|
Hugleiðsla
Hugleiðsla er það sem maður vill að hún sé. Sumir vilja hugleiða við vissar aðstæður á sama stað, á sama tíma, alltaf sömu hugleiðsluna. Aðrir hugleiða á allt annan hátt t.d. þegar þeir eru á göngu úti í náttúrunni eða bara sitja með kaffibollann sinn. Það er hægt að hugleiða á svo margan hátt og allir ættu að geta fundið sína leið til að hugleiða.
Flestir sem hugleiða kvölds og/eða morgna hugleiða einir með sjálfum sér. Hugleiðsla er þjálfun eins og annað sem við gerum, við verðum alltaf betri og betri eftir því sem oftar er hugleitt. Þeir sem hugleiða svona oft eru oftast einir með sjálfum sér. Það að setjast niður í nokkrar mínútur og kyrra hugann til að finna fyrir slökun og vellíðan. Tengja sig við æðri orku í gegnum höfuðstöðina og jarðtengja sig í gegnum rótarstöðina eða fæturna. Í hugleiðslu er hægt að fá svör við spurningum sem brenna á manni, eða vitneskju sem maður átti ekki von á að fá.
Það er misjafnlega auðvelt fyrir fólk að kyrra hugann og sitja kyrr í smá tíma. Þá er gott að finna vel fyrir líkamanum gefa honum athygli lið fyrir lið. Veita hverjum líkamshluta ást og umhyggju, fara yfir allan líkamann frá tá og upp að höfði eða öfugt. Það er líka hugleiðsla. Það er alveg mögulegt að þannig sé hægt að taka við skilaboðum sem að okkur er rétt. Þeim sem finnst leiðinlegt að setjast niður ættu að geta fundið sína hugleiðsluaðferð við að vinna í garðinum, mála, gera handavinnu, strauja, elda eða eitthvað annað. Það eru endalausir möguleikar við hugleiðslu og það ætti aldrei að vanmeta það að við getum fengið skilaboð þótt við sitjum ekki í ákveðinni jógastellingu.
Í gegnum haralínuna er hægt að tengja sig við móður jörð eða jarðtengja, tengja við hið guðlega og miðja sig, þ.e.a.s. finna sig vel inn í líkamanum. Hugurinn dregur okkur oft út úr líkamanum en með þessari æfingu nær maður að tengja sig vel inn aftur. Þetta kemur jafnvægi á alla líkamana, hugar, tilfinninga, þann andlega og efnislega. Heilandi hugleiðslur Hugleiðslur geta líka unnið á heilandi hátt en það er yndislegt að skoða sjálfan sig ef maður er tilbúin til þess. Hugleiðslan sem ég set hérna inn á síðuna er mjög heilandi og hreinsandi fyrir tilfinningar, huga og líkama. Þessi hugleiðsla er komin frá Nicholas Demetry en í henni hjálpa erkienglarnir fjórir þeir Mikael, Rafael, Gabriel og Uriel við heilunina þetta er ein besta heilunarvinna sem ég fer í þ.e.a.s. ef ég er að vinna með sjálfa mig án aðstoðarmanneskju. Ég læt hér fylgja slóðina að þessari yndislegu pýramída hugleiðslu. Síðan er önnur hugleiðsla er fyrir hrygginn, það er nokkurs konar höfuðbeina og spjaldhryggja meðferð en þá er tréð meðferðaraðilinn. Hugleiðsla við tré. Hugleiðsla til að jarðtengja sig
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |
|
|||||||||||||||||||||