Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Lífið er of stutt!

 

1. september  2002

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Lífið er of stutt til þess að halda í gremju og reiði. Mannfólkið hefur lært að halda í allt, fortíðina, fötin, hluti á heimilinu og gremju.  Í blekkingunni sem er á jörðinni getur það ekki séð að þetta er orsök margs sem er ekki rétt. Það áttar sig ekki á því að ef gremjan er ekki losuð út, ef reiðinni er haldið innan sálarinnar og ekki losuð, þá mun sálin þurfa að koma aftur í annað líf.

Hvílík sóun á orku! Fólk tekur ákvarðanir og vegna þess  vals, breytist  lífið stöðugt. En á sama tíma er mannfólkið í uppnámi vegna þessara breytinga, vegna þess að fólk tekur ákvarðanir sem henta þeim ekki. Þetta er þó lífið. Ef maður heldur áfram og gefur aðstæðum enga orku, þá mun finnast önnur lausn. 

Það er ótti sem skapar ástandið, og þegar maður hættir að óttast, þá getur alheimurinn komið með aðra lausn, aðrar aðstæður. Það er eitthvað sem mannfólkið þarf að læra ef það ætlar að halda áfram.

Ekki eyða tíma í að halda í gremju og  reiði. Það er bara sóun á orku og tíma! Hugsið ykkur bara hvað þið getur gert með þeirri orku! Notað neikvæðu orkuna til þess að skapa þá jákvæðu hluti sem þið þarfnist í lífinu. Notið það til þess að framkalla hluti. Því fyrr sem þið gerir það og sleppið neikvæðni í lífi ykkar, því fyrr getið þið öðlast auðlegð og hamingju!

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur