Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

GLEÐI

 

 

JÁKVÆÐAR STAÐHÆFINGAR

Hugurinn vill oft leiða okkur inn í atburði fortíðar eða inn í ótta við framtíðina en við getum með einföldum hætti breytt þessum leik hugans með því að fara með jákvæðar staðhæfingar. Einnig er hægt að snúa neikvæðum hugsunum sem hugurinn kemur með upp í jákvæðar setningar. Það má snúa neikvæðustu hugsunum upp í jákvæðar ef við viljum, það þarf bara að gera það að leik. Ef hugurinn vill leika þá getum við samþykkt það með þessum hætt en við getum verið viss um að um leið og við höfum snúið þessu upp í jákvæðni þá finnst honum ekkert gaman að þessu lengur.

Til þess að heila innra barnið á einfaldan hátt er hægt að kalla fram minningu þína af þér sem barni og horfa á þig í huganum og segja við barnið;: Viltu fyrirgefa mér að ég skildi láta þig ganga í gegnum þetta, að ég skildi yfirgefa þig, ég elska þig, þakka þér fyrir.

Gott er að fara með eftirfarandi staðhæfingar:

Staðhæfing: Ég er. (þessi kemur okkur í núið).

Staðhæfing:
Ég er ást.

Staðhæfing: Ég er í styrknum mínum.

Staðhæfing: Ég finn fyrir þakklæti.

Staðhæfing: ÉG elska þig.

Staðhæfing: Ég elska og virði sjálfa /sjálfan mig og mitt líf.

Staðhæfing: Ég vel að vera í ást, elsku og friðsæld.

Staðhæfing: Ég er elskuð / elskaður.

Staðhæfing: Ég á skilið alla þá ást sem alheimurinn færir mér."

Staðhæfing: Ég sit í kyrrðinni og finn kærleiksorkuna fylla hjarta mitt.

Staðhæfing: Ég finn frelsið innra með mér og allt í kringum mig, ég er takmarkalaus                    sem sál í líkama.

Staðhæfing: Ég elska að vera til á jörðinni og njóta alls þess besta sem jarðlífið hefur                     upp á bjóða.

Staðhæfing: Ég finn að lífið hefur tilgang.

Staðhæfing: Ég er ljós sálar minnar.

Staðhæfing: Ég elska fegurðina í öllu sem ER.

Staðhæfing: Á hverjum degi bíða mín ný og skemmtileg ævintýri sem ég upplifi með
                    öllum hinum fallegu sálunum sem eru mér samferða í lífinu.

Staðhæfing: Ég á allt það besta skilið.

Staðhæfing: Ég tengi mig visku æðra sjálfsins, sálarinnar og alheimsins.

Staðhæfing: Ég elska að hitta og kynnast nýju fólki.

Staðhæfing: Ég elska að takast á við nýjar áskoranir og læra nýja hluti.

Staðhæfing: Ég elska að skapa nýjar aðstæður og nýja hluti inn í líf mitt.

Staðhæfing: Ég finn hvernig alheimurinn styður mig og stendur með mér í því sem                     ég er að gera.

Staðhæfing: Ég finn hvernig alheimurinn er að færa mér þá auðlegð sem mér                     réttilega ber.

Staðhæfing: Ég bið og ég treysti og sleppi.

Staðhæfing: Ég leyfi því gamla að fara og finn hvernig ný orka kemur inn í staðinn.

Staðhæfing: Ég er örugg / öruggur hvar sem ég er.

Staðhæfing: Ég er glöð og hamingjusöm / glaður og hamingjusamur.

Staðhæfing: Tækifærin streyma til mín.

Staðhæfing: Ég uppgötva lífið á nýjan hátt á hverjum degi.

Staðhæfing: Ég finn fyrir vellíðan á líkama og sál.

Staðhæfing: Ég finn hvernig ég er alveg til staðar.

Staðhæfing: Núna gerast kraftaverkin.

Staðhæfing: Ég nýt lífsins.

Staðhæfing: Mér líður vel.

Staðhæfing: Allt hefur tilgang, líka það sem við köllum mistök.

Staðhæfing: Ég er til staðar fyrir mig.

Staðhæfing: Ég stend með sjálfri / sjálfum mér.

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur