Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

 

Innra barns heilun

 

Innra með okkur býr lítið, fallegt barn sem við getum heiðrað, huggað og nært með sömu ást og umhyggju og við sýnum öðrum börnum. Þó að við séum orðin fullorðin er þetta barn enn til staðar innra með okkur.

Það sem mótaði innra barnið á uppvaxtarárum þess myndar að hluta grunninn að veganesti þess út í lífið á fullorðinsárum. Ef þessu barni leið ekki vel á meðan það var að vaxa og þroskast, þá kann það að vera fast á þeim stað jafnvel sem fullorðinn einstaklingur. Það heldur áfram að bregðast við eins og barnið sem upplifði, líkamlegt eða andlegt ofbeldi, niðurlægingu, höfnun eða útilokun. Sá fullorðni heldur áfram að berja sig niður með orðum sem eru jafnvel sömu orðin og særðu þegar hann var barn og engin var til staðar til að elska hann og hlusta á hann. Orðin verða þannig að álögum, þau fylgja og eru endutekin þangað til þau eru meðvitað losuð út úr orkukerfunum. Athafnir eða sársaukafullt líkamlegt ofbeldi sömuleiðis, það er rifjað upp þangað til það er losað úr kerfinu og frumum líkamans með orkuvinnu.

Við eigum möguleika á að heila innra barnið sjálf með smá æfingu í að veita því eftirtekt, þolinmæði, nærgætni og að hlusta á það sem það hefur að segja. Það kostar smá næði og kyrrð að finna barnið hið innra. Sjá barnið birtast og tala við það og sjá hvernig það breytist smám saman við umhyggju og ást.

Ég lærði innra barns heilun hjá Nicholas Demetry árið 2001 og hef verið að bjóða upp á að fara í djúpslökun til að vinna með særða barnið.

The Etherikos International Center for Energy Healing and Spiritual Development hjá Nicholas Demetry árið 2001.

Tímapantanir í s. 615 5710 eða joninath@viskaoggledi.is

 

 

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur