Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Breytingar

 

Maitreya – miðlað af Margaret McElory

9.  ágúst 2011                          

Flestir hafa orðið varir við þá óánægju sem er að gerjast í heiminum, sérstaklega þá sem er í London um þessar mundir. Jarðarbúar eru reiðir – reiðir vegna hungurs, skorts á atvinnu, skorts á matvælum og vegna efnahagslegs ójafnvægis og margs annars. Þessi óánægja hefur verið í farvatninu í þó nokkurn tíma og hún færir inn breytingar á jörðina. Það þurfa að verða breytingar annars fellur mannkynið um sig sjálft, með alla þá reiði sem hefur verið að gerjast svo lengi. Fólkið hefur fengið nóg, það er tilbúið að tjá reiðina og eyða því gamla sem er í gangi.

Óttist ekki það sem er að gerast, ekki heldur það sem er að gerast á fjármálamörkuðum eða á öðrum sviðum. Ef þið óttist, þá munið þið draga það sem þið óttist inn í orkuna ykkar. Reynið að gefa því enga orku, hvorki með því að ræða það við vini eða skrifa um það. Það mun aðeins gefa því orku sem er að gerast. Á næstu 30 árum munu verða ótrúlegar breytingar á jákvæðan hátt. Eigi að síður, til þess að það geti orðið þá verður það gamla að víkja – gamli hátturinn og gamla kerfið. Munið, óttist ekki og gefið því enga orku

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur