Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Tilfinninga líkaminn

 

12. desember 2006

Skilaboð frá  Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Þið ykkar sem eruð á andlegu leiðinni, þið sem hafa valið að þræða leið andlegs þroska, lífið getur orðið mjög erfitt þegar maður verður meðvitaður um tilfinninga líkamann og hvernig hann getur spilað inn í andlegu leiðina. Aðal tilgangur þess að vera á andlegu leiðinni er að sleppa og losna frá tilfinninga líkamanum. Það er tilfinninga líkaminn sem sjálfið hangir á, það heldur í óttann, efann, öfundina, reiðina, græðgina og þess háttar tilfinningar. Þið eruð oft ómeðvituð um að þetta er að gerast, að sjálfið hangi á þessum tilfinningum. Þegar þið horfist í augu við óttann og öll ykkar tilfinninga vandamál, sem oft eru geymd orka frá öðrum lífum,  þá hefur sjálfið minna og minna til þess að halda í og æðra sjálfið getur þá orðið miklu stærra aflí lífi ykkar.

Það er ekki auðvelt að gera þetta vegna þess að jörðin er alfarið staður tilfinninga, frá því drama sem þið horfið á í sjónvarpinu, til þess drama sem þið leyfið að ráða yfir og stjórna lífi ykkar. Þegar tilfinninga líkaminn hefur verið hreinsaður, þá er ekki bara hægt að sjá í gegnum blekkingu jarðarinnar, það getur líka orðið til þess að innsæið verður miklu meira en áður.

Það er svo miklar deilur núna í Mið-Austurlöndum vegna tilfinninga. Reiðin og óttinn er svo mikill að maður efast um að það leysist nokkurn tímann. Já, það er hægt að leysa þetta en það er ekki fyrr en mannkynið gerir sér grein fyrir því að það eru tilfinningarnar sem eru ástæðan fyrir vandamálinu og það losar sig út úr þeim. En hver verður fyrstur að gefa eftir? Sjálfið er ákveðið að fara sínar eigin leiðir, til þess að réttalæta sig og endurgreiða auga fyrir auga. Það að sleppa tilfinninga líkamanum er ekki auðvelt því það felur í sér að horfast í augu við vandamál og rótgróinn sársauka. Oft er þessi sársauki svo djúpstæður að það er ekki einu sinni hægt að finna fyrir honum.

Margar sálir á jörðinni gera sér aldrei grein fyrir því að þær hafi tilfinninga líkama. Eigi að síður er það þessi orka sem er orsök allra átaka og deilna á jörðinni í dag. Hvað gerist þegar maður leysir tilfinningarnar upp? Þá sér maður í gegnum blekkingu jarðarinnar, maður fær aðgang að meiri orku í það sem maður óskar eftir að setja hana í og þið eruð ekki lengur reið, gráðug, óttaslegin, eða öfundsjúk o.s.frv. Þegar þessi orka er ekki lengur til staðar þá er meiri orka til að skapa og meiri orka til þess að vinna á andlegu brautinni og maður getur orðið mjög áhrifaríkur og öflugur orkugjafi sem heilari, orkulesari, eða miðill. Þegar hindranir tilfinninga líkamans hafa verið losaðar þá er heimurinn ykkar og svo er mögulegt að gera svo margt með orkuna sem þið eruð ekki lengur að nota innan tilfinninga líkamans.

Hvernig sleppir maður, get ég heyrt ykkur spyrja? Horfist í augu við óttann, sleppið reiðinni, öfundinni o.s.frv. sleppið og gefið því enga orku. Það er fyrsta skrefið. Þegar þið hafið gert það þá mun alheimurinn leiða og leiðbeina ykkur að næsta skrefi.

Maitreya.

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur