Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Leiðir til að efla sjálfsást ~ Louse Hay

Sjálfsást heilar allt. Það er magnað hversu margt lagast í lífinu þegar fólk lærir að elska sig sjálft. Því líður betur, það fær störfin sem það sækist eftir, það fær peningana sem það þarfnast. Samböndin lagast, eða þau leysast upp og ný sambönd verða til.

Það er yndislegt ævintýri að elska sjálfan sig, það er eins og að læra að fljúga. Ímyndaðu þér ef við hefðum kraft til að fljúga eins og okkur listir. Væri það ekki spennandi? Byrjum á því að elska okkur núna.

Hér eru 12 boðorð til að hjálpa þér að læra að elska sjálfan/sjálfa þig:

1. Hættu allri gagnrýni,
gagnrýni breytir engu. Neitaðu að gagnrýna þig. Samþykktu þig nákvæmlega eins og þú ert. Allir breytast. Breytingarnar eru neikvæðar þegar þú gagnrýnir þig. Þegar þú samþykkir þig þá eru breytingarnar jákvæðar.

2. Fyrirgefðu sjálfri/sjálfum þér,
leyfðu fortíðinni að víkja. Þú gerðir það besta sem þú gast á þeim tíma, með þeim skilningi, vitund og þekkingu sem þú hafðir yfir að búa þá. Þú ert að þroskast og breytast og þú munt lifa lífinu á annan hátt.

3. Hættu að hræða þig,
hættu að valda þér ótta með hugsunum þínum. Það er vont að lifa þannig. Finndu hugmyndir sem veita þér ánægju og skiptu þeim út fyrir þær sem valda þér ótta.

4. Vertu blíð/ur og góð/ur og þolinmóð/ur.
vertu blíð/blíður við sjálfa/sjálfan þig. Vertu góð/góður við þig. Vertu þolinmóð/þolinmóður við þig á meðan þú lærir að hugsa öðruvísi. Komdu fram við þig eins og þú myndir gera við einhvern sem þú elskar virkilega mikið.

5. Vertu blíð/blíður við huga þinn,
sjálfshatur snýst einungis um að hata eigin hugsanir. Ekki hata þig fyrir að hafa hugsanirnar. Breyttu hugsunum þínum mildilega.

6. Hrósaðu þér,
andinn hið innra brotnar niður við gagnrýni. Þú styður hann með því að hrósa þér. Hrósaðu þér eins oft og þú getur. Talaðu um það við þig hversu vel þú ert að standa þig með litlu hlutina.

7. Vertu þinn eigin stuðningur,
finndu leiðir til að styðja við þig. Farðu út á meðal vina og leyfðu þeim að hjálpa þér. Það er styrkur að biðja þau um að hjálpa þér þegar þú þarft á því að halda.

8. Vertu ástúðleg/ástúðlegur við neikvæðnina þína,
viðurkenndu að þú bjóst hana til, til þess að uppfylla þarfir. Núna ert þú að finna nýjar, jákvæðar leiðir til að uppfylla þessar þarfir. Losaðu þig þessvegna við gömul neikvæð mynstur af ástúð.

9.  Hugsaðu vel um líkama þinn,
lærðu um næringu. Hvers konar eldsneyti þarf líkami þinn til að fá bestu orkuna og kraftinn? Lærðu æfingar. Hvaða æfingar finnst þér gaman að gera? Hlúðu að og heiðraðu musterið sem þú býrð í.

10. Gerðu spegla vinnu,
horfstu í augu við þig í speglinum. Tjáðu hina auknu ástartilfinningu sem þú hefur fyrir sjálfri/sjálfum þér. Fyrirgefðu þér á meðan þú horfir í spegilinn. Talaðu við foreldra þína á meðan þú horfir í spegilinn. Fyrirgefðu þeim líka. Segðu að minnsta kosti einu sinni á dag, ég elska þig, ég elska þig í raun og veru!

11. Elskaðu sjálfan/sjálfa þig ..... gerðu það núna,
ekki bíða þangað til þér líður vel, þú hefur lést, fengið nýja vinnu, eða nýtt samband.  Byrjaðu núna og gerðu það besta sem þú getur.

12. Leiktu þér,
rifjaðu upp hvað það var sem veitti þér gleði þegar þú varst barn. Felldu það inn í líf þitt núna. Finndu leið til þess að hafa gaman af öllu sem þú gerir. Tjáðu gleðina yfir því að lifa. Brostu. Hlæðu. Hafðu gaman og alheimurinn gleðst með þér!  ~ Louse Hay.

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim