Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Í fyrsta sinn á tíu árum eru 5 plánetur að fara í baksnúning

19. apríl , 2016 Alexandria

Hvað hugsar þú þegar þú heyrir hugtakið ”Merkúr í baksnúningi?”

Margir verða stressaðir, hræddir eða kvíðnir í kringum þennan tíma vegna þessarar kröftugu orku sem birtist í líkamlegum aðstæðum, eða tilfinningum.

Margir verða óttaslegnir þegar plánetur fara í baksnúning vegna þess að, jæja, einu sinni þegar Merkúr var í baksnúningi þá bólgnaði andlitið á mér upp um miðja nótt vegna þess að ég hafði ekki verið heiðarleg við fólkið sem ég bjó með og var að halda mikið í.”  

Fólk verður miklu viðkvæmara, tilfinningalegar hindranir og misklíð eru að lokum til lyktar leiddar og stundum verður það nánast eins og við séum neydd til að vera opnari.

Hvað er raunverulega að gerast?
                                  

Í grundvallaratriðum er allt orka og þessar massívu plánetur í kringum okkur eru stöðugt að láta frá sér orku í formi hita, hljóðs og tíðni. Þessi orka hefur stöðug áhrif á okkur, en það þarf ákveðna næmni til þess að skynja það til fullnustu.

Pláneta sem er að fara í baksnúning þýðir að það lítur út fyrir að hún fari aftur á bak í kringum sólina frá okkar sjónarhorni, en það er bara blekking augans. Það er ásetningurinn og fókusinn sem við setjum í baksnúning sem gerir það að því sem það er. Ef við búumst við því versta í baksnúningi, þá horfum við í gegnum það með þeirri linsu og þá verður það þannig.

Ef samvitund okkar liti á baksnúning sem jákvæðan, þá myndi það hafa allt öðruvísi áhrif á mannkynið í heild. Baksnúningur hefur aldrei verið neitt neikvætt, eða eitthvað sem þarf að óttast; þetta er tími fyrir okkur til að þroska okkur sjálf og stundum getur sá þroski verið svolítið sársaukafullur.

Þannig að 28. apríl næstkomandi munu fimm plánetur verða í baksnúningi. Eitthvað þessu líkt hefur ekki gerst í meira í 10 ár. Svo þetta er stór viðburður.

Hver pláneta stendur fyrir lið í okkur og lífi okkar, þannig að þegar hún fer í baksnúning, þá er það eins og allt virki öfugt og orkan magnast. Ástæðan fyrir því að það er talað um að það sé slæmt þegar Merkúr fer í baksnúning er vegna þess að plánetan stendur fyrir samskipti. Það eru beinustu form samskipta sem við höfum; tungumáli.

Þannig að þegar þessi páneta er í baksnúningi þá koma margir fram með tilfinningar sem þeir hafa verið að dylja, hlutir koma út úr skugganum og allt er tjáð. Þetta getur valdið titringi þegar tjáskipti verða að mistúlkun. Það þarf fókus og vilja til að sigla í gegnum þessar tilfinningar til þess að skilja þær fullkomlega og síðan vaxa frá þeim. Þetta er ekki eitthvað til þess að hlaupa frá, heldur eitthvað til þess að læra af.
Persónuleg útvíkkun okkar og umbreyting á því sem við erum, er lögð fram af plánetunni Júpíter. Ást okkar og sambönd eru lögð fram af Plútó. Tilfinningar, sérstaklega reiði, ástríða og árásargirni eru lögð fram af Mars. Og Satúrnus er karma pláneta.

Allar þessar plánetur munu fara í baksnúning þannig að hver þáttur er að fara að magnast margfalt. Þetta þýðir að það eru margir hlutir að fara að koma upp á yfirborðið, notið því tækifærið til þess að hraða þroska ykkar. Lítið ekki á þennan tíma sem tækifæri til að fela ykkur og forðast öll þau mál sem upp kunna að koma. Notið hann frekar sem tækifæri til þess að koma með þessa hluti upp á yfirborðið og læra hvernig á að komast í gegnum sambönd, tilfinningar og karmísk vandamál sem halda áfram að koma upp.

Ef það eru endurtekin mynstur, mistök sem þú heldur áfram að gera í lífinu er það vegna þess að þú hefur ekki skilið vandamálið að fullu, á meðan það er þarft þú að finna út lausnir/úrræði á þeim.

Þegar lexía hefur verið lærð að fullu þá hættir þú að endurtaka þetta sama mynstur.

Að læra í gegnum baksnúning getur virkilega hjálpað þér að ráða í orku fólks í gegnum gjörðir þeirra, líkamstjáningu og orð, þú getur farið auðveldlega í gegnum hvaða mál sem er með innri rósemd. Það er falleg þroskandi upplifun sem getur orðið þér til hagsbóta í lífinu.  

Pláneturnar koma út úr baksnúningi í byrjun maí, þannig að þangað til það gerist undirbúið ykkur undir ákveðin veruleika.
 
http://thespiritscience.net/2016/04/19/for-the-first-time-in-over-10-years-5-planets-are-all-going-into-retrograde/#more-47292

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur