Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Heilun - Orkuheilun

Í orkulíkamanum og í orkustöðvunum liggja allskyns áföll og blokkeringar sem hafa myndast í gegnum tíðina vegna þess að það er eins og það verði ákveðin stöðnun eða hreyfingarleysi á orku þegar áföll verða.

Í heilun með orku er með þessar orkublokkeringar til að koma á sem eðlilegasta flæði aftur. Það er þó þannig að sá sem heilun þiggur velur hvað það er sem hann eða hún er tilbúin að vinna með hverju sinni.

Það eru flestir sem finna einhvers konar slökun í heilun, margir finna mikinn mun á sér þannig að líkamlegur sársauki og tilfinningar sem eru á yfirborðinu ná að losna upp og breyta þannig líðan til hins betra og léttir verður augljós.

Í heilun getur það gerst að líkami þess sem þiggur heilunina byrji að leiðrétta sig sjálfur, hann hefur þörf fyrir að hreyfa sig, beygja og færa sig til á bekknum, það er vegna þess að líkaminn hefur sitt eigið heilunarkerfi og leiðréttingarkerfi sem virkjast þegar orkustíflur hafa losnað og orkan fer að flæða á þá staði þar sem orkan var stöðnuð. Oftast gerist þetta í höfuðbeina og spjaldhryggjameðferð en það gerist einnig oft í heilun. Fólk sem hefur lent í höggum svo sem aftan á keyrslu þarf oft á því að halda að því sé hreinlega kippt aftur inn í líkamann vegna þess að við höggið er eins og manneskjan hafi kastast út úr líkamanum við höggið og komist ekki alveg í farið sitt aftur og geti þannig orðið eins og utan við sig í orðsins fyllstu merkingu. Það getur verið mjög óþægilegt þangað til einhver nær að miðja það aftur.

Ég hef í gegnum tíðina þróað mínar eigin aðferðir í heilun, áhugi minn á heilun kviknaði á námskeiði hjá miðli sem kenndi þróun næmni, skyggnilýsingar og heilun. Það varð til þess að ég ákvað að læra heilun og fór í það sem var algengast að læra í kringum aldamótin en það var reiki. Ég tók 1-3 stig í reiki, en reikið hef ég ekki notað síðan ég færði mig meira í það sem kallað er orkuheilun. Til að byrja með sat ég í bænahring með læknamiðli sem kenndi fólkinu í hópnum heilun í gegnum bænir og orku. Þá lærði ég heilun hjá Margaret McElory transmiðli (miðlaði Maitreya) og síðar eða árið 2007 fór ég á námskeið hjá Karina Becker sem kenndi heilun sem kennd er við Barbara Brennan skólann en hún lærði í þeim skóla og er með réttindi til kennslu frá honum.

Hjá mér er hægt að panta tíma í heilun í gegnum netfangið joninath@viskaoggledi.is eða í síma 615 5710.

 

Ýmislegt

Heim

 

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is