Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Stjörnukort

 

Stjörnukortið eða fæðingarkortið gefur þér ákveðna heildarmynd á því hver þú ert og af hverju líf þitt er eins og það er. Hver staður á jörðinni gefur okkur tækifæri til að upplifa ákveðna hluti, tíminn sem þú fæddist á gefur þér hvaða pláneta var rísandi á stjörnuhimninum þegar þú fæddist. Rísandinn segir þér hvernig þú sýnir þig gagnvart fólki sem þú ert að kynnast eða þekkir lítið. Fæðingardagurinn og staðurinn gefur þér ákveðna staðsetningu á sólinni og í hvaða merki hún er og í hvaða merkjum aðrar plántur eru.

Life Path eða fæðingarkortið getur gefið þér skýrari mynd af lífinu og þeim gátum sem þú hefur verið að glíma við. Áður en við fæðumst ákveðum við hvaða lærdóm við ætlum að fara í gegnum í lífinu og þannig veljum við ákveðna styrkleika og veikleika sem ákveðin plánetuafstaða gefur við fæðingartímann.

Í kortinu getum við t.d. séð hvaða lexíur fylgja hverri plánetu og þeim merkjum og húsum sem hún er staðsett í. Við getum séð hvað við erum að endurtaka með því að skoða hvaða plánetur eru í baksnúningi (retrograte). Við getum séð hvar vitri kennarinn Satúrnus er staðsettur í kortinu og hvar við þurfum að aga okkur betur.

Þá er líka hægt að fá að skyggnast inn í fyrri lífa reynslu sem við komum með inn í þetta líf en það er hægt með því að skoða kort út frá fæðingardegi sem heitir Karmic Past life, eða Karmic Insight.

Hægt er að fá kort sem sýnir hvað við erum að læra út frá fæðingardegi og orkustöðvunum. Hvar í heiminum myndi þér líða best, hvað ertu að læra á þá stað sem þú býrð á núna? Relocation kortið getur upplýst þig um það af hverju þér líður betur, eða öðruvísi á einum stað en öðrum.

Á kortunum sérðu hvar helstu pláneturnar eru staðsettar í kortinu þínu (í hvaða húsum) útskýringar fyrir hvert hús eru á íslensku og einnig fylgir með útskýring á þeirri plánetu sem sýnir okkur særða heilarann (chiron), að öðru leyti fylgir ýtarlegur texti á ensku um afstöður plánetanna og hvaða áhrif það hefur á lífið að þær eru staðsettar á þeim stað sem þær eru á. Til þess að nálgast kortin er hægt að senda netpóst á joninath@viskaoggledi.is eða hringja í síma 615-5710

Heim

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is