Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað þarf maður að gera til þess að vera andlegur?

 

19. nóvember 2000

Skilaboð Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Mig langar að tjá mig um ákveðnar hugsanir.

Fyrir stuttu var ég spurður um dálítið, spurningin var þessi,  „Hvað þarf maður að gera til þess að vera andlegur?“

Það að vera andlegur snýst um að vera sáttur við sjálfan sig. Það snýst líka um að vera algjörlega heiðarlegur við sjálfa sig og aðra. Það snýst um að vera hamingjusamur og ánægður með lífið og sjálfan sig. Ef þið eruð vansæl á einhvern hátt í lífinu, þá mun sú vansæld hafa áhrif á líf ykkar með einhverjum hætti. Lífinu er ætlað að vera ánægjulegt. Samt ganga margar sálir um á jörðinni í vanlíðan og óhamingju. Þær eru í myrkrinu vegna þess að þær sjá ekki ljósið, samfélagið hefur komið því inn hjá þeim að það eina sem sé raunverulegt, sé það sem er sjáanlegt. En það er ekki allt sem sýnist, það er miklu meira en það. Margar sálir geta hins vegar ekki séð neitt, þær eru fastar í þeim lífsins leik sem í þeirra augum er vanlíðan og óhamingja.

Fyrsta skrefið í því að vera andlegur er að segja sinn sannleika, jafnvel þó að maður viti að öðrum líki ekki það sem maður hefur að segja. Næsta skref er að skoða líf sitt og vera óhrædd að breyta því ef  þið eruð ekki ánægð með það. Þriðja skrefið er að hafa fulla trú á því að við í andlega heiminum séum á staðnum til þess að leiða og leiðbeina ykkur þegar þið eruð laus við óttann. Fjórða skrefið er að sleppa öllum gömlum hugmyndum, öllu sem aðrir hafa komið inn hjá ykkur í gegnum tíðina og í fyrri lífum og skipta því út fyrir nýja hugsun. Hugsunum sem koma frá æðra sjálfinu. Og síðast en ekki síst þá verður maður að vera hamingjusamur. Hamingjan er lykillinn að því að verða andlegur. Maður getur ekki verið andlegur og óhamingjusamur, það fer ekki saman.

Það er á þessum tímapunkti sem lægra sjálfið segir til sín og byrjar að berjast, það dregur ykkur aftur inn í gamla þægindahringinn og þið dragist með því til baka í óttanum.

Það er ekki auðvelt að opna sig fyrir því andlega og leyfa andanum að leiða og leiðbeina ykkur. Sjálfið hefur svo lengi látið eins og því sýnist, en því til viðbótar er það andlega að reyna að leiða ykkur og leiðbeina að nýju upphafi í gegnum innsæið. Það er hins vegar hægt að vinna sigur í orrustunni með þrautseigju. Tilgangur ykkar á þessari jörðu er að sigra lægra sjálfið. Jákvæðar hugsanir skapa hamingju. Þið getið komist út úr myrkrinu hægt og örugglega. Það getur stundum tekið langan tíma vegna lægra sjálfsins sem kemur af stað baráttu, en í lok baráttunnar, er friður og hamingja sem engin leið er að lýsa. Það er uppskeran.

Það eru til fullt af sögum um sálir sem hafa gengið í gegnum baráttu og komist í gegn. Þessar sálir eru leiðandi ljós fyrir þá sem eru í myrkrinu vegna þess að þær segja: "Ég sigraði það neikvæða, ég komst í gegn, oft við mjög erfiðar aðstæður." Mér tókst það.

Þetta er hægt með því að taka eitt skref í einu. Ef þið getið gert það þá eruð þið sannarlega á ykkar leið.

Maitreya.

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur