Ást er það eina sem er raunverulegt
Þú ert ást, þú ert tær kjarni, hrein vitund, hreinn guðdómur sem tjáir sig í gegnum líkama. ~ "Anita Moorjani"
Hver einasta sál er ást. Lesa meira......
Þú ert hrein og tær viska, hrein vitund, hreinn kjarni ástar, ekkert og engin er eins og þú.
Allt í alheiminum samanstendur af orkum sem myndast í mismunandi tíðni. Allt sem er upplifað og skapað í þessu lífi er tilkomið vegna lögmáls aðdráttaraflsins.
Fallega sálin
Þegar Guð sendi fallegu sálina út í heiminn, var hún neisti af honum sjálfum – neisti af hreinum kærleika. Sálin var full af ást, með það markmið að upplifa lífið í jarðneskum líkama. Hrein og tær sálin leit á ferðalagið til jarðar sem tækifæri til að læra, vaxa og njóta þess að lifa í líkama í hinum efnislega heimi... Lesa meira....
Draumur um endurfæðingu
Við horfðum á líkama konunnar, það var alveg eins og við værum að bíða eftir að einhver segði eitthvað, eða gerði eitthvað þrátt fyrir að hún væri ekki lengur með lífsmarki. Ég þekkti fullt af fólki þarna inni sem ég hef ekki séð lengi. Einhver kom með ísmola og raðaði í kringum líflausan líkamann til þess að kæla hann niður. Allir horfðu á líkamann og það var eins og við værum ennþá að bíða eftir einhverju, einhver þarna inni var með efasemdir um að konan væri í alvörunni dáinn. Til þessa að sannfæra alla kom einhver inn í herbergið og sagði að það væri búið að úrskurða hana látna, það væri ekki lengur neinn púls, engin andardráttur og hjartað væri hætt að slá. Lesa meira.....
Jafnvægi
Það er afar mikilvægt að viðhalda jafnvægi á öllum sviðum þegar við göngum á andlegri braut. Sama hvert viðfangsefnið er, okkur líður alltaf best þegar jafnvægi ríkir á milli hins andlega og veraldlega. Þetta jafnvægi birtist meðal annars í samhljómi á milli karl- og kvenorku, innsæis og skynsemi, drauma (sköpunar) og þess efnislega. Lesa meira........
Efst á síðu
Ýmislegt
Síðast uppfært 15. desember 2024
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir joninath@viskaoggledi.is |