Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Börn

 

2.  júlí 2010

Kennsla Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Börnin ykkar eru bara í ykkar umsjá. Þau velja ykkur sem foreldra vegna þeirra lexía sem þið hjálpið þeim að læra. Þið eruð oft kveikjan að þeirri lífsreynslu sem þau fá. Sum börn verða fljótt fullorðin, þau geta meira að segja verið mjög ung, fólk segir að þau séu gamlar sálir, hafi verið hérna áður. Það ætti að hvetja börn (það fer eftir barninu) mjög snemma til þess að bjarga sér sjálf. Margir foreldrar reyna að gera allt fyrir barnið eflaust vegna þess að þeirra eigin barnæska var svo erfið og þau vilja forða barninu frá því að lenda í því sama og þau sjálf. Eigi að síður, þegar maður hjálpar barni að gera eitthvað sem þau geta gert sjálf þá er maður að hindra þroska barnsins. Allar sálir koma inn jarðlífið með verkefni til þess að læra, allt sem þær þurfa til þess að þroskast. Foreldrar halda oft að börn þurfi leiðsögn foreldris vegna þess að þau eru börn, þau þarfnist leiðsagnar. Já þau þurfa þess, en börn þurfa að læra af EIGIN reynslu, ekki reynslu foreldranna. Börn eru miklu seigari en fullorðnir. Þau geta tekist á við mjög erfiðar aðstæður vegna þess að þau hafa ekkert viðmið. Fyrir þeim eru erfiðar aðstæður eðlilegar. Það eru bara þeir fullorðnu sem segja: „þú getur ekki gert þetta” en með því er verið að hindra að barnið læri af reynslunni.

Ég var einu sinni spurður að því hvenær barn ætti að taka sínar eigin ákvarðanir og ég sagði við þessa sál, „þegar barnið er orðið fimm ára gamalt ætti það að byrja að taka sínar eigin ákvarðanir.“ Með því að gera það geta þau valið sitt eigið líf, en ekki það sem foreldrar þeirra velja. Mörgum börnum er ýtt út í að gera hluti sem þau vilja ekki gera vegna þess að móðir eða faðir vildi að það gerði það. Öll börn hafa innri visku sem hjálpar þeim að finna út lexíur sínar og lífsáætlun út frá stjörnukortinu, en þeir fullorðnu aftra því. Ef barni er leyft að fylgja flæðinu þá mun því verða leiðbeint hvert það á að fara, réttu aðstæðurnar koma upp til þess að gera því kleift að uppfylla lífáætlun sína. Ef þið fullorðnu hindrið það þá eruð þið að draga úr þroska barnsins.

Gefið barninu ykkar frelsi og fylgist með þroska sálarinnar. Þetta táknar ekki að það eigi ekki að vera agi eða reglur á heimilinu. Það er mjög mikilvægt, en öllum börnum ætti að vera gert kleift að fylgja sínum eigin örlögum og hvernig þau vinna úr þeim.

Maitreya

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur