Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fegurð

 

11. ágúst 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Ég hef oft talað um það að fólk hafi mismunandi tíðni. Ég skrifa núna um fegurð og þá er ég að meina innri fegurð. Margar sálir á jörðinni hafa áhyggjur af útliti sínu - hvort þær hafi fullkominn líkama, fagurt vaxtarlag, of margar hrukkur o.s.frv  - þetta á jafnt við um karla og konur. Þau eiga oft erfitt með að sjá fegurðina sem er hið innra, fegurð sálarinnar.

Þegar þið eruð sátt og ánægð með ykkur sjálf, þá hafið þið ekki áhyggjur af hversdagslegum hlutum. Líkaminn sem þið hafið er aðeins að láni fyrir þetta líf og þið hafið valið þennan líkama. Líkamslögun, andlitsfall og útlit er allt til komið vegna erfða frá fjölmörgum forfeðrum og formæðrum. Sálin ykkar er hins vegar ekki komin til vegna erfða, hún er algjörlega ykkar, samansett úr ykkar eigin lærdómi, reynslu og þroska á andlega sviðinu. Þegar sálin ykkar er sátt, þá eruð þið sátt. Það birtir sig eins og fallegur ljómi utan um líkamann, það skiptir ekki máli hvernig þið „lítið út.“  Þeir sem horfa á ykkur sjá ásjónu Guðs.

Miðillinn minn, var oft miður sín vegna þess að hún er í yfirþyngd. Hún var einu sinni mjög grönn, en þegar hún fór að þroskast þá þyngdist hún. Ég hef frætt hana á því að hún gæti ekki tekið inn orkuna frá andlega heiminum ef hún hefði ekki einhvers konar öryggisvernd. Sem betur fer, hefur hún látið af þeirri löngun sinni að vera, „falleg“ hið ytra en hefur þess í stað orðið falleg hið innra eftir að hún hækkaði tíðnina sína.

Eftir því sem þið opnið meira fyrir ást og hina guðlegu orku, því meira sem þið takist á við hindranir ykkar og ótta, því auðveldara verður fyrir ykkur að vera fallegir miðlar fyrir hið guðlega ljós - hið gullna, fallega ljós Guðs, eða hina guðlegu sál. Fegurðin skín þá innan frá og út. Það tekur engin eftir hinu ytra vegna innri fegurðar.  Allir sem koma inn í orkuna ykkar sjá fegurðina og hætta að horfa á ytri umgjörðina. Þeir sjá ekki bogna nefið ykkar, aukakílóin á líkamanum, húðlýtin eða hvað það nú er sem þið teljið vera galla. Það eina sem þeir sjá er fegurð hinnar guðlegu sálar, eða Guð. Langanir um fegurð er löngun sjálfsins. Þegar þið komist yfir þessa löngun, þegar æðra sjálfið hefur komist að til þess að  takast á við takmarkanir ykkar - hindranir, ótta, þrár, efa og óöryggi - þá getið þið skinið innan frá og það eina sem skín út er fagurt, gullið ljós sem síðan verður geislandi.

Fegurðin er ekki hið ytra. Það er bara sjálfið sem lítur þannig á málin og kvartar. Fegurð er hið innra og þegar henni er leyft að skína og birtast, þá getur það orðið falleg orka að sjá og spegla fyrir aðra.

Maitreya.

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur