|
Ást er það eina sem er raunverulegt
Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"
Hver einasta sál er ást. Lesa meira......
Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.
Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.
Kven - og karlorkan endurvakin
Líf í líkama, er samspil sálar þinnar og sögu jarðarinnar. Heiðraðu þennan fallega líkama, sem ég hefi gefið þér. Hann er birtingarmynd á karl - eða kvenorku, svo finndu fegurðina í honum. Horfðu á hann innan frá. Upplifðu hina öflugu orku sem býr í honum: tilfinningar, skynjanir, ástríður og langanir. Lesa meira........
Frá egói til hjartans
Fyrir sálina sem óáþreifanlega andlega veru er það algjörlega óeðlilegt að beina athyglinni að tíma og rúmi. Sálin er í raun óháð öllu efnislegu formi. Þegar þig dreymir að þú sért að fljúga, þá ertu í tengingu við þennan sjálfstæða og frjálsa hluta af þér. Egóið, á hinn bóginn, bindur og heldur í vana. Það gerir þér kleift að virka í líkamlegum veruleika. Sem slíkt gegnir egóið mjög mikilvægu hlutverki sem hvorki er „gott“ né „vont.“ Þegar það vinnur við aðstæður þar sem jafnvægi ríkir, er egóið hlutlaust og ómissandi tól fyrir sálina sem dvelur í líkama á jörðinni. Lesa meira......
Dómarinn
Myndum við samþykkja það ef einhver byði okkur dómara sem fylgdi okkur hvert fótmál? Dómara sem væri stöðugt að setja út á allt og alla – klæðaburð, útlit, líkamsburð, hegðun, tjáningu og fleira. Lesa meira........
Efst á síðu
Ýmislegt
Síðast uppfært 30. janúar 2025
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |
Miðlað efni
Maitreya
Eitt og annað
Viska og gleði á
|