Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig
Skilyrðing

12. maí 2009

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy


Ég heyri fólk oft segja: "Ó, ég hef losað mig við skilyrðingar mínar," og samt ert þú ekki búin að því. Þú sérð að skilyrðing er ekki bara það sem hefur verið troðið upp á þig af foreldrum, vinum og öðrum. Þetta er einnig það sem þú trúir í undirvitundinni.

Í öllum ykkar lífum hefur verið alið á því hvað var rétt og hvað var rangt. Mjög sjaldan hafið þið verið fær um að taka ákvarðanir fyrir ykkur sjálf. Það er kallað skilyrðing. Það var alið á því við ykkur frá því augnabliki sem þið voruð fær  um að hafa samskipti og sennilega er ennþá alið á því við ykkur á einn eða annan hátt. Þegar þú ert orðin fullorðin, þá munt þú hafa tekið við mörgum undirvitundar skilyrðingum sem þú varðs ekki vör/var við einfaldlega með því að hlusta ómeðvitað á þá sem eru í kringum þig, sérstaklega foreldra þína og forráðamenn.

Ég varð miður mín einn daginn þegar ég var úti með miðlinum mínum þegar ég heyrði konu kalla til dóttur sinnar á mjög lítillækkandi hátt. Þegar dóttir hennar svarað ekki kalli hennar vegna þess að hún var í sínum eigin litla heimi, þá kallaði móðirin hana "heyrnarlausa." Barnið getur hafa verið kallað þetta mörgum sinnum vegna þess að hún brást þegar í stað við þessu kalli. Hún mun ekki gera sér grein fyrir mikilvægi slíks nafns fyrr en hún verður eldri, og þá er tjónið þá þegar orðið. Barnið er ekki meðvitað um að hún er gerð að athlægi, og samt er það þannig að í hvert sinn sem hún er kölluð þessu nafni (raunverulegt nafn hennar er Lucy, vel á minnst), að það fer inn í undirvitundar huga hennar. Móðir hennar er mjög pirruð kona, og það er mjög líklegt að vegna þess að hún er mikið í kringum móður sína – takandi við allri orku móður sinnar - að hún mun einnig taka við æsingi hennar. Þó mun hún ekki vera meðvituð um það vegna þess að það er gert á sviði undirvitundar. Það er mögulegt að þú getir í raun orðið þín eigin móðir, faðir, eða forráðamaður vegna þess að hugsana ferli þeirra hefur orðið þitt, ótti þeirra verður þinn, neikvæðni þeirra verður þín.

Skilyrðing er gróin djúpt inn, hún skapast vegna þess að sálir geta ekki, og er oft ekki leyft að vera sinn eigin persónuleiki, taka eigin ákvarðanir og gera það sem þær vilja. Þegar þú hefur möguleika á að gera þetta og gerir það í raun og veru, þá finnur þú sál án skilyrðingar, sál sem er raunverulega í takt við alheiminn.

Það er yndislegt að hreinsa alla skilyrðingu frá sálinni. En hvað um allan undirmeðvitundar óttann, efann o.þ.h. sem hefur verið settur í undirmeðvitundina? Það er það sem þú þarft að vera meðvituð/aður um. Þegar þú verður meðvituð/aður um það, þá getur þú sannarlega orðið sú persóna sem þú ert.


Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim


 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur