Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

 

 

Viska Maitreya? 

 

Þessi vefsíða (Viska og gleði) var í upphafi gerð til að koma á framfæri miðluðum bréfum frá andlegum kennara sem hefur verið kallaður meistari Maitreya. Það er talið að það hafi verið hann sem stóð að baki Jhesúa (Jesú) þegar hann kom inn með kristorkuna og kristvitundina. Bréfin sem Maitreya hefur miðlað í gegnum Margareti McElroy og ég hef þýtt yfir á íslensku eru aðgengileg á þessum vef. Margaret McElroy varð þekkt í annarri jarðvist sem upphafskona Guðspekifélagsins. Í þeirri jarðvist miðlaði hún inn visku margra uppljómaðra meistar svo sem Maitreya og St. Germain Maha Cohan og fleiri. Hún hefur nú komið aftur í jarðvist sem miðill sem hefur helgað líf sitt því að miðla inn visku og kennsku meistara Maitreya þar sem efnið er sett fram á einfaldan hátt þannig að það er mjög auðskilið.

Maitreya hefur sagt að það skipti ekki máli hver hann er heldur skipti máli hver skilaboðin eru og hvernig þau geti aðstoðað fólk við að endurheima það sem margir meistarar og spekingar hafa bent á í gegnum tíðina að við erum hvert og eitt okkar eigin meistarar.

Ég byrjaði að fylgjast með vefsíðunni sem Margaret deildi miðluðu bréfunum á, í kringum 1999. Boðskapur þeirra heillaði mig samstundis, þar sem það eitt að lesa þau gaf mér ákveðna vellíðan og ró, bæði vegna þess að ég er næm á orku texta og einnig fann ég það í hjarta mínu að bréfin endurómuðu við minn sannleika. Sumt tók svolítin tíma að meðtaka en svo las ég kannski aftur og þá skildi ég hvað Maitreya var að segja. Það tók mig um það bil sex ár að fá kjark og áræðni til að þýða bréfin og setja þau á vefsíðu þar sem þau væru aðgengileg á íslensku. Áður en ég ákvað að gera það þá þurfti ég að hitta Margareti í eigin persónu og sjá hana miðla. Það var ótrúleg stund þegar ég hitti hana í fyrsta skipti þar sem kærleiksorkan sem hafði byggst upp í kringum miðluna var ótrúlega sterk, svo sterk að ég fann tárin byrja að streyma strax í upphafi miðlunar.

Maitreya er í miklu hærri tíðni á andlega sviðinu heldur en við getum náð í efnislíkama og því hefur það verið mikill áfangi þegar hann náði að tengja sig alveg inn í líkama miðilsins, en Margaret hefur lánað honum líkama sinn algjörlega á meðan Maitreya kemur inn. Hún er ekki hálftrans miðill heldur víkur hún alveg. Það að Maitreya hafi lagt á sig að tengjast manneskju í jarðvistarlíkama og koma með þennan boðskap til hjálpar okkur sem erum í jarðvistinni er ómetanlegt. Bréfin hafa hjálpað mörgum og hef ég oft fengið orðsendingar frá fólki sem er þakklátt fyrir að hafa aðgang að þeim.

 

Kennsla Maitreya

 

Heim

Efst á síðu

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur