka sett álpappír í pott og brennt það undir fullu tungli á svölunum, í garðinum, á tröppunum eða hvar sem það hentar hverjum og einum.

Við þekkjum öll þá tilfinningu innra með okkur að það er til eitthvað til sem er svo miklu fallegra og betra, eitthvað sem er einungis byggt á ást og samlyndi, þar sem allir hjálpast að við að líða vel í samfélaginu og allir vita af því að við erum í raun eins og ein sál, eitt stórt líf og þær minningar eru komnar úr þeim lífum sem við áttum á meðan við lifðum og bjuggum í þess konar heimi.

Sálin/sólin okkar er komin af stórri sál/sól sem við köllum stundum Guð og þessi sál er einungis óskilyrt ást og það erum við líka vegna þess að við erum komin af þessari sál/sól og við erum þess konar sál/sól.

Ýmislegt

Heim