Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Uppáþrengjandi viðmót

 

6. júlí 2003

Skilaboð frá Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Eitt af því sem ég er oft spurður um er um sálirnar sem í gegnum trúarbrögð eða á einhvern annan hátt reyna að þröngva trú sinni upp á aðra. Þeim finnst einhvern vegin að þau verði að innræta öðrum sína trú, svo að aðrir fara að hugsa eins og þau. Hvert ykkar hefur sitt eigið sálar tákn, það er einstakt að því leyti að engar tvær sálir hafa sama táknið. Hugsið ykkur allar sálirnar á jörðinni og að engar tvær eru eins. Hversu máttugur er máttur hins guðlega anda sem margir kalla Guð. Hvert ykkar hefur sína sérstöku sálartíðni og þannig er ykkur frjálst að hafa frjálsan vilja yfir eigin hugsunum og skoðunum.

Það er mikilvægt að þið fylgið ykkar eigin sannfæringu með tilliti til ykkar lífs. Þið getið ef þið viljið leitað ráða hjá stjörnuspekingi til þess að aðstoða ykkur við valið, en jafnvel þó að sál sé fær um að aðstoða ykkur, þá getur hún ekki sagt ykkur hvað á að gera. Þið verðið að taka þá ákvörðun sjálf. Hún verður að byggja á ykkar eigin sannfæringu. Margar sálir eru hræddar við að taka eigin ákvarðanir vegna ótta við mistök, þrátt fyrir að það sé hægt að læra af reynslunni. Engin sál hefur rétt til þess að segja hvað sé rétt og hvað sé rangt. Aðeins sú orka sem er þekkt sem Guð getur gert það, en jafnvel Guð dæmir ekki, heldur sýnir ykkur blíðlega hvar þið hafið valið ranga leið, eða tekið ranga ákvörðun.

Ef sál segir að þið verðið að gerast grænmetisætur, hætta þeim ávana sem þið hafið, breyta því hvernig þið gerið hlutina, breyta því sem þið trúið, þá er hún að dæma ykkur.

Hver sál hefur sinn lærdóm að læra, sína eigin lífsreynslu. Hver sál lærir á þann hátt sem hún hefur valið í frumáætlun sinni, ekkert getur breytt því. Finndu vellíðan í sérstöðu þinni og vertu stolt/ur af því að þú ert öðruvísi, ekki fylgja hjörðinni, vertu frekar sál sem stendur fyrir utan og nýtur þess frelsis að tala og hugsa.



Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur