Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Orkustöðvar líkamans

 

Enska orðið Chakra þýðir orkustöð, hjól, diskur eða hringur. Þeir sem sjá orku orkustöðvanna sjá þær sem hringlaga eða eins og það sem við þekkjum sem hringiðu eða stormsveipi. Það er talað um að megin orkustöðvarnar séu sjö þó að í raun og veru séu þær miklu fleiri.

Orkustöðvarnar eru tenging okkar við mismunandi orkuvíddir. Þegar orkustöðvarnar eru hæfilega mikið opnar þá líður okkur vel og við erum við góða heilsu, þegar þær eru blokkeraðar með einhverjum hætti þá geta komið fram margskonar sjúkdómeinkenni eða vanlíðan.

Rótarstöð

Rótarstöð er staðsett í spönginni við rófubeinið. Hún hefur að gera með efnislífið, að komast af á jörðinni, þessar grunnþarfir t.d. matur og húsnæði, að bregðast við hættuástandi, að bjarga sér við allar mögulegar aðstæður, líkamlega orku, fjölskylduna, samfélagið, ættbálkinn.

Rótarstöðin er orkuhlið okkar til jarðarinnar, jarðtengingin, þessi orkustöð er beintengd við höfuðstöðina. Það er í raun og veru ómögulegt að virkja höfuðstöðina til fulls nema að hafa streka undirstöðu, (vera búin að virkja rótarstöðina).

Rótarstöðin tengist: Blóði, nýrnahettum (fight or flight/að berjast eða flýja), hryggjarsúlunni, neðra bakinu, taugakerfinu, fótunum, beinum, tönnum, ökklum, hnjám, mjaðmabeinum, nefi, (lyktarskyn) öllu því sem er í föstu formi í líkamanum, jarðtengingu.

Rótarstöð í jafnvægi: Kraftmikil lífsorka, líkamlegur styrkur, vellíðan í efnislíkamanum, góð jarðtenging.

Rótarstöð í ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Vandamálum í fótum, beinum, tönnum, slitgigt, þreytu, hægðartregðu, sinnuleysi/drunga, óeðlilegu rólyndi, að vera utan við sig, man ekki hlutina.

Tilfinningalega: Reiði, hatri, biturð, árásargirni, ráðríki, ásækni í veraldlegar eignir, getur ekki fundið innri ró.

Tilfinningar sem tengjast vandamálum í mjöðmum: Of mikil ábyrgð. Að finnast sem verið sé að stjórnast í manni, maður sé notaður, finnast maður vera vanmetin. Vonbrigði og sektarkennd.

Tilfinningar sem tengjast gigt: Haldið í reiði og gremju fortíðar. Erfiðleikar með að fyrirgefa sjálfum sér og öðrum.

Tilfinningar sem tengjast því að gnísta tönnum: Ófær um að takast á við álag í daglegu lífi. Haldið í ótta eða reiði fortíðar. Áhyggjur af framtíðinni. Ófær um að gera upp hug sinn. Nær ekki að slaka á og vinda ofan af sér.

Skynfæri: Lyktarskyn

Mantra: LAM

Dýr: Fíll

Element: Jörð, massi/fast efni, karlorka

Ráðandi pláneta: Jörð

Litur: Rauður, skarlatrauður, fagurrauður

Virkjun stöðvar: 0-3 ára

Orkusteinar: Allir rauðir steinar eða svartir, Svartur túrmalín/black tourmaline, Reykvars/smokey quartz, Hrafntinna, Garnet, Blóðsteinn/Hematite, Carnelian, Ruby.

Ilmkjarnaolíur: Sedrusviður/Cedarwood,  Myrra/Myrrh, Lofnarblóm/Lavender

Erkiengill: Uriel

 

Magastöð/tilfinningastöð

Magastöðin er staðsett rétt fyrir neðan naflann. Þessi orkustöð er beintengd við ennisstöðina og hefur verið kölluð orkustöð vatnsins eða sætleikans. Magastöðin hefur að gera með aðdráttaraflið, aðlöðun/persónutöfra, þessi orkustöð færir okkur líka hina nærandi tilfinningalegu kvenorku sem þarf til þess að gefa sál nýjan líkama, (til þess að konan geti orðið barnshafandi), langanir, tilfinningar, sköpunarorkuna, lífsorkuna, kynorkuna, kynlíf, náin sambönd.

Magastöðin er tengd tilfinningum og tilfinningasveiflum og hefur tunglstaða mjög mikil áhrif á þessa orkustöð enda er element hennar vatn. Þegar konan gengur í gegnum breytinga skeiðið þá fer sköpunarkrafturinn frá magastöð upp í hálsstöð þar sem honum er umbreytt í andlega orku.

Magastöð tengist: Nýrum og þvagblöðru, sogæðakerfi, æxlunarfærum, brjóstum, tungu, fitusöfnun, húð, blöðruhálskirtli, öllu því sem er fljótandi í líkamanum.

Magastöð í jafnvægi: Manneskjan sýnir umhyggjusemi, treystir tilfinningum sínum, er vingjarnleg, bjartsýn, hefur eðlilegar langanir og þrár, sköpunarkrafturinn blómstrar, kynorkan er í jafnvægi.

Magastöð í ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Vandamálum í þvagblöðru og nýrum, gallsteinum, blöðruhálskirtils vandamálum, vandamálum í neðra baki, þvagsýrugigt, offitu, kynlífsvandamálum, frjósemisvandamálum.

Tilfinningalega: Ofurmetnaði, kaldlyndi, stjórnsemi,vanmætti, tilfinningalegu ójafnvægi, árásargirni, alls kyns fíkn, drama, ofurviðkvæmni, mikilli feimni, ótta og sektarkennd.

Þegar við óttumst eitthvað mjög mikið þá verður mikið álag á nýrun og nýrnahetturnar.

Tilfinningar sem tengjast vandamálum í þvagblöðru: (T.d. þvagfærasýking) Reiði og biturð, mikil sektarkennd og ótti. Sannfærð/ur um að það sé eitthvað að honum/henni.

Tilfinningar sem tengjast alkhólisma: Niðurbæld reiði og sársauki, sjálfsrefsing, leiði, stöðnun, þunglyndi, þörf fyrir að finna leið út. Of miklar hugsanir, á kafi í sjálfssköpuðum vandamálum og ýtir þeim í burtu frekar en að takast á við þau.

Tilfinningar sem tengjast anorexíu: Reynir að stjórna lífinu með því að neita sér um næringu. Mikil reiði, hatur og afneitun á sjálfum sér. Trúir á sjálfspíningu. Neitar sér um gleði og skemmtun. Finnst sem hún/hann tilheyri ekki, ófær um að tengjast og takast á við óttann.

Tilfinningar sem tengjast vandamálum í nýrum: Lágt sjálfsmat, gremja, þreyta. Gefur orkuna sína, finnst hann/hún vera lítilvæg/ur. Kennir öðrum um ófullkomleika sinn. Reynir að finna blóraböggul. Skortur á orku. Skortur á samkiptum í sambandi eða sambandsslit. Gömul sorg sem vill ekki fara.

Skynfæri: Bragðskyn

Mantra: VAM

Dýr: Vatnadreki

Element: Vatn, kvenorka, fljótandi, flæðandi

Ráðandi pláneta: Plútó

Litur: Appelsínugulur

Virkjun stöðvar: frá 3-8 ára

Orkusteinar: Allir gulir steinar, carnelian (m.a. góður fyrir verki í neðra baki) Rauður Jaspis, Topaz, Gulur Kalsít, Sítrín/citrine, Quarts. Gullin Labradorít/Sunstone

Ilmkjarnaolíur: Jasmine, Rós/Rose, Sandalviður/Sandalwood

Erkiengill: Gabriel

 

Sólarplexus

Sólarplexus er staðsettur rétt fyrir neðan bringubeinið eða rifbeinin. Þessi orkustöð er þekkt sem valdastöð. Sólarplexus hefur að gera með persónulegan styrk, viljastyrk, metnað, athafnasemi, hugarafl og brennslu.

Það er mikilvægt fyrir fólk sem er næmt fyrir tilfinningum annarra að vernda þessa orkustöð, því að þetta er sú orkustöð sem aðrir geta dregið frá manni orku, meðvitað eða ómeðvitað.

Sólarplexus tengist: Meltingu (ummyndun/brennsla matar í orku fyrir líkamann), maga, skeifugörn, briskirtli, gallblöðru og lifur, milta, miðtaugakerfi og sjón.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá er manneskjan bjartsýn, hefur gott sjálfstraust, hún hefur frumkvæði, hún er umburðalynd, sveigjanleg, heiðarleg, hún er mannblendin, sanngjörn, glaðvær, afslöppuð og sýnir hlýjar tilfinningar.

Ójafnvægi getur valdi:

Líkamlega: Vandamálum í meltingakerfi, magasári, bakflæði, sykursýki, sykurfalli, lifrarvandamálum, síþreytu, slappleika, höfuðverk, ofnæmi, taugaóstyrk, hægðatregðu (haldið í fortíðina), neðra baks vandamálum.

Tilfinningalega: Ofurviðkvæmni á gagnrýni, reiði, valdabaráttu, stjórnsemi, lágu sjálfsmati, mikilli efnishyggju, vinnufíkn, ótta, neikvæðum hugsunum, hugleysi, dómhörku, óþolinmæði, fullkomnunaráráttu, að vera í hlutverki fórnarlambsins.

Ef sólarplexusinn er blokkeraður þá er manneskjan ofurviðkvæm fyrir því hvað aðrir hugsa um hana. Við geymum reiðina í lifrinni.

Tilfinningar sem tengjast sykursýki: Ótti við að taka þátt í lífinu. Stöðug þörf fyrir ást, sem tengist þeirri trú að þú sért óverðug/ur. Sektarkennd. Sannfæring um að þú þurfir að berjast til þess að komast af.

Tilfinningar sem tengjast ofnæmi: Gefur öðrum leyfi til að hafa vald yfir þér. Veit ekki hvernig á að setja öðrum mörk.

Tilfinningar sem tengjast meltingunni: Dómharka, reiði, óraunhæfar væntingar. Vonbrigði, ótti við að mistakast. Ósamkomulag við aðra. Fullkomnunarsinni.

Skynfæri: Sjón

Mantra: RAM

Dýr: Hrútur

Element: Eldur, karlorka, viljastyrkur

Ráðandi plánetur: Sólin og Mars

Litur: Gulur

Virkjun stöðvar: frá 8-11 ára

Orkusteinar: Allir gulir steinar, Gulur Safír, Sítrín/Citrine, Tígrisauga/Tiger eye, Gulur jasper, Gulur kalsít, Malakít/Malachite, Gulur Túrmalín/Yellow Tourmaline, Ródókrósít/Rhodochrosite.

Ilmkjarnaolíur: Rós/Rose, Bergamot, Ylang Ylang, Cinnamon

Erkiengill: Mikael

 

Hjartastöð

Hjartastöðin er staðsett nokkurn vegin á miðjum brjóstkassanum, ef við teygjum báðar hendur út þá er hjartastöðin í miðjupunktinum, þar sem lóðrétt staða líkamans og lárétt staða út frá útréttum örmum mætast.

Þetta er sú orkustöð þar sem við finnum fyrir óskilyrtum kærleika, samúð og nærgætni. Í gegnum þessa orkustöð finnum við til ástar og kærleika til annarra mannvera, okkar sjálfra, dýranna, blómanna, jarðarinnar, sólarinnar, himinsins og bara alls sem er. Þessi orkustöð hefur einnig með gleðitilfinninguna að gera. Hún er tengistöð á milli andlegra og líkamlegra orkustöðva þ.e.a.s. á milli efri og neðri orkustöðva.

Hjartastöðin tengist: Hóstarkirtlinum, hjartanu, lungunum, blóðrásarkerfinu, eitlunum og ónæmiskerfinu.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá sýnir manneskjan sjálfum sér og öðrum kærleika, nærgætni, samúð, vingjarnlegheit og er í tengingu við tilfinningar sínar.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Lungna vandamálum, asma, hjarta sjúkdómum, grunnri öndun, háum blóðþrýstingi, krabbameini. Vandamálum í handleggjum, höndum og fingrum.

Tilfinningalega: Ótta við að vera svikinn, að eiga erfitt með að tengjast öðrum tilfinningaböndum, gagnrýni á sjálfa sig og aðra, ráðríki, getur verið meistari í skilyrtri ást (ef ég elska þig þá verður þú að elska mig, eða ef ég geri þetta fyrir þig þá vil ég að þú gerir þetta fyrir mig) mislyndi, sjálfshöfnun, að eiga það til að hanga á öðru fólki, ótta við höfnun eða að verða særð/ur depurð/þunglyndi, að þurfa stöðuga hughreystingu.

Tilfinningar sem tengjast asma: Reynt að þóknast öðrum. Vill vera fullkomin/n. Á erfitt með að segja nei, standa með sjálfum sér og segja hvernig honum/henni líður. Áreynsla að þolmörkum eða þar til hann/hún er dauðuppgefin og á erfitt með að anda. Finnur til veikleika, ótta og valdaleysi. Leyfir öðrum að stjórna sér. Finnur til sársauka, að vera föst/fastur.

Tilfinningar sem tengjast lungna krabbameini: Of mikil sjálfsharka. Of miklar væntingar, vonbrigði, einmannaleiki, biturð, sorg, þyngsli og reiði. Haldið í sársauka og ástarsorg, eða erfiðleika og misnotkun í sambandi. Getur ekki fyrirgefið og sleppt. Tilhneiging til þess að setja sjálfa/n sig í síðasta sæti, ofgera hluti, orkuþurrð.

Tilfinningar sem tengjast hjartaáfalli: Þrjóska, streita, ósveigjanleiki. Of mikill fókus á peninga, afrek, og ágóða. Vanrækir heilsuna og fjölskylduna. Bæling, öfund, harka. Þarf að hafa rétt fyrir sér. Finnst sem hann/hún sé ekki elskuð, auðveldlega særð/ur, heldur í sektarkennd og eftirsjá.

Skynfæri: Snerting

Mantra: YAM

Dýr: Antilópa

Element: (frumefni) loft/prana, kvenorka

Ráðandi pláneta: Venus

Litur: Bleikur eða grænn

Virkjun stöðvar: frá 12-17 ára

Orkusteinar: Bleikir og grænir, Rósakvars, Grænn Aventúrín/Green Aventurine, Malakít/Malachite, Chrysoprase, Kúnsít/Kunzite, Ródónít/Rodonite, Bleikur Túrmalín/Green Tourmaline, Grænn Túrmalín/Green Tourmanline, Grænn Morganít/Morganite, Bleikur Danbúrít/Pink Danburite, Rúbín/Ruby, Krísókolla/ Crysocolla, Jade. Róskvars má nota á allar orkustöðvar það sama á við um Kvars.

Ilmkjarnaolíur: Rose/Rós, Bergamot.

Erkiengill: Rafael

 

Hálsstöð

Hálsstöðin er staðsett á hálsinum eins og nafnið gefur til kynna. Hálsstöðin hefur með tjáninguna að gera hvort sem það er talað mál, skriftir, listir eða söngur, allt það sem við tjáum eða sköpum fer fram í hálsstöðinni.

Það er í þessari orkustöð sem við lærum að hafa stjórn á vilja lægra sjálfsins eða (egóinu).

Hálsstöðin tengist draumum, ímyndunum og ferðalögum sálarinnar (astral travel).

Það er í gegnum þessa orkustöð sem hægt er að tengjast akasa skránum (lífsferilskrám sálarinnar.) Sagt er að með því að sigra þessa orkustöð geti maður sigrast á sjálfum sér.

Hálsstöðin tengist: Hálsinum, eyrunum, öxlunum, skjaldkirtli, kalkirtli, lungum, raddböndum, vélindanu, kjálkum, andadrætti.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá á manneskjan gott með að tjá sig, það getur verið talað mál, hljóðfæraspil, söngur eða hvers kyns listir, hún getur auðveldlega farið í hugleiðslu og upplifað guðlega orku.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Þreytu, stífum hálsi, vandamálum í efri hluta baks, kvefi, særindum í hálsi, skjaldkirtils vandamálum.

Hósti er vegna þess að manneskjan hefur kyngt því sem hún vildi segja.

Tilfinningalega: Erfiðleikum með að tjá tilfinningar, óframfærni, lítilli virkni í sköpunarflæðinu, fullkomnunaráráttu, hroka, stjórnunaráráttu, trúarkreddum, tjáir sig lítið, eða út í það óendanlega.

Þegar hálsstöðin er ofvirk þá dregur hún orku frá öllum hinum orkustöðvunum og líka frá öðru fólki (þeir sem skilja ekki að þögnin getur verið gulls ígildi).

Þeir sem eru með ofvirka hálsstöð geta líka verið uppteknir í því að hugsa mjög mikið en geta ekki komið hugsunum sínum í framkvæmd. Mikil hugsun - kemur engu í verk.

Tilfinningar sem tengjast kvefi: Of mikil ábyrgð. Neitar að hlusta á líkamann og hægja á. Þarf tíma fyrir sjálfan sig.

Tilfinningar sem tengjast berkjubólgu: Ósætti í fjölskyldunni, (einhvern nákomin) sem er stöðugt í umhverfinu. Kennir öðrum um það sem þú getur ekki lagað eða breytt. Þarft tíma fyrir sjálfa/n þig. Tilfinning um skort á ást og verðleikum. Heldur fólki í burtu.

Skynfæri: Heyrn

Mantra: HAM

Dýr: Ljón

Element: Eter/akasa eða fimmta elementið, karlorka

Ráðandi plánetur: Tunglið og Merkúr

Litur: Ljós blár

Virkjun stöðvar: frá 17-21 árs

Orkusteinar: Bláir steinar, lapis lazuli, blár safír, Krísókolla/Chrysocolla, Blár kalsít, Azurite, Blue Lace Agate, Larimar, Aquamarine, Túrkis/Turquise, Aqua aura quartz.

Ilmkjarnaolíur: Kamilla og Myrra

Erkiengill: Shamúel


Ennisstöð/Þriðja augað

Ennisstöðin eða þriðja augað, er staðsett á miðju enninu rétt fyrir ofan augun. Í gegnum ennisstöðina fáum við innsæis gáfuna, skilninginn, skyggnigáfuna (innri sjónina) og ímyndunaraflið.

Sumir segja að sálin sitji í ennisstöðinni á meðan aðrir segja að hún sé í efri hjartastöðinni. Það er sagt að jógarnir dragi lífsorkuna inn í þriðja augað á dauðastundinni.

Þegar kúndalíní eldurinn hefur verið vakinn í rótarstöðinni þá fer orkan sem því fylgir aðallega upp þrjár stórar orkubrautir, þær hafa verið nefndar Ida (kvenorkan) í vinstri hlið líkamans og Pingala (karlorkan) í hægri hlið líkamans, svo er líka orkubraut í miðjunni sem kallast Sushumna. Ida (kvenorkan) og Pingala (karlorkan) hlykkjast upp orkubrautirnar í hryggnum og mætast að lokum í ennisstöðinni og sameinast þar í eitt. Þegar þessi guðlega gifting/sameining verður þá er eins og það verði bliss eða ljósflæði um allan líkamann og manneskjan upplifir sig algjörlega heila.  "Ljós líkamans er augað: þar af leiðandi þegar auga þitt er eitt, þá er allur líkami þinn fylltur ljósi." Luke 11:34.

Ennisstöðin tengist: Vinstra auganu, eyrunum, nefinu, neðri hluta höfuðkúpunnar, taugakerfinu, heilaköngli.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá er manneskjan ekki upptekin af veraldlegum hlutum, hún óttast ekki dauðann, skynjunin er virk, hún meðtekur hugsanaflutning og hefur aðgang að fyrri lífum og öðrum víddum.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Höfuðverk, mígreni, hormóna ójafnvægi, martröðum, augn vandamálum, lélegri sjón, gláku, ójafnvægi í taugakerfinu, svefnleysi, frjókornaofnæmi, ofskynjunum, námserfiðleikumm, neikvæðum hugsunum.

Tilfinningalega: Ofurstolti, stjórnsemi, einstrengingshætti, ofurviðkvæmni, neikvæðum hugsunum, dómhörku, agaleysi.

Tilfinningar sem tengjast mígreni: Stjórnsemi, alvarlegheit, fullkomnunarsinni. Mikil þörf fyrir ást og viðurkenningu. Afneitun á eigin þörfum. Áhyggjur, sektarkennd og ótti. Reiði og pirringur út í aðra.

Tilfinningar sem tengjast gláku: Undir pressu sem hindrar sýn á framtíðina. Erfiðleikar með að fyrirgefa og sleppa. Andleg og líkamleg þreyta.

Tilfinningar sem tengjast svefnleysi: Tilfinning fyrir varnarleysi, óöryggi, eða hættu. Trúir því að ef hann/hún sofnar þá geti einhver sært eða notfært sér það. Yfirmáta ótti og hræðsla. Að finna fyrir ógn eða hjálparleysi.

Tilfinningar sem tengjast frjókornaofnæmi: Bældar tilfinningar. Tilfinning fyrir að geta ekki gert það sem manni langar til. Trú á að það sé ekki til nóg fyrir þig til þess að komast af.

Skynfæri: Sjötta skilningarvitið, Ljós

Mantra: OM

Dýr: Ugla

Element: Vitund, fjarskynjun, hugsanaflutningur, innsæi (kvenorka)

Ráðandi plánetur: Neptúnus og Júpiter

Litur: Dimm blár eða fjólublár

Virkjun stöðvar: frá 21 árs og til fullorðinsára

Orkusteinar: Þeir steinar sem eru m.a. góðir fyrir ennisstöðina eru Ametist/Ametist, Sódalít/Sodalite, Asúrít/Azurite, Lapis lazuli, Kúnsít/Kunsite, Blá hrafntinna, Sugilite, Charoite, Flúorít.

Ilmkjarnaolíur: Rós/Rose, Bergamot, Ylang Ylang, Cinnamon

Staðhæfing. Lífið mun færa mér fullt af skemmtilegum hlutum í dag.

Erkiengill: Zadkiel

 

Höfuðstöð

Efsta orkustöðin eða höfuðstöðin er staðsett efst á höfðinu hún er sögð vera orkustöð alheims vitundarinnar (andlega tengingin). Liturinn á henni er yfirleitt talin vera skærhvítur, fjólublár eða gullin. Hún er sögð vera megin orkustöð, sú orkustöð sem stjórnar öllum hinum orkustöðvunum.

Það er í gegnum þessa orkustöð sem alheimsljósið eða ljós Guðs flæðir inn í líkamann, ljósið sem færir okkur heilun, visku, kærleika, frið og uppljómun. Óendanlegan kærleika og alsælu.

Þegar manneskjan fer í gegnum uppljómun þá sér hún tilveruna í nýju ljósi. Vitundin um efnislíkamann er ekki lengur til staðar, allar hömlur, öll tilfinning fyrir tvískiptingu, mismun og aðskilnaði hverfa. Það er enginn tími eða rými, hún gerir sér grein fyrir að það er ekkert annað en blekking hugans. Í þessu ástandi er bara eilífðin, gleðin og alsælan. Það er engin leið að lýsa þessari upplifun fólk verður að upplifa þetta sjálft til þess að skilja hvað þetta er.

Höfuðstöðin tengist: Hægra auganu, heilanum, taugakerfinu, heilaberkinum, heiladinglinum og efri hluta höfuðkúpunnar, húðinni.

Þegar orkustöðin er í jafnvægi: Þá treystum við innri leiðsögn og vitum að okkur er séð fyrir öllu því sem við þörfnumst í lífinu.

Ójafnvægi getur valdið:

Líkamlega: Ójafnvægi í heila, mígreni, maínu/þunglyndi, síhugsunum, síþreytu, flogaveiki, geðklofa, alzheimer, geðveila/geðveiki.

Tilfinningalega: Stöðug þreyta, á erfitt með að taka ákvarðanir og hefur ekki löngun til þess að tileyra neinu eða neinum. Tilfinning fyrir ofsóknum, þráhyggju. Ofurviðkvæmni, gleðileysi. Tilfinningu fyrir óraunverulegri orku. Tilgangsleysi með lífinu.

Tilfinningar sem tengjast flogaveiki: Finnast sem það sé ráðist á sig, gagnrýni, ásökun vegna örlaganna. Úr takti við lífið. Finnst hún/hann vera vanrækt, yfirgefin, óvelkomin, fótum troðin. Finnst að það sé eitthvað að sér.

Tilfinningar sem tengjast alzheimer: Valdamissir, ófær um að takast á við lífið, of margar bældar tilfinningar. Þreytt/ur á lífinu, vilji til þess að flýja inn í annan tíma. Vill ekki muna, eða vera til staðar. Finnst sem hann/hún sé týnd/týndur og ráðvillt/ur.

Tilfinningar sem tengjast heilahimnubólgu: Finnst sem ráðist sé á hann/hana, ógnað, hræðsla, ótti. Erfiðleikar með að höndla lífið. Innri togstreita, örmögnun, uppnám, ringulreið. Úr takti við flæði lífsins. Ekkert virðist virka, það er eins og heimurinn hafi farið á hvolf.

Skynfæri: Upplifun

Mantra: OM

Element: (frumefni) Guð/Alheimsorka, karlorka

Ráðandi plánetur: Úranus

Litur: Skjanna hvítur, fjólublár, gullin.

Orkusteinar: Kvars kristall, Sítrín, Kúnsít/Kunsite, Danburite, Hreinn kalsít, Hreinn túrmalin, Selenít/Selenite, Herkimer demantur.

Ilmkjarnaolíur: Lavender, Frankincense, Sage.

Erkiengill: Metatron

Heimildir úr bókunum "Crystal Healing - a Vibrational Journey Through the Chakras" eftir Hazel Raven og "The Secret Language of your body" eftir Inna Segal

 

 

Efst á síðu

Nýju orkustöðvarnar

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur