Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Dauðinn



Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Í gegnum augu miðilsins míns hef ég verið að fylgjast með óttanum sem hefur verið dreift vegna flensu sem hefur hlotið nafnið "svínaflensa." Það hafa alltaf verið til plágur og sjúkdómar af völdum vírusa. Þú sem sál, velur í gegnum fæðingarkortið - og dagskortið, hvort þú vilt upplifa þessar aðstæður og vera áfram á jörðinni eða koma heim til okkar í gegnum þá reynslu. Það er svo mikill ótti við dauðann, við að deyja. Af hverju er þetta?

Síðustu ár hundruðin á jörðinni höfum við verið að fræða ykkur um dauðaferlið, í gegnum miðla og með því að miðla bókum í gegnum þá um þetta efni. Sum ykkar lifið bara í nokkur ár vegna þess að þið komið aftur til þess að klára eitthvað úr fyrra lífi. Aðrir eiga langa ævi á meðan enn aðrir snúa aftur á miðjum aldri. Þið veljið öll þann tíma sem þið munið fæðist og þið veljið þann tíma sem þið munið deyja. Sumar sálir eru færar um að skapa mjög hratt - sérstaklega þær sem hafa góðar plánetur og afstöður í 11. húsi í fæðingarkortinu sínu og ef þær óttast eitthvað (sérstaklega að verða veikar, fá vírus og deyja úr þeim veikindum), þá mun það sem þær trúa verða að veruleika. Þær hefðu ekki þurft að snúa aftur heim, en ótti þeirra er svo svakalegur að þær einblína á þessa hugsun. Ótti þeirra er svo mikill að þær skapa í raun og veru það sem þær óttast og þetta tekur þær heim til okkar. Auðvitað var það í raun og veru ekki í áætlun þeirra að gera það, þess vegna er nauðsynlegt að koma til baka og lifa þessi ár sem eftir voru eða jafnvel hálft æviskeið.

Umfram allt, ef það er komin tími til fyrir ykkur að snúa heim, óttist þá ekki - þið munið aldrei deyja ein. Það er alltaf einhver úr okkar heimi sem bíður eftir að taka á móti ykkur og fara með ykkur yfir til okkar. Þið getið heldur ekki hindrað það, óttist því ekki og leyfið sálinni ykkar að fara eins og henni var ætlað að gera. Ekki streitast á móti, þar sem það mun ekki gera neitt gott að berjast á móti. Kannski er það óttinn við að missa ástvini ykkur og fjölskyldu. Yfirleitt er líf ykkar um það að læra að losna úr þeim aðstæðum og ekki gefa því svo mikla orku. Á meðan þú ert að aðlagast endurkomunni, þá getur þú fylgst með þessu fólki frá okkar heimi, ef þú vilt og eins oft og þú vilt. Það eina sem þú getur ekki gert er að gefa þeim ráð og taka þátt í lífi þeirra. Þegar þú snýrð aftur heim og ferð að venjast aftur þeim lífsháttum sem eru hér og þeirri staðreynd að engin sál er fædd til þess að vera tengd annarri sál, þá getur þú sleppt þeirri orku.

Sjáðu til þið eruð öll á jörðinni til þess að hjálpa hvort öðru, til þess að kenna hvort öðru. Hvert ykkar er spegill fyrir aðra, til að sýna það sem þið getið ekki séð sjálf innra með ykkur. Faðir þinn gæti hafa verið elskhugi þinn, eða eiginmaður í öðru lífi. Konan þín gæti líka hafa verið barnið þitt, bróðir eða vinur í öðru lífi. Þú munt ekki hafa þá manneskju sem þú ert gift/ur í næsta lífi. Þau eru einungis til staðar til þess að vera kennarar/ speglar fyrir þig. Þið getið að sjálfsögðu verið mjög nánir vinir í okkar heimi, en venjulega er það þannig þegar lífið er búið, þá fer annar aðilinn af stað og klippir á strengi sem hafa haldið þeim saman á jörðinni.

Það eru fáar sálir á jörðinni sem hafa aðskilið sig frá tilfinningum og geta snúið aftur heim í þeirri fullvissu að þær eru ekki að fara vera með konunni sinni, karli eða vini í lífinu sínu hér. Þau eru nú þegar aðskilin og þær sálir eiga auðvelt með að fara í gegnum umskiptin. En þær sálir sem eru svo áhyggjufullar, sem geta ekki sleppt þegar þær fara yfir, þær dvelja á móttöku svæðinu, fara rólega í að losa sig við sálar minningarnar úr síðasta lífi og að fá aftur innsýn inn í okkar heim. Ef lífið hefur verið átakamikið og erfitt, þá geta umskiptin tekið nokkurn tíma, en við höfum tíma í okkar heimi.

Til eru þeir sem segja að við höfum ekki tíma, en við höfum hann. Hins vegar er hann öðruvísi en tíminn ykkar á jörðinni. Á okkar tíma, getur það tekið smá stund fyrir sálina að átta sig á því að fullu að hún var í blekkingu og er komin aftur heim.

Ekki óttast dauðann, því að ef þið gerið það þá verður erfiðara fyrir ykkur að koma heim. Fagnið dauðanum. Allur sársauki og þjáning vegna jarðneskrar reynslu ykkar (sem þið hafið valið) hverfur þegar þið yfirgefið líkamann. Fyrir stuttu sendum við til miðilsins míns eitt af þeim fórnarlömbum sem kusu að vera fangelsaðir og misþyrmt vegna leitar Bandaríkjamanna í tengslum við hryðjuverk. Hann dó mjög sársaukafullum og einmanalegum dauðdaga í fangelsi í útlöndum. Hann var bara venjulegur maður sem var handtekinn og í augum margra var pyntaður. Hann var farin úr líkamanum löngu áður en hann dó. Hins vegar fann hann sársauka og hann þjáðist. Hann langaði til þess að koma til baka og sýna miðlinum mínum að hann fyrirgæfi þeim sem meiddu hann og að hann héldi ekki í neitt í sambandi við þá. Miðilinn minn komst í verulegt uppnám vegna stöðugrar umræðu um þessi mál í sjónvarpinu. Hún átti ekki til orð vegna ástar þessa manns og fyrirgefningu á því sem hafði gerst. Það hjálpaði henni vissulega að sjá og endurtaka fyrir hana dauðaferlið.

Auðvitað eru til sálir sem eru svo óttaslegnar að þær geta ekki farið. Þessar sálir verða jarðbundnar, þær eru ófærar um að halda áfram og yfirgefa jörðina og halda áfram vegna eigin ótta. Það þarf meistara kennara sem vinna af samúð og skilningi á þessu dökka svæði óttans til þess að hjálpa þeim að komast heim auk þeirra sem eru í ykkar heimi sem líka aðstoða þær við að komast yfir í okkar heim.

Þið getið ekki hlaupið undan dauðanum, þið getið ekki barist gegn honum. Allar sálir þurfa að yfirgefa líkama sinn. Ef þú ert hrædd/ur við dauðann, finndu þá út hvers vegna það er. Dóstu á sársaukafullan hátt í síðasta lífi? Þjáðist þú þegar þú lést? Af hverju óttast þú? -  eins og miðilinn minn sem einu sinni óttaðist að deyja. Finndu út hvers vegna og þú munt losna við óttann. Þú mátt vita að þegar þú kemur heim, sama hvað þú hefur gert í lífinu, þá er þér alltaf mætt með ást, samúð og skilningi. Enginn dæmir þig – ekki eitt okkar. Þú munt auðvitað dæma þig sjálf/ur þegar þú hefur ekki lengur sjálfið, en jafnvel þá er þér veitt hjálp til þess að gera þér kleift að sleppa því.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur