Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Ást er það eina sem er raunverulegt

 

Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"

Hver einasta sál er ást. Lesa meira......

Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.

Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.

Þið veljið sjálf
Af hverju hafið þið valkosti? Þið hafið valkosti til þess að þið getið sjálf valið hvaða stefnu þið viljið taka í lífinu. ÞIÐ eruð ábyrg fyrir ykkar eigin lífi. Engin annar er með lífsáætlun ykkar, hefur valið lífslexíur ykkar eða tækifæri og möguleika sem liggja fyrir framan ykkur. Þið ein takið þessa ákvörðun. Lesa meira.....

Trúarbrögð
Af hverju getið þið ekki skilið að hvert og eitt ykkar er einstaklingur með sitt eigið trúarkerfi? Þið voruð sköpuð ólík hvert öðru. Engar tvær manneskjur eru eins, jafnvel tvíburar eru ólíkir. Vegna þessara staðreynda geta ekki allir haft sama trúarkerfið. Ef það væri þannig þá væruð þið eins og kindur eða nautgripir, en þess í stað eruð þið einstakir einstaklingar. Þegar þú getur skilið að þú ert öðruvísi en manneskjurnar við hliðina á þér og að það sé í lagi að vera öðruvísi en þessi manneskja, þá muntu finna frið. Lesa meira....

Takmarkalausa sál
Ég hef oft sagt við nemendur mína, að það sé engin þörf á því að breyta sjálfum sér þegar maður er andlegur, þegar þú verður andlegur þá breytist ÞÚ. Sú breyting gæti orðið mjög hægfara, en þegar þú breytist hið innra og færð betri skilning á lífinu, þá hverfa gamlir lifnaðarhættir og þú byrjar að mynda alveg nýja orku.  Margir sem fara inn á andlegu brautina búast við því að breytingarnar gerist á einni nóttu og að þeir fái allt sem þeir þrá. Þetta er ekki þannig. Það fer eftir sálinni og karmanu þeirra (lexíunum) það getur tekið mörg ár áður en þetta gerist. Það er eigi að síður hægt að ná því með þrautseigju.  Lesa meira.....


Efst á síðu

Ýmislegt



 

Síðast uppfært 31. mars 2025

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is

 

 

 


 

 

Höfunar
tilfinningin

 

Miðlað efni
Maitreya



Eitt og annað

 


Viska og gleði á

 

 
Seltjarnarnes Sólarlag Þingvellir Þingvallavatn Gullfoss Lyngrós Gyðjurnar í sandinum Bláber Sálarkraftur Þingvellir