Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Blómadropar

 

 

ÞrenningarfjólaBlómadropar eru algjörlega náttúrulegir.

Það er hægt að nota blómadropa á mismunandi vegu. Það er hægt að taka þá beint undir tunguna, eða í munninn. Það er hægt að setja þá í drykki í flösku, eða glas. Það er hægt að láta þá falla beint á líkamann eða bera þá á ákveðin svæði. Það má setja þá á opið sár því þeir eru geymdir á koníaki. Það má setja þá í baðvatn, eða búa til bakstra úr þeim.

Ef einhver meiðir sig þá er hægt að setja nokkra dropa í volgt vatn og bleyta grisju í vatninu og vefja henni um bólgu eða sár. Ef maður hefur sársauka einhvers staðar t.d. í hjartastöðinni eða sólarplexus þá má nota sömu aðferð með bökstrum eða láta dropa falla á beint á þessar orkustöðvar.

Droparnir eru unnir úr hreinum jurtum, vatni og eðalkoníaki og hafa ekki áhrif á lyfjatöku, eða aðrar meðferðir.

Til þess að varðveita tíðnisvið blómadropanna þarf að passa við inntöku að reka dropateljarann ekki í þegar verið er að fá sér dropa beint í munninn. Ef það gerist og dropateljarinn er settur beint ofan í upprunaglasið á ný þá er hætta á að tíðni dropanna hafa breyst. Ef dropateljarinn rekst í munninn eða eitthvað annað þá er besta að setja hann undir rennandi vatn til að skola hann.

Annað sem gott er að vita er að það er best að losa blómadropavatnið úr dropateljaranum þegar búið er að fá sér dropa. Ef það verður eftir í teljaranum og það er skrúfað fyrir tappann og glasið fer á hliðina þá fer það sem er í teljaranum upp í gúmmíið og þá kannski er byrjað á því að fá sér af því sem var eftir í teljaranum en mjög líklega er tíðnin þá farin úr því. Það sem er þó verra í þessu sambandi er að setja það sem eftir er í dropapípunni og hefur komist í snertingu við gúmmíið beint í glasið sjálft þegar nota á dropana á ný, þá er tíðni dropanna í glasinu líklega ónýt.

Þannig að passa alltaf upp á að tæma dropateljarann áður en þið skrúfið lokið á aftur. Ég lenti í þessu mörgum sinnum til að byrja með og skildi aldrei í því af hverju virknin í glasinu varð allt í einu orðin að engu. Ég hafði líka tekið eftir þessu með aðra olíur sem voru geymdar í glösum með gúmmíhettum. Þegar ég heyrði að svo af þessu um gúmmíið þá vissi ég hver var sökudólgurinn.

Það sem droparnir gera t.d. er:


Birki og blágresi Birki blómadropar

"Gefur: Aukinn skilning á tilgangi lífsins. Kemur manni í núið.
Losar:
Þröngsýni, gömul hugform."

Þegar ég hugleiddi í fyrsta skipti á Birki þá var eins og orkuhjúpurinn stækkaði örlítið og þá sérstaklega í kringum hendurnar.

 

 


Blákolla

"Gefur:
Græðir gömul tilfinningasár. Dropar sem gott er að nota í föstu.
Losar: Uppgjafa tilfinningu, vonleysi."


Þegar ég hugleiddi í fyrsta skipti á blákollu þá kom upp að mér fannst hún losa upp gamlan hjúp og orkan varð miklu léttari. Hún losaði líka mikið út úr hálsstöðinni hjá mér. (Tjáningarstöðinni)

Blóðberg
"Gefur: Leik og gleði. Kærleikurinn flæðir inn.
Losar: Óttann við að sleppa fordómum og kreddum."

Í hugleiðslu sá ég að blóðbergið eins og sprengdi upp gamalt kýli sem var í hjartastöðinni. Það vinnur mjög djúpt í orkunni í hjartastöðinni og er gott fyrir þá sem eru eitthvað veikir eða slappir í hjarta. Einnig gott við gömlum hjartasárum.

Dýragras
"Gefur: Skilning. Veit hvað maður vill.
Losar:
Óöryggi og efa um eigin dómgreind, óákveðni."

Í hugleiðslu fannst mér þessir blómadropar vinna vel á heila - og höfuðstarfsemina. Ég fann að það slaknaði á huganum.

Reyniviður
"
Gefur: Getu til að fyrirgefa sér og öðrum, læra af fortíðinni.
Losar:
Djúpan bældan sársauka, dómhörku og höfnun. Svartsýni og vonleysi."

Þegar ég hugleiddi á hann þá fannst mér hann opna hjartastöðina með því að losa um staðnaða orku.

Smjörlauf
"Gefur: Jafnvægi á kynorkuna og þörfina fyrir kynlíf.
Losar:
Erfiðar tilfinningar tengdar kynlífi og kynverunni í okkur. Kynkulda."

 

Blómadropar við öll tækifæri

Ég nota blómadropa við öll við tækifæri

Þegar við erum á gangi í náttúrunni á sumrin þá er tilvalið að týna nokkra blómaknúpa og setja þá í drykkjarvatnið og drekka þannig blómavatn algjörlega nýtt og ferskt. Það þarf ekki að týna heila þúfu heldur er nóg að týna eitt eða tvö blóm af hverju blómi og setja í vatnið. Það er líka sniðugt að setjast niður og hugleiða á jurtina eða blómið og finna hvernig það virkar á orkuna því þannig byrjaði þetta allt saman hjá Edward Bach sem fann hversu megnu blómin eru. Gott er líka að muna eftir að spyrja blómið hvort þið megið slíta af því áður en þið gerið það.

Það sem er bláletrað er tekið af síðunni hennar Kristbjargar www.kristbjorg.is

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur

 
 
Þrenningarfjóla