Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Gerðu það núna!


8. mars 2009

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Fólk heldur oft að miðillinn minn sé gallalaus og án lasta, þetta gæti ekki verið fjarri sanni því að í mörgum fyrri lífum, lauk hún ekki lífs lexíunum sínum og leyfði sjálfinu að stjórna sér. Áður en hún sneri aftur til jarðarinnar í þessu lífi þá bað hún um að koma aftur og vera frædd um egóið/sjálfið með aðstoð meistara og að öðlast kraft til þess að takast á við óttann.Það var ákveðið að hún myndi vinna í nánu samstarfi við mig þar sem hún hafði innsæis hæfileika mjög ofarlega í sálarminninu og í fyrri lífum hafði hún verið að nota þá, þó það væri ekki alltaf á þann hátt sem því var ætlað. Hún gaf mér eigi að síður leyfi til þess að kenna sér og að hækka tíðni sína/vitund í gegnum þá kennslu.

Ég hóf þetta verkefni árið 1992. Fyrir þann tíma var hún að vinna með annarri orku, mjög hæfileikaríkri orku, þekktri sem Argosi, hann var ekki búinn að öðlast meistara tign, en starfaði í nánu samstarfi við meistarann Hilarion sem aðstoðar sálir sem vilja koma aftur til þess að læra að losna við óttann sinn. Mikill ótti hafði verið upprættur þegar ég kom inn í líf hennar, en það var óttinn í sambandi við innsæist vinnu hennar. Hún átti enn eftir að læra margt í sambandi við að takast á við óttann við að koma fram á opinberum vettvangi - að taka gagnrýni - hún átti í erfiðleikum með að hafa stjórn á tilfinninga líkama sínum og að vera ekki dómhörð og gagnrýnin. Hún vissi eigi að síður að hún þyrfti að læra og hún tók verkefninu mjög alvarlega.

Á þeim árum sem ég hef verið með henni, hefur stundum verið nauðsynlegt að láta hana vita að til þess að starfa með okkur væri hegðun hennar ekki talin vera við hæfi. Ég sagði henni í upphafi að það sé aðeins einn vinnuveitanda, það sé orkan mín. Ég sagði henni líka að til þess að vinna með mér, þyrfti hún að fylgja innsæi sínu og því sem henni væri gefið. Til allrar hamingju gerði hún þetta og það gerði okkur kleift að hafa vinnuna  á því stigi sem hún er í dag.

Eigi að síður komu þær stundir þar sem ég þurfti að ræða við hana um hegðun hennar, sérstaklega þegar hún dæmdi eða gerði athugasemdir um aðra eða þegar hún lauk ekki verkefni á tilskildum tíma. Í eitt skiptið gerðum við boð um að hún sendi fax á sjónvarpstöð, þar sem við vissum að þegar hún myndi senda það þá væri rétti aðilinn við faxvélina til þess að taka á móti því og finna Margareti stað í sjónvarps útsendingunni. Hún lauk við að skrifa miðlunina og rétti manninum sínum hana til þess að senda hana og hugsaði síðan ekki meira um það, en gerði ekkert á þeirri stundu til þess að tryggja að það yrði sent. Nokkrum dögum síðar spurðum við hvort þetta hefði verið sent því ekkert sjónvarps viðtal var í vændum. Hún komst að því að eiginmaður hennar hafði sett það í bakkann sinn og hafði ekki sent þetta, hann ætlaði að senda það en hafði gleymt því. Við töluðum við hana af ástúð en með festu um það hversu mikilvægt það væri að gera hlutina sjálf og ekki láta aðra sjá um það, þar sem aðrir eru oft uppteknir og gleyma því sem þarf að gera.

Oft er stjörnufræðileg tímasetning mikilvæg og ef ekki er tekist á við aðstæður eða málefni, þá er tímasetningin ekki rétt eða pláneturnar eru ekki í réttri afstöðu. Áður fyrr, fór hún í uppnámi þegar við ræddum þessa hluti við hana og ávíttum hana af ástúð, en það var nauðsynlegt til þess að hún lærði og til þess að aga hana. Hún hefði fengið það sama frá vinnuveitanda sínum ef hún hefði verið að vinna í fyrirtæki á jörðinni.

Hún hefur lært að gera hlutina þegar við biðjum um það. Þó var það nýlega sem hún var beðin um að gera svolítið en gerði það ekki. Það var margt sem mælti gegn því, en samt var nauðsynlegt að segja henni það aftur að þetta væri ekki nógu gott og til þess að minna hana aftur á hversu brýnt væri að gera hlutina þegar beðið væri um það. Í þetta sinn var hún fær um að sjá aðstæður og þó að hún hafi haft áhyggjur vegna þess að hún hafði ekki lokið verkefninu, þá var hún fær um að vera í æðra sjálfinu og fara ekki í uppnám.  

Þegar þú vinnur með okkur, þá þarft þú ekki að skammast þín fyrir að játa að þú hafir gert mistök. Þú þarft ekki að óttast að fá athugasemd sem við þurfum að segja. Þú verður að átta þig á því að við erum ekki að reyna að meiða eða skaða þig á nokkurn hátt, en við erum að reyna að hjálpa þér. Við biðjum þig ekki um að vera fullkomin/n, en rétt eins og með fax aðstæðurnar, þá glatast stundum tækifæri vegna þess að þú fylgir ekki skipunum þínum.

Við höfum verið mjög lánsöm að hafa haft miðil sem er fús til að læra og  er tilbúinn til þess að takast á við óttann. Mest af ótta hennar var lítilmótlegur- með öðrum orðum hann var rétt fyrir framan hana en hún þurfti að takast á við hann. Hún gat ekki hlaupist á brott þrátt fyrir að sjálfinu hennar langaði til þess. Umfram allt þá hlustaði hún á okkur. Þó að það kæmi oft upp að þeir sem voru í kringum hana vildi ekki hlusta og það kostaði átök. En meirihluta vinnu okkar var lokið á réttum tíma.

Það er ekki auðvelt að gefa upp vilja sinn. Sjálfið elskar að hafa stjórnina og í gegnum árin höfum við fundið leiðir til þess að halda sjálfinu uppteknu. Það eru núna komin 16 ár síðan við byrjuðum að vinna saman. Sem betur fer, þarf ekki lengur að segja henni þegar hlutirnir eru ekki réttir eins og þurfti að gera áður. Eigi að síður veit hún að það getur ennþá gerst, en hún viðurkennir að hún sé ekki - og verði aldrei - fullkomin því lífið á jörðinni getur aldrei orðið þannig á meðan sjálfið er þar. Eigi að síður, þegar maður hefur einu sinni sigrast á sjálfinu og lærir að stjórna því og vinna með æðra sjálfinu þá verður lífið mun auðveldara.

Miðillinn minn á ennþá langt í land, við höfum ekki ennþá hafið okkar sanna samstarf. En ef þú ætlar að vinna með meistara kennara og telur að það sé í áætlun þinni að gera það, þá máttu vita að það er aðeins einn stjórnandi - ef þú getur sagt sem svo - og það er ekki þú!

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur