Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Kennarar

 

27. júní 2005

Skilaboð Maitreya - miðlað af Margaret McElroy

Mig langar til að vita hvort þið gerið ykkur grein fyrir að það eru kennarar allt í kringum ykkur? Þau eru ekki bara bundin við andlegar miðstöðvar. Margt venjulegt fólk á götunni eru kennarar og þeir eru ekki meðvitaðir um það. En við notum þá hvenær sem við getum ef þeir eru tilbúnir til að láta orð okkar falla af munni sér. Þeir vita oft hvað þeir vilja segja, en segja það ekki vegna þess að þeir gætu móðgað aðra manneskju, eða þá að hin manneskjan gæti farið í vörn! Við vinnum í gegnum hvern þann sem getur meðtekið hugsanir okkar. Þú getur spurt hvernig við gerum þetta. Þarf fólk ekki að vera í hárri tíðni? Svarið er nei. Margar sálir velja það áður en þær fæðast að vera boðberar fyrir okkur. Þær velja á ákveðnu tímaskeiði í lífi sínu að tala orð sem eru nauðsynleg fyrir fólk að heyra í því skyni að hjálpa þeim að breyta. Leyfðu mér að útskýra á þann hátt sem þú munt skilja.

Miðillinn minn á son sem kyrktist í naflastrengnum þegar hann fæddist. Þetta varð til þess að hann var með talvanda sem var þannig að hann talaði ekki skiljanlegt mál fyrr en hann var orðin þriggja ára og það olli líka ofvirkni og námserfiðleikum hjá honum. Þetta var upphafið á því að Margaret fór að læra um óhefðbundnar lækningar og aðrar náttúrulegar meðferðir. Við leiddum hana að bók um ofvirkni og mataræði. Bókin féll að fótum hennar í bókasafni. Þegar hún byrjaði að lesa bókina vegna forvitni þá fór hún að sjá að það var skrifað um vandamálin í bókinni sem sonur hennar hafði. Þessi bók var um mataræði, litarefni og krydd sem gætu haft áhrif á þessi börn. Þetta var auðvitað árið 1970 löngu áður en þetta vandamál varð þekkt í heiminum. Hún ákvað að breyta mataræðinu hjá honum og það virkaði. Hann varð svo gjörbreyttur að hún gat varla trúað því og ekki heldur maðurinn hennar né vinir þeirra á þeim tíma. Margaret leið eins og hún hefði fundið gull við enda regnbogans. Hún gerði allt sem hún gat til þess að halda syni sínum við þetta mataræði þrátt fyrir að hann vildi ekki alltaf vera á því.  Fjölskyldan breytti líka yfir í þetta mataræði og Margaret tók eftir því að reiði þeirra hvarf að mestu við það. Þegar sonur hennar vildi eitthvað sem hann átti ekki að fá þá sagði hún við hann „þú getur ekki fengið þetta, eða gert þetta, af því að þú ert ofvirkur." Hún gerð sér ekki grein fyrir því að hún var að margendurtaka þetta inn í huga sonar síns.

Einn daginn kom vinkona hennar í heimsókn sem gat haft samband við æðri svið án þess að vera meðvituð um að hún væri miðill. Við ýttum á hana að láta Margaret vita þá staðreynd að hún væri að koma því inn í huga drengsins að hann væri ofvirkur. Margaret varð skelfingu lostin þegar henni var sagt þetta og gerði sér þegar í stað grein fyrir því hvað hún var að gera. Með fáum orðum breyttu þau útkomu aðstæðnanna!  Þessi manneskja sem talaði þessi orð var ekki andlega þjálfuð en hún var með opið hjarta og gegnum það og gullnu kúluna fyrir ofan höfuð hennar sem hún hafði opnað (sem allar sálir hafa frá fæðingu) gátum við haft samband til að láta Margaret vita að hún væri að valda meiri skaða á syni sínum heldur en að hjálpa honum. Við höfum síðan þá notað þennan miðill mörgum sinnum í gegnum árin.

Það eru milljónir sálna á jörðinni eins og þessi manneskja eins og ég hef áður sagt, þær vilja oft ekki segja það sem þær halda að þær eigi að segja, vegna þess að þær vilja ekki særa neinn. Eigi að síður ef það er sagt af kærleika og án reiði, eða illkvittni þá geta það verið mikilvæg skilaboð! Kennarar geta verið hver sem er. Já, auðvitað eru til kennarar sem eru mjög þroskaðir vegna lærdóms síns, eða tíðni, eða hvoru tveggja, en þeir eru líka einfaldlega boðberar sem við notum fyrir samband okkar við ykkur, á lærdóms leiðinni ykkar. Hlustið á öll skilaboð vegna þess að þau eru mikilvæg jafnvel þó að sjálfinu ykkar líki þau ekki! Við erum að reyna að hjálpa ykkur á andlegu leiðinni, hjálpa ykkur að halda áfram. Hlustið á það sem við höfum að segja í gegnum þá sem eru í kring um ykkur.

Maitreya.

 

 

Kennsla Maitreya

Efst á síðu

Heim

 

Beint á síðu http://maitreya.co

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur