Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir um aðrar sálir

 

4. Október 2003

Skilaboð frá Maitreya -miðlað af Margaret McElroy

Hversu gagnrýnin/n ert þú? Ert þú ein af þeim sálum sem gagnrýnir aðra stanslaust? Finnst þér að þú sért sá eini/sú eina sem hefur svörin? Hvað um að vera öfundsjúk/ur, reið/ur út í einhvern, svekkt/ur út í lífið, eða út í það sem aðrir gera?  Þú getur ekki haldið áfram á andlegu leiðinni fyrr en þú hefur  hreinsað allt þetta út úr orkunni þinni. Það er ekki erfitt að gera þetta þegar þú stillir hugann á að takast á við eitt í einu. Margar sálir reyna að gera þetta allt á sama tíma, en framfarir verða smám saman með því að takast á við eitt í einu.

Sannur meistari gerir ekki athugsemdir um aðra sál.  Hann skilur að þetta er karma/lexíur/ástand á þeim tíma. Sannur meistari beinir athyglinni að sínum eigin ófullkomleika og vinnur með sig áður en hann reynir að vinna með aðra. Hversu margar klukkustundir á dag ert þú óánægð/ur? Veistu að þér er ekki  ætlað að vera óhamingjusamur/söm? Þú ert skapari eigin raunveruleika, líf þitt er blekking en lægra sjálfið mun ekki leyfa þér að sjá í gegnum það. Þú ert leikari á sviðinu, og sérhver sál sem kemur inn í líf þitt er leikari í leikritinu þínu. Þegar þú hækkar tíðnina þá verður þú meðvitaðri um þá blekkingu og með því að vera meðvitaður/uð um þetta þá kemur hæfileikinn til þess að láta af þeirri blekkingu.

Þið spyrjið mig oft: „Hvernig get ég hækkað tíðnina mína?" Og ég segi við ykkur, einbeitið ykkur að eigin lífsáætlun, eigin lærdómi og villum sem hafa oft verið gerðar í fyrri lífum. Þegar þið getið gert þetta þá getið þið haldið áfram að verða þær sálir sem ykkur er ætlað að vera og lifa lífinu sem ykkur er ætlað.

Maitreya.

Efst á síðu

Kennsla Maitreya

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur