Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Vaknaðu í nýja lífinu

 

Aurora - miðlað af Karen Downing

5. júní 2012

Hljómar spennandi, er það ekki? Það er líka kominn tími til. Þú hefur beðið þolinmóð/ur og iðinn við að vinna þig í gegnum óttann, efasemdirnar og fyrri lífa orku. En núna vegna þess að tunglið var fullt og vegna tunglmyrkvans 4. júní 2012 þá er komið að dögun þíns nýja lífs og þú munt vakna hægt og rólega og stilla þig inn á þetta nýja rými sem þú ert komin í.

Hvað þýðir þetta nákvæmlega fyrir þig? Það verður bara fyrst og fremst eins og alltaf þegar þú vaknar á morgnana, þér finnst þú vera óstyrk/ur og það getur tekið góða stund áður en þú nærð að jafna þig. Þetta getur birst eins og þú sért ekki til fulls inn í líkamanum, tilfinning fyrir "að vera utan við sig" eða mjög illa jarðtengd/ur, næstum eins og þú sért skrefi á eftir. Ástæðan fyrir þessu er að líkami þinn er að færa sig upp í nýja orkustöðvakerfið, það kerfi sem mun taka yfir þær sjö orkustöðvar sem þið þekkið svo vel. 

Þetta er að gerast vegna þess að líkaminn er að hækka tíðnina sína upp á nýtt þrep í andlega þróunar stiganum. Það er eins og að það sem var einu sinni fjórða trappan á því stigi verði núna að fyrstu tröppunni. Á orkustöðva stigi þá er hjartastöðin að fara að sameinast rótarstöðinni. Þetta mun valda því að þú ferð að vinna að því að tengjast við hjarta jarðar sem hefur verið búið til.

Á meðan þessi aðlögun á sér stað, muntu finna að brjóstkassinn og hjartasvæðið er að ganga í gegnum gríðarlega orkulosun. Þetta getur lýst sér sem þrýstingur, hjartaflökt, þyngsli, eða djúp tilfinninga losun. Það er ný stöð, sem kallast skilyrðislausa kærleiksstöðin sem mun taka yfir sem hjartaorkustöð. Með þessari breytingu, mun skilyrðislausa kærleiksstöðin opna algjörlega nýjan flöt á hinu mannlega hugtaki, ást. Þetta var ástæðan fyrir því að það var svo mikilvægt fyrir ykkur að fá næga  hvíld á síðustu 30 dögum. Án hvíldarinnar, hefði þessi aðlögun ekki verið framkvæmanleg.

Yndislegir hlutir hafa komist á skrið í lífi ykkar, en til þess að það gæti orðið að veruleika, þá þurfti tíma (kannski of langan fyrir suma) þar sem djúpur ótti, reiði og önnur mál sem héldu ykkur við fortíðina voru að hreinsast. Þið getið ekki skapað nýja framtíð ef þið eruð að halda í fortíðina. Þetta tímabil að sleppa því gamla hófst í nóvember 2011, þar sem mörg ykkar fóruð í gegnum nálaraugað. Þetta tímabil losunar tekur enda fyrir lok þessa mánaðar (um 25. júní). Eftir þann tíma munið þið virkilega fara að taka eftir jákvæðum umskiptum í lífi ykkar.

Svo, hvað kemur á eftir þegar búið er að sleppa? Að taka á móti. Að taka á móti auðlindum, tengingum, tækifærum, reynslu, slökun, gleði, félagsskap, eða hvað það er sem þið hafið verið að vinna við að ná fram. Mun það gerast allt á einni nóttu? Nei, þetta er ferli. En ferli sem núna er mögulegt að hefjist í lífi ykka á nýjan hátt, hjá þeim sem eru laus úr stöðnun fortíðarinnar.

Að vakna upp í nýju lífi er um að skapa sérhvert augnablik á þeim stað þar sem ríkir algjört frelsi. Það getur verið mjög ógnvekjandi fyrir sum ykkar og fyrir aðra mun það koma sem mikill léttir. Það getur verið að þið séuð nú þegar farin að finna fyrir einhverjum hluta af þessu nýja lífi. Það getur verið að þið séuð að finna fyrir nýrri einbeitingu í fyrsta skipti í áraraðir, eða þá að þið hafið endurvakið hugmyndir eða starf sem þið hélduð að þið hefðuð gefið upp á bátinn.  

Það er sama hvað það er sem þið eruð að uppgötva, þið munið finna að alheimurinn er fær um að styðja ykkur á nýjan og breyttan hátt, hátt sem þið tölduð að væri ekki einu sinni mögulegur. Það eruð einungis þið sem setjið takmarkanir í lífinu, byggðar á ótta, skilyrðingum um það hvernig hlutirnir eru, "eiga " að vera, og þess háttar. Í raun eru allir hlutir mögulegir og þið verðið fljótlega vakin að fullu til vitundar um það hlutverk sem þið gegnið í sköpun ykkar eigin lífs.

Í þó nokkurn tíma, var ský yfir jörðinni vegna samvitundar efa. En, eins og þið eruð nú farin að taka eftir þá hefur heimurinn vaknað upp á annan hátt, og þannig verður það með hvern og einn.  Það er eins og ljós hverrar sálar sé að verða bjartara og bjartara, eitt ljós í einu og bráðum verður jörðin uppljómuð af þessari nýju orku.

Haldið því dauðahaldi í von ykkar og trú. Þið getið verið viss um að það sem þið hafið verið að vinna svo hörðum höndum að hefur nú risið upp á sjóndeildarhringinn og mun koma lengra og lengra inn í orkuna ykkur með hverjum nýjum degi. Það eina sem þið þurfið að gera til þess að láta það rætast er að taka skilyrðislaust á móti. Látið alla ráðgjöf, leiðsögn, alsnægtir, auðlindir, ást, stuðning, vináttu og allar aðrar orkur koma til ykkar án skilyrða, væntinga eða viðhorfa. Verið bara viss um að það er ykkar guðlegi fæðingaréttur og þið hafið unnið svo hörðum höndum að því að gera þetta að veruleika. Nú getið þið slakað á, fylgt innsæi ykkar og tekið þátt í að skapa ykkur hið nýja líf.

Love, Aurora

 

 

Efst á síðu

Fleiri bréf frá Aurora

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur