Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Erfiðir tímar

 

7. október 2008

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Nýlegir atburðir í fjármálaheiminum hafa valdið miklum ótta í lífi fólks, samt hefur þessum tímum verið spáð lengi á jörðinni, það var bara spurningin „hvenær? “ Ég segi þetta, vegna þess að allt sem gerist á jörðinni gerist samkvæmt áætlun stjörnukorta, en stundum verður ekkert úr því vegna ákvarðana sem fólk tekur. Margir hafa spáð efnahagslegum hörmungum alveg frá því fyrir 2000, en ekkert varð af því þá. Núna er það að gerast.

Af hverju er það? Fólk segir að það sé vegna græðgi í viðskipta samfélaginu og maður getur ekki sagt að það spili ekki inn í. Eigi að síður, er þetta að gerast vegna þess að jörðin er að fara í gegnum gífurlegar breytingar og hluti þeirra breytinga er efnahags ástandið. Þið ættuð samt ekki að hræðast þetta. Við breytingar verða alltaf framfarir, það gamla mun víkja og það nýja mun koma inn. Þið getið ekki sagt því að fara í burtu þegar það hefur hafist. Eins og skógareldar hreinsa landið svo að nýr gróður geti vaxið, þannig að það sem er að gerast núna er tími nýrrar grósku. Allir eru að taka þátt í þeim vexti, engin getur ásakað einhvern einn fyrir það sem er að gerast.

Margt hefur verið rætt um dagatala Mayana og heimsendi árið 2012. Já, það er endir á þeim heimi sem við þekkjum í dag sérstaklega þeim efnahagslega, en það er líka upphafið af algjörlega nýju kerfi fyrir framtíð jarðarinnar.

Það er áhugavert að einn af frambjóðendum forsetakosninganna í Bandaríkjunum Barack Obama, hefur Chiron í fyrsta húsi í fæðingarkorti sínu. Margir furða sig á orku hans og af hverju hann er svona öðruvísi. Það er vegna þess hvar Chironin hans er. Hann hefur tekist á við sinn fyrri ótta og áhyggjur (demons) ( eins og hann hefur marg sagt) eins og er í tilfelli Chironsins, særða heilarans, þá er hann tilbúinn að aðstoða heiminn vegna þjáninga þeirra sem þar eru. Hvort sem hann verður kosinn sem forseti eða ekki og það er enn einu sinni opið vegna vals þeirra sem hafa kosningarétt, þá hefur í raun ekkert af hæfileikum þessa manns komið í ljós ennþá.

Óttist ekki breytingar. Ótti mun aðeins hindra orkuflæði góðrar orku í því að komast inn í orkuna ykkar. Fagnið því, vegna þess að því er ætlað að koma með algjörlega nýja orku á jörðina, töluvert öðruvísi en nokkur hefur áður upplifað. Því minni ótta sem þið hafið því auðveldara verður að samlagast orkunni og færast til betri lífshátta.

Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur