Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

VerndargripirSkilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElory

Í okkar heimi erum við undrandi á þeirri staðreynd að mörg ykkar berið verndargripi á ykkur, í daglegu lífi. Þrátt fyrir að í gegnum söguna hafi verið mikil trú á þessum hlutum, þá veita þeir í raun hvorki vörn né færa ykkur heppni. Ef maður trúir hins vegar að þeir geri það, þá gera þeir það. Í aldaraðir hefur mannkynið borið krossa, verndargripi, og annars konar hluti til verndar, alls kyns hluti, meðal annars hluti sem eiga að færa heppni. Þessir hlutir eru búnir til vegna ótta annarra eða vegna skilyrðingar frá foreldrum, fjölskyldu, vinum, eða jafnvel kirkjunum. Þú ert skapari þíns eigin veruleika og þú getur haft vörn og getu til að búa hana til ef þú trúir bara að það muni gerast. Þetta mun taka langan tíma hjá sumum vegna þess að það er ekki búið að losa þessar skoðanir út, innst í undirvitundinni. Þannig að  jafnvel þó að þeir trúi og staðfesti, þá getur það tekið tíma að gerast. Aðrir  munu finna það gerast mjög hratt vegna þess að þeir hafa losað út ótta og neikvæð viðhorf úr undirvitundinni. Verndargripir breyta engu hvort sem þeir eru gerðir úr tré, málmi eða öðrum efnum. Það ert bara þú sem getur verið skapari þinnar eigin heppni eða verndar.  

Miklum fjármunum er varið í verndargripi þegar raunin er sú að þú segir bara hvað þú vilt að gerist og með því að trúa því þá mun það skapandi ferli fara í gang. Ert þú með verndargrip eða aðra hluti til þess að vernda þig eða gerir þér kleift að öðlast heppni? Ef svarið er „já,“ taktu hann þá af þér og fylgstu með hvernig óttinn skapast innra með þér þegar þessi hlutur er ekki lengur til staðar. Þú þarft ekki að vernda þig. Þú ert alltaf varinn nema að þú trúir öðru. Það er ekkert illt að óttast, nema það sem þú trúir og skapar. Láttu af ótta og efa og opnaðu dyrnar að nýju upphafi í lífi þínu þar það er bara staðfesting þín sem verður segull fyrir allt sem þú þarfnast.

Maitreya.

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur