Hugleiðsla við tré
Byrjaðu á því að koma þér vel fyrir, sitjandi úti eða inni. Þar
sem þú getur notið kyrrðar og friðar í ró næði.
Reyndu að hafa hrygginn eins beinan og langan og þú getur,
komdu fótunum vel fyrir ef þú situr úti í náttúrunni.
Byrjaðu á því að finna vel fyrir öllum líkamanum,
taktu eftir önduninni.
Fylgdu önduninni eftir, djúpt ofan í maga.
Dragðu síðan andann djúpt nokkrum sinnum,
blástu frá þér streitu og þreytu sem hefur
safnast upp í líkamanum.
Biddu um að verndarenglarnir sjái um vernd fyrir
þig á þessari stundu og biddu um að leiðbeinandi
þinn hjálpi þér með það sem gera þarf.
Finndu síðan hvernig líkaminn slakar á við hvern andardrátt,
reyndu að kyrra hugann með því að sleppa meðvitað
hverri hugsun sem upp kemur.
Sjáðu síðan gullnar ljóskúlur neðan við iljarnar,
finndu þessa ljóskúlur færast inn um iljarnar,
upp í ökklana............. um báðar fætur, áfram upp í kálfana,
upp í hnén áfram upp lærin og upp í mjaðmir ....
fylla allt kviðarholið. Sjáðu þetta heilandi slakandi ljós
fara áfram upp í magasvæðið,
inn í meltinguna og um allt magasvæðið.
Þú sérð nú ljósið fara áfram upp í brjóstholið,
fylla allt brjóstholið og líffæri þessi.
Síðan fer það áfram upp í herðarnar fram í hendur
upphandleggi, framhandleggi og alveg fram í fingurgóma.
Ljósið flæðir áfram upp í hálsinn upp í höfuð
fram í andlit og aftur í hnakka.
Finndu slökunina í hnakkanum og inn í höfðinu
sjá það fara inn í heilann inn í heiladingul og heilaköngul
inn í allt höfuðið.
Finndu þetta heilandi ljós flæða um og fylla hvern vef,
hvert líffæri, hverja frumu líkamans.
Finndu umvefjandi orku þess flæða utan með líkama þínum
eins og foss sem flæðir yfir þig.
Tréð
Við sjáum fyrir okkur tré sem við þekkjum, Ösp, Reynitré
eða hvaða tré það er sem við höldum uppá.
Við hugsum okkur að við stöndum upp við það,
eða sitjum, alveg þétt við það og snúum bakinu í það.
(Það má líka finna alvöru tré og sitja við það).
Við finnum hvernig líkami okkar byrjar að rétta sig
með tréð við bakið.
Við finnum hvernig það er eins og hryggurinn
byrji að laga sig og leiðrétta.
Leiðrétta misfellur og sveigjur.
Tréð hjálpar til við að gera hrygginn beinan og
koma honum í jafnvægi.
Við finnum styrk trésins, við finnum hvernig
það jarðtengir okkur.......................................
...........................................................................
Við öndum orku trésins inn í orkuna okkar,
inn í gegnum höfuðstöðina, eða einhverja þá orkustöð
sem við finnum að þarfnast orku trésins.
...............................................
Við sendum trénu ást og þakklæti fyrir að vera til fyrir okkur,
fyrir að vera til fyrir aðra og að vera til fyrir jörðina.
...................................................................................
Við finnum tenginguna við móður jörð og við finnum
tenginguna við almættið.
Finnum hina miklu kærleiksorku umvefja okkur.
Finnum ástina til allra sem eru í kringum okkur,
ættingja, vina og allra mannvera.
Við finnum kærleikann til umhverfisins, til alls sem er.
Við öndum inn hvítu orkunni, hinni æðstu orku,
inn um höfuðstöðina
inn í allan efnis líkamann
og alla orku likamana, lag fyrir lag.
Frá þessum stað sendum við kærleiksorkuna
til allra sem við þekkjum eða þekkjum ekki.
Til allra þeirra sem þurfa á þessari orku að halda.
Við þökkum nú fyrir þessa heilun, næringu og kærleika
og við komum til baka þar sem við erum
hér og nú, á þessari stundu og þessum stað.
Og þegar við erum tilbúin þá
hreyfum við líkamann og opnum augun.
JÞG
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
|