Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

Innra barns heilun

 

Innra með okkur öllum er lítið barn sem hefur verið sært mörgum sinnum af fjölskyldumeðlimum, skólafélögum, vinum, samstarfsfólki eða öðrum sem hafa verið samferða okkur í lífinu. Engin kemst í gegnum lífið án þess að verða særður, en það er mjög misjafnt hvað við höldum í sársaukann og þar liggur vandinn.

Sárin sem við geymum innra með okkur frá barnsaldri koma oft fram í því hvernig við bregðumst við í allskyns aðstæðum, hversu áræðin við erum, hvernig sjálfsmyndin er, hvernig okkur líður í hjónabandi, í systkinahópi, vinahópi eða í vinnunni. Sár innra barnsins geta valdið því að það er auðvelt að detta inn í kvíða, sjálfsgagnrýnandi hugsanir, síhugsanir, þunglyndi, vonleysi, sjálfshatur og sjálfsgagnrýni.

Sár innra barnsins kemur upp við allskonar aðstæður í lífinu, jafnvel þó að við séum búin að efla okkur í allskyns sjálfsvinnu og langri skólagöngu.

Til þess að reyna að koma í veg fyrir að finna þennan sársauka sem varð til í æskunni reynum við að láta sem við vitum ekki af barninu innra með okkur. En barnið fer aldrei í burtu það verður alltaf þarna og við höldum áfram að bregðast við eins og þegar það var sært. Sársaukinn liggur djúpt í undirvitundinni og þangað er mögulegt að finna hann og uppræta í orkunni.

Í innra barns heilun er farið í djúpslökun og leiðir kannaðar, aðstæður skoðaðar þegar sárið varð til. Hvað gerðist og hvernig við ákváðum að halda í það. Hvort það er líka reiði og vonbrigði út í einhvern ákveðin, eða ákveðnar aðstæður. Þá er tekin ákvörðun um að viðkomandi fari inn í heilunarferli til að losa um þá orku og bönd sem viðhalda sársaukanum.

Það skemmtilega við þetta allt er að líf þitt núna er eins og mörg brot af minningum fyrri lífa og því getur orka fyrri lífa einnig haft áhrif á það sem gerist í lífinu hjá þér núna, þannig að með því að vinna út sársauka innra barnsins þá ertu um leið að losa út orku fyrri lífa.

Ég býð upp á heilun innra barnsins en ég útskrifaðist sem innra barns og fyrri lífa meðferðaraðili í The Etherikos International Center for Energy Healing and Spiritual Development hjá Nicholas Demetry árið 2001.

Hver tími kostar 8.000 kr. og 2 klst. 10.000 kr.
Hafa má samband í s. 615 5710 eða í netpósti joninath@viskaoggledi.is

 

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur