Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Ást er eina tilfinningin sem er raunveruleg


Það eina sem er raunverulegt er ást, kjarni okkar er ást eða óskilyrtur kærleikur.

Hver einasta sál er ást/kærleikur. Kærleikskúlurnar við, eða sálirnar erum guðlegir neistar sem eru bara ást. Þessar guðskúlur, guðsneistar, sálir eða hvað við viljum kalla það hafa ákveðið að koma saman í efnisgerðum líkömum til þess að læra eitt og annað í jarðlífi.

Það að við skulum ekki vera meðvituð um þennan eiginleika okkar í jarðlífinu, þennan guðsneista óendalegrar ástar sem við erum, er komið til vegna þess að við fæðumst inn í þéttleika efnis sem gerir okkur erfitt fyrir að tengja við þann veruleika, að allt er orka, líka sá efnislegi dularbúningur (líkaminn) sem við dyljumst í, á meðan við erum í jarðvistinni.

Í þessum dularbúningi munum við ekki, eða oftast ekki, hver við erum og við munum heldur ekki hverjir hinir eru sem eru okkur samferða í lífinu, í sínum dularbúningi. Við munum ekki að við erum komin af guðsneista og erum samskonar neistar, kærleiksneistar, sem eru ekkert annað en ást. Við munum ekki að við ákváðum á meðan við vorum enn á orkulegu tilvistarstigi að koma saman í þessum dulargervum í jarðvist til þess að vinna saman að ákveðnum markmiðum.

Ef við bara vissum um þá sálarorku sem stendur að hverjum líkama, um þá miklu ást og fegurð sem sérhver sál býr yfir þá myndum við kannski koma öðruvísi fram við hvert annað og þá sérstaklega við börnin, sem við myndum virða mikils og skilja að við erum ekki stærri eða meiri en þau, þó að við séum í fullvöxnum líkama en ekki þau.

Ef við myndum allt um það hver við erum, hversu mörg líf sálin hefur lifað, hversu mikla reynslu og þroska hún hefur öðlast í jarðvistunum, þá myndum við ekki meta aðra að verðleikum eftir því hversu langa skólagöngu þeir hafa.

Ef við bara vissum að sálin sem er í dularbúningi fyrir framan okkur geymir þekkingu og visku sem hún hefur lært í öðrum lífum, að við sem erum henni samferða erum ekki meðvituð um það nema að litlu leiti, þar sem það er markvisst dulið jafnvel þó að sálir okkar hafi verið samferða í öðrum líkömum.

Ef við myndum að það sem við raunverulega erum, er ást, að það sem minnir okkur á sálina eru aðrar sálir og sólin. Hinar mikilfenglegu sálir minna hver aðra á það hver þær eru með ást sinni og nærveru og sól sem skín á himninum alla daga, minnir okkur á sálina, allt lýsist upp og verður bjartara vegna sálarinnar og sólarinnar.

Ef við myndum muna að við erum svo miklu meira en það líkamsgervi sem við búum í, að við erum skaparar eigin lífs, að ekkert verður til í okkar lífi nema að við höfum skapað það sjálf.

Ef við myndum að ekkert er þarna nema vegna þess að við gerðum lífsáætlun áður en við fæddumst og að við erum hérna í þeirri áætlun en eigum samt frjálst val, höfum frjálsan vilja.

Ef við bara myndum að við erum frjálsar sálir, svo miklu stærri en þessi líkami og þessi jarðvist að við erum í raun og veru ást, sem er komin af ást.

 

 

 

Efst á síðu

Ýmislegt

Heim

 


© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband