Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hvað gerist þegar þið biðjið?

 

3. júní 2004

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Margar milljónir manna biðja á hverjum degi,  samt vita mörg ykkar ekki hvað gerist þegar þið biðjið. Fyrst og fremst, leyfið mér að gera ykkur grein fyrir að þið þurfið að biðja til þess að öðlast. Það er mjög mikilvægt. Þið megið ekki gera ráð fyrir að við vitum hvað þið þurfið, við vitum það ekki fyrr en þið biðjið. Við getum ekki unnið að því fyrr en þið hafið sagt frá því.

Tökum dæmi, hvað ef þið biðjið um hjálp til þess að komast í gegnum prófin ykkar. Nú, við getum það, en bara ef þið setjið rétt magn af orku í það. Ef þið vinnið ekki að náminu, eða þið hafið of mikið af öðrum verkefnum sem þið takið framyfir námið, þá getum við ekki aðstoðað ykkur. Ég hef oft sagt að það eru engir töfravendir. Allt er undir því komið hversu mikla orku ÞIÐ leggið í það sem þið ætlið að ná fram.

Þarna eru þeir sem biðja fyrir lífi ástvina sinna. Ef það er í áætlun manneskjunnar eða hún er búin að velja að yfirgefa jörðina og snúa aftur til andlega heimsins, þá er það HENNAR val, við getum ekkert gert sem getur breytt því. Við getum eigi að síður hjálpað henni með umskiptin. Hvað um þá sem biðja um heilunaraðstoð fyrir líkama sinn, huga og sál? Við heyrum bænir ykkar eins og við heyrum allar ykkar bænir, en eigi að síður, ef hugurinn treystir ekki andlegri orku, þá, enn og aftur, við getum sent orkuna, hún er ekki til einskis ef hún er ekki notuð, en hún nær ekki að vinna það verk sem henni var ætlað að vinna. Við hlustum á bænir ykkar, ó já, á alla þá sem hafa beðið, eða eru að biðja, við heyrum til ykkar, en þið verðið að vera meðvituð um hvað gerist okkar megin.

Trúið mér, það er svo sorglegt að sjá orkuna sem við sendum ykkur, vera ónotaða vegna þess að þið eruð svo upptekin í lífinu, eða þá að þið trúið ekki á það andlega. Bara smá traust mun koma heilunar ferlinu í gang. Já, það eru sumir sem hafa enga trú á þessu en ná samt heilsu aftur, það er vegna þess að þó að þeir trúi ekki meðvitað, venjulega vegna fjölskyldu eða utanað komandi þrýstings, þá trúa þeir í undirmeðvitundinni en geta ekki sagt neinum frá því. Það er margt við bænir, ekki bara það hvernig þið biðjið þær. Ég mun reyna að koma með meiri útskýringar um bænir í næsta bréfi.


Maitreya

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur