|
Ást er eina tilfinningin sem er raunveruleg
Það eina sem er raunverulegt er ást, kjarni okkar er ást eða óskilyrtur kærleikur.
Það eina sem er raunverulegt er ást. Kjarni okkar er ást, eða óskilyrtur kærleikur. Hver einasta sál er ást eða óskilyrtur kærleikur. Við, sálirnar, erum guðlegir neistar sem eru í eðli sínu eingöngu ást. Þessar guðskúlur, guðsneistar, eða sálir, hafa ákveðið að koma saman til jarðar í efnisgerðum líkömum til þess að læra og þroskast í jarðlífinu.
Það að við erum ekki meðvituð um þennan eiginleika okkar í jarðlífinu - þennan guðsneista óendalegrar ástar sem við í raun erum - er vegna þess að við fæðumst inn í þéttleika efnisheimsins. Efnisheimurinn er í raun þungur og þéttur og gerir okkur erfitt fyrir að tengjast okkar sanna uppruna. Í þessum heimi getur verið erfitt að sjá að allt er orka, meira að segja sá líkami sem dveljumst eða dyljumst í, í jarðvistinni.
Í þessu dulargervi gleymum við oftast hver við erum og við munum ekki heldur hverjir hinir eru sem eru samferða okkur lífinu. Við munum ekki að við erum guðsneistar, kærleiksneistar, sem eru ekkert annað en ást. Við höfum gleymt að við tókum meðvitaða ákvörðun, á orkulegu tilvistarstigi, að koma saman í jarðneskum líkömum til að vera stuðningur við hvert annað í ákveðnum tilgangi.
Ef við bara áttuðum okkur á þeirri sálarorku er í dulbúningi hvers líkama, á þeirri miklu ást og fegurð sem sérhver sál býr yfir þá myndum við eflaust koma öðruvísi fram við hvort annað. Við myndum t.d. virða og skilja að við erum ekki meiri eða merkilegri en börnin þó að þau séu ekki í fullvöxnum líkömum. Við myndum líka skilja að enginn er meiri eða minni en einhver annar.
Ef við myndum allt um það hver við erum og hversu mörg líf sálin hefur lifað, hversu mikla reynslu og þroska hún hefur öðlast í jarðvistunum, þá myndum við m.a. ekki meta fólk út frá menntun þeirra, stöðu og efnahag.
Ef við gætum séð að sálin sem stendur fyrir framan okkur, dulbúin í líkama, geymir mikla þekkingu og visku frá fyrri lífum – visku sem er okkur að mestu hulin – þá myndum við líta á hvert annað með meiri skilningi og virðingu. Við myndum átta okkur á því að sálir okkar hafa kannski fylgst að í öðrum líkömum, jafnvel þótt við séum nú ómeðvituð um það núna.
Ef við myndum að við erum í raun kærleikur, að sólin og aðrar sálir minna okkur á það hver við erum með ljósi sínu og nærveru þá myndi líf okkar oft verða mun auðveldara. Sólin á himninum minnir okkur á sálina- hún lýsir upp allt í kring, rétt eins og nærvera annarra sálna.
Ef við myndum að við erum svo miklu meira en þessi líkamlegi dularbúningur, að við erum skaparar eigin lífs, þá yrðum við meðvituð um að ekkert er til í lífi okkar nema vegna þess að við höfum skapað það og ákveðið sjálf.
Ef við myndum að lífið er samkvæmt áætlun sem við gerðum sjálf áður en við fæddumst, en að við höfum þó frjálsan vilja, myndum við skilja betur okkar eigið vald.
Ef við bara myndum að við erum frjálsar sálir, svo miklu stærri en þessi líkami og þessi jarðvist, að við erum í raun og veru ást, sem á rætur sínar í óendanlegri óskilyrtri ást.
En svo getum við spurt okkur þeirrar stóru spurningar, „hvaða tilgang hefðum við í lífinu ef við vissum þetta allt?“
The only thing that is real is love.
Every single soul is love or unconditional love. We, the souls, are divine sparks that are, in their essence, purely love. These divine spheres, divine sparks, or souls have decided to come to Earth in physical bodies to learn and grow in earthly life.
The reason we are not aware of this quality within us in earthly life – this divine spark of infinite love that we truly are – is because we are born into the density of the material world. The material world is heavy and dense, making it difficult for us to connect with our true origin. In this world, it can be hard to see that everything is energy, even the body we dwell in or disguise ourselves in during our time on Earth.
In this disguise, we often forget who we are and fail to remember who the others are who accompany us through life. We do not remember that we are divine sparks, sparks of love, which are nothing but love. We have forgotten that we made a conscious decision, on the energy level of existence, to come together in earthly bodies to support each other in a specific purpose.
If we could only understand the soul energy that is disguised in each body, the immense love and beauty that every soul possesses, we would undoubtedly treat each other differently. For example, we would respect and understand that we are no greater or more important than children, even though they are not in fully grown bodies. We would also understand that no one is greater or lesser than another.
If we remembered who we truly are, and how many lives the soul has lived, how much experience and growth it has gained in its earthly journeys, we would not judge people based on their education, status, or wealth.
If we could see that the soul standing before us, disguised in a body, carries great knowledge and wisdom from past lives – wisdom that is mostly hidden from us – we would regard each other with more understanding and respect. We would realize that our souls may have traveled together in other bodies, even though we are unaware of it now.
If we remembered that we are, in essence, love, that the sun and other souls remind us of who we are through their light and presence, our lives would often become much easier. The sun in the sky reminds us of the soul – it illuminates everything around us, just as the presence of other souls brightens our lives.
If we remembered that we are so much more than this physical disguise, that we are the creators of our own lives, we would become aware that nothing exists in our lives unless we have created and chosen it ourselves.
If we remembered that life follows a plan we made ourselves before we were born, but that we still have free will, we would better understand our own power.
If we only remembered that we are free souls, so much greater than this body and this earthly existence, that we are truly love, rooted in infinite, unconditional love.
But then we might ask ourselves the big question: “What would be the purpose of our life if we knew all of this?”
Efst á síðu
Ýmislegt
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband
|
|