Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Ást er það eina sem er raunverulegt

 

Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"

Hver einasta sál er ást. Lesa meira......

Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.

Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.

Vitundir
Undanfarið hef ég orðið meðvituð um það hversu margar vitundir ég hef sjálf skapað í orkunni minni og mig langar að deila því hvernig ég uppgötvaði það. Sú vitund sem hefur haft mest áhrif í mínu lífi er það sem ég kalla fórnarlambsvitund, eða varnarvitund. Það er sú vitund sem t.d. leitar vorkunnar og forðast ábyrð. Lesa meira....

Innra barns heilun

Innra með okkur býr lítið, fallegt barn sem við getum heiðrað, huggað og nært með sömu ást og umhyggju og við sýnum öðrum börnum. Þó að við séum orðin fullorðin er þetta barn enn til staðar innra með okkur. Það er okkar að finna út og fylgjast með hvernig þessu litla barni líður vegna þess að við erum þau einu sem getum það.

Það sem mótaði innra barnið í æskunni myndar að hluta grunninn að því veganesti sem það hefur í lífinu seinna og á fullorðinsárum.

Ef þessu barni leið ekki vel á meðan það var að vaxa og þroskast, þá kann það að vera fast í þeim vana viðbrögðum þegar það verður fullorðinn einstaklingur. Það heldur áfram að bregðast við eins og barnið sem upplifði, líkamlegt eða andlegt ofbeldi.

Í lífinu er það sá fullorðni sem heldur áfram að berja sig niður með orðum sem eru jafnvel sömu orðin og særðu þegar hann var barn og engin var til staðar til að elska hann og hlusta á hann. Orðin verða þannig að álögum, þau fylgja og eru endurtekin þangað til þau eru meðvitað losuð út úr orkukerfunum.

Lesa meira...........

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt



 

Síðast uppfært 30. desember 2025

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is

 

 

 


 


 

Vitundir

 

Miðlað efni
Maitreya



Eitt og annað

 


Viska og gleði á

 

 
Seltjarnarnes Sólarlag Þingvellir Þingvallavatn Gullfoss Lyngrós Gyðjurnar í sandinum Bláber Sálarkraftur Þingvellir Blásól