Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Gjafir reiðinnar

 

Aurora Message miðlað af Karen Downing

15. nóvember 2012

Það getur verið erfitt að skilja reiði tilfinninguna, en eins og allt annað í alheiminum, þá er æðri tilgangur með henni. Flestir eru hræddir við að tjá reiði, þannig að hún er bæld niður hið innra, þangað til hún verður að sprengingu. Þegar það gerist þá finnur manneskjan oft til sektarkenndar yfir því að vera reið.

Reiði ein og sér er ekki slæm, hún er einfaldlega tjáning orkulosunar. Sú orka getur komið frá núverandi ævi okkar, en oftast nær kemur hún úr fyrri lífa orku sem hefur verið vakin upp innra með okkur. Þú gætir verið að spá í hvers vegna það virðist sem þessi reiðiorka sé að verða meira og meira áberandi núna? Þetta er vegna þess að það er til nokkuð sem kallast fótónuorka. Fótónuorkan er orka sem er sköpuð af okkur, hún er gerð til þess að koma til jarðarinnar og aðstoða mannkynið við að sleppa neikvæðum tilfinningum, sérstaklega reiði.

Reiði á rætur sínar að rekja í stolti. Þegar þú skoðar hin mörgu tilfelli sem einhver tjáir reiði, þá er það vegna þess að þeim finnst að framtíðarsýn þeirra á veruleikann, lífið, eða heiminn, sé ógnað. Reiði á rætur sínar að rekja í stolti vegna þess að það er tilfinning sem er notuð til þess að verja persónuleg sjónarmið okkar. Reiðiorkan var mjög áberandi í síðustu kosningum í Bandaríkjunum. Hvort sem það var vegna frambjóðenda, eða málstaðs, margar sálir tjáðu hneykslan og mikla reiði þegar persónan, eða málstaðurinn sem þær studdu náði ekki að sigra.

Reiði er algjörlega eðlileg tilfinning og það er ekkert athugavert við að tjá hana, svo lengi sem það veldur ekki skaða fyrir mann sjálfan, eða aðra. Það eru margar mismunandi heilbrigðar leiðir til þess að tjá reiði. Hreyfing svo sem eins og að fara í göngutúr, að hlaupa, tón hugleiðsla, viðarhögg og listmeðferð eru bara partur af þeim öruggu aðferðum við að sleppa reiðinni út. Hins vegar eru margir sem beina orkunni stöðugt að öðrum sálum sem geta í raun ekki verið orsökin fyrir reiði þeirra.

Reiðin getur orðið mikilli gjöf þegar þú hefur lært að beisla krafta reiðinnar og notar þá til þess að gefa þér vísbendingar um það hvaðan uppruni orkunnar er í raun og veru komin. Við getum tekið dæmi um að skilja þá gjöf sem reiðin getur verið, með því að sjá hvernig sumir kjósa að beina reiði sinni að opinberum persónum, oftast er reiðinni beint að einhverjum vegna þess að hann/hún stendur fyrir einhverju sem er á annan veg en sá sem er að tjá reiðina telur að sé rétt.

Reiðin vaknar þegar einhver telur sig verða að verja sinn sannleika. Eigi að síður, í stað þess að nota reiðiorkuna til varnar, af hverju ekki að snúa henni í orku til þess að kann/skoða. Reiði er öflugt tæki til þess að kanna þínar eigin hugsanir og tilfinningar, til þess að komast að því hvaðan þær koma í raun og veru og hvers vegna þú ert reiður/reið vegna ákveðinnar niðurstöðu, eða breyttra aðstæðna.

Það er ekkert sem heitir rétt eða rangt, vegna þess að það er ekki bara einn sannleikur í heiminum. Að læra að það er allt í lagi að tjá sannleika sem eru öðruvísi en einhvers annars, en að tjá hann án þess að vera í varnarstöðu, er ómissandi hlutur andlegs þroska. Það er jafn mikilvægt og að læra að leyfa öðrum að tjá tilfinningar / skoðanir sínar opinskátt og frjálslega.

Á meðan fótónuorkan heldur áfram að færast nær jörðinni (sem nær hámarki þann 21. desember 2012) mun hún halda áfram að koma með upp á yfirborðið alla reiði, sorg, örvæntingu og aðra slíka orku sem hver og einn geymir innra með sér. Fótónuorkan er eins og nokkurs konar segull á himni, sem dregur alla þessa orku að sér. Það mun oft verða eins og þér finnist reiðin vera dregin svo kröftuglega upp að þér getur fundist eins og þú verðir að bregðast við á einhvern hátt.

Það er þess vegna sem það er svo mikilvægt að líta á gjöfina sem felst í reiðinni og að uppgötva hvaða duldu orku hún er að sýna þér. Enginn getur nokkurn tíman sagt þér hver þú eigir að vera, eða hvernig þú eigir að bregðast við, fylgdu alltaf því sem þér finnst. En  þegar tilfinningar þínar eru að valda því að þú ert að tjá eitthvað sem þú gætir iðrast síðar, er dýrmætt að skilja hvaðan uppspretta reiði þinnar er.

Reiðin er aldrei upprunnin fyrir utan þig, hún er innri orka sem hver og einn ber. Getur annað fólk, eða aðstæður kalla fram reiði? Vissulega. Það eru jafnvel stundum sem leiðbeinendur þínir, eða aðrir í andlega heiminum segja þér eitthvað sérstakt til þess að aðstoða þig við að losa út reiðina. Já, það getur jafnvel verið að þeir segi þér eitthvað sem þú ert ekki sammála um. Ef æðsti og besti tilgangur þinn er að losa reiðina út, þá munu aðstæður verða þannig að hún verður þvinguð til að koma upp á yfirborðið.

Ferlið við að hækka tíðnina sína, það sem margir kalla uppljómun, snýst allt um að sleppa orku sem þú þarft ekki lengur að taka með þér inn í hina nýja orku jarðarinnar. Reiðiorkan er partur af því og það er ástæðan fyrir því að svo margir einstaklingar eru að tjá / losa hana núna. Reiðin verður að koma út áður en hægt er að halda áfram. Ekki vera hrædd/hræddur við að tjá reiðina, en vertu meðvituð/meðvitaður um hvernig þú tjáir hana.

Þegar þú nærð að losa reiðina, þá muntu finna fyrir afgerandi frelsi á hinum endanum. Frelsi þar sem þú ert ekki með áhyggjur af því hvernig aðrir skynja þig, eða hvernig utanaðkomandi aðstæður muni hafa áhrif á líf þitt. Það er frelsi þar sem þú ert ekki bundin af tilfinningum þínum, sérstaklega stolti sem getur haldið þér í þeirri tilfinningu að þú þurfir að verja sýn þína á sjálfa/sjálfan þig. Gjafir reiðinnar eru þær að þær leyfa þér að sjá hvað þú hefur verið að fela gagnvart sjálfri/sjálfum þér og það gefur þér tækifæri til að skoða þá duldu orku svo að það sé hægt að losa hana út.

Þegar þér finnst reiðin koma upp, spurðu þá sjálfa/sjálfan þig: Hvað er að gera mig reiða/reiðan? Hvers vegna finn ég til reiði gagnvart þessari manneskju, eða þessu máli? Er ég að verja mig gegn einhverju sem er raunverulega hættulegt, eða er þetta bara eitthvað sem er í andstöðu við sjónarmið lífs míns? Af hverju finn ég til reiði út í þessar aðstæður? Hvað er reiðin mín að sýna mér sem ég er ennþá að bera með mér? Að uppgötva þessi svör er um að uppgötva gjafir reiðinnar.

Love, Aurora

 

Efst á síðu

Aurora sister

Heim