Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Hugarorka

 

1.janúar 2010

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Spurning frá áhorfanda sem biður meistarann um að svara eftirfarandi spurningu.

Spurning: Mér er alltaf sagt að það sem við sem störfum fyrir andlega sviðið, s.s. heilarar og þess háttar séum að hjálpa fólki að losa um orku. Við erum alltaf að tala um orkustíflur.  Ég er viss um að það er, á þennan hátt sem við getum áttað okkur á hugtakinu. Hvernig getur orka verið stöðnuð? Þar sem ég horfi á þetta með takmarkaðri yfirsýn manneskju, þá get ég bara séð þetta út frá einni leið og það er út frá sameindum sem verða yfirfullar og geta ekki hreyfst. Stangast það ekki á við lögmál alheimsins, þar sem allt er á hreyfingu? Þegar eitthvað er staðnað, þýðir það að það stendur kyrrt, en víbrar ennþá? Allt sem ég hef lesið, lært og heyrt um er um að  losa um blokkeringar og hækka tíðnisvið okkar. Orðið hækka er líka orð í efnisheimi. Hvernig er tíðnin hækkuð í raun og veru?

Svar: Þú spyrð um orkustöðnun, hvernig orkan staðni, og hvernig það hafi áhrif á orkustöðvar. Sérhver hugsun verður að einhverju. Frá því andartaki sem hún er hugsuð, þá verður hún að veruleika. Í hvert skipti sem þú hugsar - hvort sem það er gott eða slæmt – þá býrðu um leið til raunveruleika. Þú skapar hugsun um eitthvað eða einhvern. Þessari hugsun er ætlað að raungerast. Ef það gerist ekki, þá fer hún aftur inn á við, en það þýðir ekki að hún fari aftur til baka þaðan sem hún kom upphaflega, vegna þess að hún hefur verið búin til og það er ekki hægt að eyða henni. Svo að hún fer inn í eterinn (áruna ) og stoppar þar – óhreyfð, kyrr,  og bíður þar –þangað til hún verður notuð.  

Ef hún er ekki notuð (sem oftast er raunin), þá verður hún að staðnaðri neikvæðri orku. Þessi neikvæða orka síast inn í árulíkamann og að lokum (vegna þess að hún er ekki að fara neitt) þá verður hún að stöðnuðu efni. Þetta efni ferðast síðan til ákveðinna hluta líkamans og vegna þess að það er eterískt,  þá safnast það í orkustöðvarnar og fer þá að hafa áhrif á líkamann.

Oft hugsar þú til einhvers. Þú veist að þú vilt segja eitthvað, en getur ekki sagt það. Þú býrð þá til orku (hugsun) blokkeringu í hálsstöðinni. Kannski óttast þú að opna dyrnar að þínum andlega hluta. Þú hugsar um það en gerir ekkert í því. Þannig býrð þú  til orku (hugsun) blokkeringu í þriðja augað eða krúnustöðina.

Svo dæmi sé tekið um tvö svæði sem hindranir myndast í:  Vegna þess að það er ekki hægt að sjá þetta þá er það þarna allt lífið - oft í mörgum lífum – það verður meiri og meiri reiði vegna þess að þetta getur ekki hreyfst úr stað. Þú hefur stoppað það með því að gera ekkert í því að leyfa hinni sköpuðu orku að flæða. Hún snýst þá innávið til þess að reyna að komast aftur til þess sem skapaði hana. En hún getur það ekki vegna þess að það er ekki hægt. Það er af hinu andlega, ekki hinu líkamlega, og það þarf andlegan farveg til þess að losa um hana. Hún hefur verið búin til, þú getur ekki umbreytt henni nema með andlegri heilun eða guðlegri íhlutun af einhverju tagi, svo sem bæn. Öll hugsun er orka, og öll orka verður að halda áfram. Það er alveg eins og með sæði karla sem hefur aðeins einn tilgang - og það er að frjóvga kvenkynið – þannig er með orku sem er hugsuð að hún hefur aðeins einn tilgang og það er að skapa það sem hefur verið hugsað. Neikvæðar hugsanir mun skapa neikvæðan veruleika, jákvæðar hugsanir mun skapa jákvæðan veruleika.

Það er svona sem hindranir verða til. Aðeins guðleg orka frá andlega sviðinu getur leyst upp þessar blokkeringar. Með því að sjá um það sjálf/ur að ná í þá orku  (ef þú ert ekki of blokkeruð/aður af neikvæðri orku eða í gegnum einhvern annan, svo sem heilara) kraftur andlegrar orku getur (ef það er réttur miðill fyrir þá orku) breytt orku blokkeringum og dreift henni þar til hún fer í raun aftur þangað sem hún kom frá, það er að segja til alheimsorkunnar. Leysa upp þessa stöðnuðu, neikvæðu orku og leyfa síðan andlega líkamanum að víbra á hærra sviði (tíðni) sveiflu.

 

Maitreya

 

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur