Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Líknardráp

 

3. júní 2003

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Það hafa orðið miklar deilur á undanförnum árum um líknardráp, um það að binda enda á sitt eigið líf, til þess að ljúka áralöngum sársauka og þjáningu. Þetta er í rauninni umdeilt efni. Ég vil skýra sjónarmið okkar í andlega heiminum um þetta efni.

Hver sál velur lífskeið sitt og kringumstæður áður en hún fæðist. Þegar þið eruð að gera það, þá spyrjum við: „heldur þú að þetta ástand gæti orðið of erfitt fyrir þig?” Oftast nær er svarið „nei.” Þegar þið komið til jarðarinnar til þess að hefja lífið, þá er það ekki fyrr en þið upplifið óþægindi þeirra aðstæðna sem þið hafið valið ykkur, að ykkur finnst það stundum vera of mikið og ykkur finnst þið verða að snúa heim. Þið getið haldið að þar með sé lífi ykkar lokið, en það er ekki þannig. Segjum að þið hafið kosið að lifa fram að 85 ára aldri en þið snúið fyrr heim vegna ykkar eigin gjörða (fremjið sjálfsmorð) þegar þið eruð 70 ára. Vegna útistandandi samnings ykkar sem þið völduð fyrir fæðingu þá eigið þið ennþá eftir 15 ára reynslutíma á jörðinni. Þið verðið að snúa aftur til jarðarinnar vegna þessara 15 ára sem þið eigið eftir. Eftir þann tíma munið þið snúa heim og samningnum er lokið. ÞIÐ kjósið aðstæðurnar, landið sem þið fæðist í, foreldrana o.s.frv. við gerum ekkert annað en að ráðleggja ykkur. Þið eruð skaparar hvers lífs sem þið eigið.

Ef þið hafið einhvern tímann undrast af hverju sálir koma til jarðarinnar og lifa aðeins stuttan tíma, stundum bara nokkra daga, þá er það vegna þess að þær eru að ljúka við lífsreynslu. Þegar þeirri lífsreynslu er lokið þá geta þær snúið heim.

ÞIÐ takið ákvörðunina um það hvort þið dveljið áfram eða snúið heim. Þið eruð eins og ég sagði áður, skaparar ykkar eigin raunveruleika. YKKUR ER EKKI REFSAÐ AF ÞVÍ AÐ ÞIÐ VELJIÐ AÐ FARA SNEMMA HEIM. Samt sem áður ef þið veljið t.d. að fá krabbamein og deyja úr þeim sjúkdómi, en vegna þess að þið takið líf ykkar áður en þið deyið úr því, þá munið þið snúa til jarðarinnar til að klára tímann sem þið eigið eftir.  Þið þurfið að klára að uppfylla samninginn. Það er þó annað fólk sem hjálpar ykkur að fara í gegnum það líf og kannski er staðurinn annar.  Lexíurnar sem þið hafið kosið og ekki klárað eru þarna ennþá. Engin ætti að gagnrýna það sem þið VÖLDUÐ.  Hvert ykkar er fætt með frjálsan vilja og þið getið hvenær sem er notfært ykkur þann frjálsa vilja. Aðrir hafa ekki þinn sársauka, þinn skort á hæfilegu álagi í lífinu, hvernig geta þeir þá vitað hvernig þér líður. Oftast gerist það þegar þið snúið snemma heim að við bendum ykkur á að við höfðum áður sagt ykkur að þessi hluti lífs ykkar myndi verða of erfiður, það er það eina sem við gerum og við dæmum ykkur vissulega ekki. Eftir stutta hvíld snúið þið aftur til þess að ljúka við samninginn.

Fyrir þá sem lesa þetta og eru ósammála þessu, kannski einn daginn, munt þú fá krabbamein, eða sjúkdóm sem orsakar rosalegar þjáningar og það er ekki fyrr en þá sem þú verður fær um að skilja líf þeirra sem hafa kosið þessar lexíur í lífinu sínu. Í Biblíunni segir: „Dæmið ekki svo þið verðið ekki dæmd.” Dæmið engan, þetta er þeirra val.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Ýmislegt

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur