|
Sjálfsást – Lykill að heilun
Sjálfsást getur umbreytt lífinu. Þegar við lærum að elska okkur sjálf, fyllumst við vellíðan, sambönd okkar batna eða endurnýjast, og við fáum það sem við þráum – hvort sem það eru störf, peningar eða innri ró. Að elska sjálfan sig er eins og að læra að fljúga; það opnar nýjan heim möguleika. Byrjum strax á þessu mikilvæga ferðalagi.
Hér eru 12 leiðir til að rækta sjálfsást, byggðar á hugmyndum Louise Hay:
1. Hættu að gagnrýna sjálfa/sjálfan þig
Gagnrýni breytir engu til hins betra. Samþykktu þig eins og þú ert. Jákvæðar breytingar gerast þegar þú nálgast sjálfa/sjálfan þig af sátt og kærleika.
2. Fyrirgefðu sjálfri/sjálfum þér
Leyfðu fortíðinni að fara. Þú gerðir þitt besta á þeim tíma með þá vitneskju og reynslu sem þú hafðir. Vertu blíð(ur) við þig og lærðu af því sem var.
3. Hættu að skapa ótta
Hugsanir skapa veruleika. Veldu að hugsa um það sem veitir þér gleði og skiptu neikvæðum hugsunum út fyrir jákvæðar.
4. Vertu blíð(ur) við þig
Sýndu sjálfri/sjálfum þér sömu blíðu og þú myndir sýna einhverjum sem þú elskar mjög mikið. Þolinmæði og góðvild eru lykillinn að jákvæðum breytingum.
5. Sýndu huga þínum skilning
Sjálfshatur stafar oft af því að hata eigin hugsanir. Ekki refsa sjálfri/sjálfum þér fyrir þær. Lærðu að breyta hugsunum þínum með mildi.
6. Hrósaðu þér
Hrósaðu þér fyrir stór og smá afrek. Það styrkir innri andann. Talaðu við sjálfan þig með hlýju og jákvæðni.
7. Styddu sjálfan þig
Finndu leiðir til að styðja sjálfa/sjálfan þig, bæði andlega og félagslega. Leyfðu vinum að hjálpa þér ef þú þarft á því að halda – það er styrkleiki að biðja um stuðning.
8. Taktu neikvæðni í sátt
Viðurkenndu neikvæðar hugsanir og hegðunarmynstur. Þær hafa uppfyllt ákveðnar þarfir, en nú getur þú fundið jákvæðar leiðir til að mæta þessum þörfum.
9. Hlúðu að líkama þínum
Lærðu um næringu og hreyfingu sem henta þér. Líkami þinn er musteri, og með því að heiðra hann öðlast þú aukna orku og vellíðan.
10. Gerðu speglavinnu
Horfðu í spegilinn og segðu við sjálfan þig: „Ég elska þig.“ Fyrirgefðu þér og foreldrum þínum. Gerðu þetta að daglegri venju.
11. Elskaðu þig núna
Byrjaðu að elska þig eins og þú ert, án skilyrða. Ekki bíða eftir að hlutirnir breytist – byrjaðu núna og gefðu þér tækifæri á að blómstra.
12. Leiktu þér og tjáðu gleði
Rifjaðu upp hvað veitti þér gleði sem barn og felldu það inn í líf þitt í dag. Lærðu að njóta hversdagsins, hlæja, brosa og gleðjast – því þegar þú gleðst, gleðst alheimurinn með þér.
Sjálfsást er grunnurinn að heilun, vexti og hamingju. Byrjaðu í dag – þú átt það skilið.
~ Louse Hay.
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
|
|