Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hvað gerist þegar þið biðjið III ?

 

7. júní 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Og svo lokabréf mitt um bænir.  Hvað gerist þegar þið biðjið um eitthvað persónulegt, svo sem ákveðna bók, eða að finna kennara? Það er þá sem leiðbeinendur og hjálpendur  koma til sögunnar til þess að hjálpa andlega leiðbeinanda ykkar.  Leiðbeinandi  ykkar veit um heildar uppstillingu sálna sem bíða eftir að vinna og aðstoða á þann besta máta sem þær kunna.

Þegar beiðni hefur verið send út, þá eru útsendarar sendir af stað til þess að leita að því sem um var beðið. Eins og þið vitið, þá getur þetta tekið nokkurn tíma, en það mun birtast. Stundum, þarf að flytja hlut frá einum staða til annars. Þetta gerist ekki oft vegna þess að það útheimtir alveg gríðarlega orku, en það er mögulegt.

Þegar hluturinn er fundinn, segjum að þið hafið beðið um ákveðna bók. Þá mun ykkur vera sagt það í svefni hvar hægt er að nálgast hana. Þegar þið eruð vakandi og á næstu dögum munið þið hafa það á tilfinningunni að fara á ákveðin stað, eða hafa samband við ákveðna manneskju og með því að gera það munið þið finna það sem þið voruð að leita að.  Það gæti verið að þið opnuðuð bók og svarið við spurningu ykkar gæti verið þar.

Það gæti verið að einhver kæmi inn í orkuna ykkar sem útvegaði ykkur það sem ykkur vantar. Við vinnum mjög ötullega að því að finna það fyrir ykkur. Stundum geta liðið mörg ár áður en hlutur finnst. Fyrir mörgum árum bað miðilinn minn um ákveðna bók, þetta var mjög sjaldgæf bók um andleg málefni, en þó að það tæki þrjú ár, þá tókst okkur að finna eitt eintak fyrir hana og hún á þá bók núna. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að uppfylla óskir ykkar og þrár. Ef það er á jörðinni þá getum við að lokum útvegað það.

Það er meira í bænum en margir halda. Ég hef ekki ennþá fjallað um það allt, en vonandi hef ég gefið ykkur innsýn í það hvað gerist þegar þið biðjið.

Maitreya

 

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur