Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Drottning drauma þinna


Land drauma þinna
ei langt undan,
langar þig enn?
Láttu þig dreyma
þú mátt það
þú átt það skilið
endalaus fegurð
endalaus ást,
ertu með, þetta bíður
þetta bíður ekki neitt
það er núna, það verður þá
upphaf og endir
ekkert er eins og þú
vertu þú sjálf
þú ert drottning drauma þinna.

 

Vonin

Ég vissi ekki að þetta biði mín,
þessi gleði, þessi elska,
þessi friðsæld, þessi ást.

Þetta var þá alltaf þarna
handan heims,
handan blekkinga.
Ef eitthvað gerist þá gerist það núna,
vonin er inni, vonin vakir
það er gott að vera til.

 

Daggardropar

Daggardropar, húmið hljótt
hús í leynum sofið rótt.
Hvar var þessi veggur?
Hvar var þessi tjörn?
Er einhver heima?
Hlustaðu á þögnina.

 

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband