Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Láttu ekki aðra stoppa draumana þína

Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Margir eyða miklum tíma í að hafa áhyggjur af vinum og fjölskyldu þó að allar heimsins áhyggjur geti ekki breytt örlögum þeirra. Sumar sálir kjósa að upplifa erfiðleika og baráttu í lífinu og þú sem hefur áhyggjur af þeim skapar oft verri aðstæður og ótta, með þessum áhyggjum. Þú gerir þér ekki grein fyrir því að með því að hafa áhyggjur og ótta, þá ert þú í raun og veru að stoppa þau í að læra mikilvægar lexíur sem hjálpa þeim við sálarþroskann.

Allar sálir velja sínar eigin lífslexíur og það getur verið mjög erfitt að læra þær lexíur og fara í gegnum þær, en ef það tekst þá þýðir það að sálirnar þurfa ekki að snúa aftur til jarðarinnar. Áhyggjur munu ekki stoppa það sem þau hafa valið; þú getur í raun gert verra með því að hafa áhyggjur. Allar sálir hafa svarið við vandmálum sínum innra með sér, en þegar þú grípur inn í lífi þeirra, er hætta á að þú getir stöðvað flæði svara til þeirra. Þetta flæði getur stöðvast annað hvort vegna áhyggja þinna vegna annarra, eða vegna sannfærandi orða, svo sem, "ég myndi ekki gera þetta ef ég væri þú."

Nýlega spurði miðillinn minn, sem er mjög listræn, hvort hún hefði haft möguleika á að verða brúðarkjóla hönnuður. Ég sagði henni að hún hefði getað það. Hún valdi fjölda lífsstarfa, en náð aldrei að vinna við þau. Hvers vegna? Það var einkum vegna þess að hún óttaðist föður sinn, sem sagði henni að hún gæti ekki verið hönnuður. Honum fannst hún ekki hafa nógu mikla hæfileika og í stað þess að trúa á sjálfa sig, þá valdi hún að trúa honum. Faðir hennar gerði svo margt til að stoppa drauma hennar og hún leyfði það. Hún kenndi honum um það í mörg ár, en það var ótti hennar við hann sem stoppaði drauma hennar, ekki hann.

Þekkir þú einhverja sem eiga sér drauma sem þeir hafa ekki hrundið í framkvæmd? Hefur einhver stoppað þig með orðum eða gert þig hrædda/hræddan við að láta drauma þína rætast, vegna þess að þú trúir ekki á eigin hæfileika? Hættu að hafa áhyggjur af öðrum í sambandi við hæfileika þína, þeir og þú vitið í undirvitundinni hvað þarf til þess að draumarnir verði að veruleika. Það er bara ótti, ótti sem þeir hafa vegna sinna eign hæfileika, eða einhvers sem trúir ekki á þá, sem mun stöðva þá. Talaðu þinn sannleika, láttu fólk vita, "ég veit að þér mun ekki líka það, en þetta er mitt val." Láttu ekki aðra stoppa þig í að lifa draumana þína. Ef þú finnur að einhver er með áhyggjur af þér, láttu þá vita að þú sért í lagi og þurfir ekki á áhyggjum þeirra að halda. Ef þeir hætta ekki að hafa áhyggjur, segðu þá að minnsta kosti þinn sannleika og biddu þá um að hætta þessu, það mun jafna út hugsanir þeirra og stöðva áhrif þeirra á þig. Þeir verða ekki lengur færir um að valda þér skaða! Hvert ykkar er á möguleika á að gera mikli hluti, að lifa mikilfengleika og láta ekki áhyggjur eða ótta skemma draumana.

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

 

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur