Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Boðskapur Maitreya fyrir árið 2015

 

Boðskapur Maitreya miðlað af Margaret McElroy

Þar sem nýja jarðarárið 2015 er að ganga í garð, mundu þá að þú ert mjög einstök orka; þið eruð ekki sköpuð til þess að vera hluti af lífi einhverra annarra,  heldur lifa ykkar eigin lífi. Svo mörg ykkar eyðið öllum ykkar tíma annað hvort í það að skipta ykkur af lífi annarra, eða lifa lífinu fyrir þau.  

Hvað meina ég með þessu? Ég er að tala um að þið skiptið ykkur af sálarþroska annarra með því að reyna að segja þeim hvað þau eigi að gera við líf sitt, í stað þess að horfa á ykkar eigið líf, eða þá að þið reynið jafnvel að lifa þeirra eigin lífi fyrir þau, í stað þess að leyfa þeim að lifa sínu eigin lífi. Þið reynið að gera hluti fyrir þau sem þau ættu að gera sjálf, því að þetta er þeirra líf, hvort sem ykkur líkar það eða ekki, þetta er þeirra karma, lexía og sálarvöxtur og þau ættu að fá frið til þess að sjá um það.

Í hvert skipti sem þið aðstoðið einhvern við að gera eitthvað, þá eruð þið að stoppa þau í að gera það á þann hátt sem þau kusu áður en þau fæddust. Þið truflið þau í vali sínu, á þann hátt sem þau ákváðu að gera það á jörðinni. Þið skapið síðan aðstæður þar sem þau læra ekki lexíuna sína og þurfa að endurfæðast aftur til þess að læra hana. Þið áttið ykkur ekki á þeim vandræðum sem þið komið þeim í. Sumar lexíur eru mjög erfiðar, og það er sárt að horfa upp á fólk, sérstaklega þá sem eru nánir, þjást eða vera í vandræðum, en þetta er það sem þau hafa valið að gera fyrir sinn sálarvöxt. Það er svo auðvelt að þiggja hjálp þegar hún stendur til boða, það er ekki auðvelt að segja "Nei."

Reynið að gera þetta nýja ár, árið 2015, að ári sem þið skoðið ykkar eigið líf en ekki einhverra annarra. Reynið að bjóða ekki fram aðstoð þegar það eru erfiðleikar, ef þið eruð ekki viss um hvort það sé karmískt að bjóða fram aðstoð, til endurgreiðslu skulda frá fyrra lífi, biðjið þá um aðstoð stjörnuspekings. Ef þið finnið það í hjartanu, án tilfinninga, þið vitið það út frá innsæinu að það er rétt, þá getið þið veitt aðstoð, en verið viss um að það séu ekki tilfinningar sem eru að spila þar inn í. Heimurinn getur ekki breyst á meðan fólk er ekki takast á við lífs lexíur sínar og taka eigin ákvarðanir. Það er mikilvægt að þau takist á við sín eigin vandamál sem þau völdu áður en þau komu til jarðarinnar.

Finnið til samúðar, já, en ekki stoppa sál í því að læra lexíurnar sínar eða endurgreiða karmað sitt. Munið einnig, að ekkert ykkar er eins og einhver annar,  þið eruð öll einstök, sál ólík öllum öðrum. Það sem hentar þér, þarf ekki að henta öðrum, ekki reyna að krefjast þess að fá að aðstoða aðra, svo mörg ykkar troðið hjálp ykkur upp á aðra og þeir vilja það ekki og eru hrædd við að segja "Nei." Munið að ef þið gerið það, þá getið þið stoppað þau í að tala sinn sannleika, það getur skapað hjá þeim ótjáða orku í hálsstöðinni, sem getur aftur skapað vandamál í þessu lífi eða jafnvel í annarri jarðvist. Þú hefur ekki hugmynd um hvað þú gerir vegna þrásækni þinnar við þau að taka við aðstoð þinni eða gera það sem þú stingur upp á.

Sérhver sál veit hvað hún ætti að gera; stundum stoppar þú hana í að gera það með afskiptasemi þinni.

Gerðu árið 2015 að þínu ári, ári sem þú finnur út um þig og engan annan. Ekki vera hrædd/ur við að sjá sjálfa/n þig, það er mikill sál sem getur viðurkennt að hún hafi galla; hún er ekki fullkomin og hefur gert mistök í fortíðinni! Stolt er eitt af því verst sem hægt er að hafa á frumspeki / andlegum vegi þínum, því að það er takmörkun á sannleika. Vertu trú/r sjálfri/sjálfum þér!

Þó að við í okkar heimi fögnum ekki upphafi árs eins og þið, þá skortir okkur ekki þekkingu á því. Þetta er mjög mikilvæg hátíð fyrir ykkur á jörðinni, tími til að líta til baka og að hugsa um framtíðina.

Mundu að þessi endurholdgun er um ÞIG, ekki um neinn annan. Horfðu á sjálfa/n þig 2015 og lærðu lífslexíurnar þínar, ÞÍNAR, ekki annarra.

Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur