Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Blekking sjálfsins

 

28. júní 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Fyrir stuttu var ég spurður að því hvernig maður getur séð munin á lægra sjálfinu og æðra sjálfinu?

Það er ekki erfitt að svara þessu, lægra sjálfið skapar blekkingu. Það vill að þið trúið hinum fáránlegustu hlutum. Það vill að þið trúið því að þið séuð ekki þau seku þegar þið eruð það og það mun rökræða við ykkur til þess að reyna að fá ykkur til þess að sjá sitt sjónarhorn. Það mun jafnvel þrasa við æðra sjálfið og ef þið eruð ekki í hárri orkutíðni þá á æðra sjálfið ekki möguleika á að koma með sannleikann.

Lægra sjálfið hugsar bara um sig.  Það eina sem það getur séð er eigin sársauki, þjáning, erfiðleikar, hversu bágt það á, hvernig því er refsað og hvernig fólk særir og skapar vandamál fyrir það. Það getur séð alla gallana hjá öðrum, en aldrei sína eigin.

Lægra sjálfið lítur á sig sem fullkomið. Það mun þrasa við þig til þess að viðhalda sínum eigin sannleika. Það getur aldrei séð jákvæða útkomu á nokkrum hlut. Listinn er endalaus yfir það sem það vill gera til þess að vera allsráðandi. Og hvað með æðra sjálfið, hvað gerir það? Það gerir ekkert. Alls ekki neitt! Það þarf ekki að réttlæta sig vegna þess að það veit að Guð veit að sannleikur þess er réttur. Það getur staðið frammi fyrir Guði og vitað að það er að segja sannleikann. Það mun benda ykkur á eigin galla, en það mun aldrei benda á galla annarra. Það sér þjáninguna og erfiðleikana sem maður fer í gegnum sem lexíu, sem maður getur lært af.  Það sér það jákvæða við allar aðstæður. Það dæmir aldrei, það situr þögult og lætur heiminn líða hjá þegar tekist er á um vandamálin sem þarf að takast á við í hinum æðsta tilgangi.

Lægra sjálfið vill næra egóið, æðra sjálfið hefur ekkert egó. Þegar maður kemst á þann stað að hafa ekkert egó, hættir að trúa áróðurmaskínu sjálfsins, þá hefur maður hækkað tíðnina á hærra stig. Það er á þessu stigi sem maður getur séð í gegnum blekkinguna, séð hvers vegna og af hverju hlutirnir eru að gerast hjá manni. Þegar maður hefur engin tilfinninga viðbrögð við því sem er að gerast - vegna þess að lægra sjálfið er eitt tilfinninga viðbragð, drama, móðgun o.s.frv. þá hefur maður sannarlega hækkað tíðina og er í raun og veru í æðra sjálfinu. Á þessu stigi, eru bein samskipti við meistarana á æðri sviðum möguleg og þá hefjast líka samskipti við Guð. Þá er maður sannarlega í hærri tíðni. Til þess að gera æðra sjálfinu kleift að kom inn, þarf maður að vinna það sem þarf til þess að fjarlægja lægra sjálfið, það snýst um að vera sannur og heiðarlegur við sjálfan sig og láta ekki lægra sjálfið stjórna í gegnum ótta, efa, óöryggi og tilfinninga líkamann. Það er eina leiðin.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur