Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Heilunarnámskeið 30. sept. - 2. des. 2019

Námskeiðið er frá kl. 18:00-21:00 á mánudagskvöldum.

Á námskeiðinu er farið í gegnum grunn undirstöður við að heila aðra, sjálfa sig og umhverfi sitt í gegnum orkuheilun. Hvernig hægt er að undirbúa heilun, skynja orku og vinna með hana í orkustöðvum og orkuhjúp.

Þá er kennd aðferð við að heila sjálfan sig og aðra í gegnum fjarheilun.

Hver tími hefst á því að fókuserað er á eina orkustöð í gegnum djúpslökun og þannig er farið í gegnum hverja orkustöð fyrir sig. Þar á eftir hefst heilun þar sem unnið er maður á mann á bekk. Þessar æfingar eru gerðar hvert kvöld sem námskeiðið er og því fæst margra klukkustunda heilun fyrir hvern og einn á námskeiðinu. Síðasta kvöldið er farið í stjörnukortin og hver og einn fær stjörnukort fyrir sig og þar með ákveðna innsýn og upplýsingar um hæfileika, verkefni og áskoranir.


Það geta allir lært heilun hvort sem það er að gefa öðrum heilun maður á mann eða með fjarheilun þar sem heilun hefur ekkert með meðfæddar gáfur að gera heldur aðeins löngun og vilja til að líða betur og láta öðrum líða betur.

Þegar við verðum fyrir áföllum í lífinu þá verða til einhverskonar blokkeringar eða orkustíflur í orkusviðinu. Hver og einn fær að æfa sig á námskeiðinu og utan þess í því að gefa öðrum heilun, leysa upp orkustíflur og þar með gefa líkamanum tækifæri á að laga sig sjálfur.

Námskeiðið getur m.a. hjálpað við að efla skynjun á orkuflæði, finna hvernig orkuskipti verða, auka næmni, innsæi, vellíðan og aukna meðvitund um það hvernig hægt er að láta sér og öðrum líða betur.

Kennsla fer fram mánudagana, 30. sept. 7. 14. 21. 28. okt. 4. 11. 18. 25. nóv. og 2. des. frá klukkan 18:00-21:00 alls 10 skipti.

Leiðbeinandi er Jónína Gunnarsdóttir

Nánari upplýsingar á joninath@viskaoggledi.is á Facebook
eða s: 615-5710 

Verð námskeiðs er kr. 70.000

Möguleiki er á að skipta námskeiðsgjaldinu.

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is