Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Satúrnus í fyrsta húsi


Satúrnus er pláneta takmarkana og aga. Hann sýnir okkur hvar okkur getur fundist við ófullgerð á einhvern hátt og þar með tökum við þessu sviði lífsins mjög alvarlega vegna þess að við viljum fullkomna okkur. Satúrnus táknar líka: lífslexíur sem þarf að læra og rannsóknir og prófanir, sterka tilfinningu fyrir skyldum og að koma hugmyndum í efnisform.

Satúrnus í Bogamanninum:
Þér hættir til þess að taka öllu mjög alvarlega sem þú trúir og þá gildir einu hvað það er. Heimspeki þín í lífinu þarf að vera hagnýt ef hún á að nýtast til þess að hjálpa þér að ná markmiðum þínum. Með þessa staðsetningu hefur þú tilhneigingu til þess að hafa stíf og fastmótuð sjónarmið.

Þetta er ævi þar sem þú ert hvött til að teygja andlega getu þína út yfir svokölluð eðlileg mörk. Þú munt einnig upplifa margar aðstæður þar sem þú þarft að taka heilmikla ábyrgð og þér getur oft fundist eins og frelsi þitt sé skert vegna afla sem þú hefur ekki stjórn á.  

Áminning: þú getur losnað við að standa í eigin vegi með því að troða ekki skoðunum þínum upp á aðra. Gefðu gott fordæmi með því að lifa á þann hátt sem þú trúir á og aðrir munu eðlilega leita í það innlegg. Göngur mun auka flæðið í fótunum og hjálpa til við að koma í veg fyrir æðahnúta og aðrar tengdar raskanir af völdum skorts á hreyfingu.

Satúrnus í 1. húsi:
Langvinn tilfinning fyrir skorti hamla oft eðlilegu flæði hjá þér. Hins vegar getur þessi innri óánægja skapað sterka löngun til þess að framkvæma.

Oft bendir þessi staðsetning til þess að barnæska þín hafi verið erfið og þú hafir lært list hinnar endalausa þrautseigju. Öllum hliðarverkunum sem tengjast þessu er hægt að breyta með því að gera hvað sem er til þess að bæta sjálfsmyndina. Gerðu sjálfa þig aðlaðandi með því sem þér finnst passa. Gefstu aldrei upp fyrir neikvæðum röddum alveg sama hvort þær koma innan frá eða að utan. Lærðu að hlæja að sjálfri þér. Léttu upp lundina. Haltu umhverfi þínu björtu og vertu góð við sjálfa þig.

Sól í sporðdreka

Tungl í krabba

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur