Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

GULLEYJAN ÍSLAND

10. desember 2012

Við sem erum svo lánsöm að hafa valið okkur að fæðast og búa á þessari yndislegu eyju út í Atlantshafi vitum oft ekki hversu lánsöm við erum í raun og veru. Hversu mjög við erum blessuð að hafa fæðst á þessu fallega eldfjalli lengst norður í höfum.
Ástæðan fyrir því að við völdum að fæðast hérna og búa eru svo margar, við höfum m.a. annars valið að fæðast hérna vegna veðurfarsins, vegna nágrennis okkar við hafið, vegna tengingar okkar við náttúruna hvar sem við búum, vegna tengingu okkar við náttúruöflin/veðrið, vegna fámennis, vegna eldsins, vegna íssins, vegna vindsins, vegna stórfengleika og krafta náttúrunnar.

Skýjafarið sem hylur sólina meiri hluta ársins minnir okkur á að við höfum þykkan skýjahjúp utan um sálina sem við köllum tilfinninga áföll, gamlar minningar sálarinnar. Við höfum m.a. fæðst á þessari gulleyju til þess að láta veðurfarið minna okkur á þessar tilfinningar sem við höfum m.a. komið hingað til að losa út. Það er ekki að ástæðulausu að svo margt andlegt fólk hefur fæðst á gulleyjunni í norðri. Hið óstýriláta veðurfar knýr okkur m.a. til þess að sveiflast endalaust í tilfinningunum, við vitum að þetta er ákveðin leið til að minna okkur á að við ætluðum að vinna að ákveðnu verkefni á þessum norðurslóðum.

Það er ekki að ástæðulausu að við erum alltaf að tala um veðrið, sá sem ekki býr hérna skilur ekki hversu upptekin við eyjaskeggjar erum af veðrinu. Ein ástæðan er meðal annars sú að veðrið er að hjálpa okkur að losa út og hreinsa gamlar tilfinningar. Hver kannast ekki við það að hafa farið út í rok og rigningu og finna hversu hreinsandi það er, þetta er einhver sú besta heilun sem hægt er að fá. Það væri ekki eins hreinsandi að fara út í logni og sól þar sem allt virðist standa í stað.

Snjórinn og ísinn hjálpar okkur líka við að hreinsa bæði okkur sjálf og landið okkar. Sjórinn hjálpar okkur að hreinsa með sinni rútínu í flóði og fjöru, við vitum flest hvað það er hreinsandi að standa við sjóinn og horfa á öldurnar og við erum svo meðvituð um það vegna þess að við búum í nágrenni við hann nánast hvar sem við búum á landinu. Vetur, sumar, vor og haust allt er þetta svo kraftmikið og áþreifanlegt hér á landi, við erum öll svo tengd árstíðunum og því sem þær hafa upp á að bjóða hver og ein.

Hér á þessu landi erum við mjög tengd frumkröftunum, við erum tengd jarðar elementinu með því að elska landið okkar og náttúruna svo mikið, við erum tengd vatnselementinu vegna nálægðar okkar við sjóinn og ást okkar á honum og á, ám, lækjum og vötnum. Við erum tengd við eldelementið þar sem við búum á eldinum, undir okkur er kraumandi eldur sem við erum minnt á annað slagið með eldgosunum, hraunum og þeim hverasvæðum sem eru víða á landinu. Við erum tengd við loftelementið vegna þess að hérna líður varla sá dagur að við finnum ekki fyrir vindinum. Allt þetta hjálpar okkur að vera meðvituð um þá frumkrafta sem búa innra með okkur sjálfum.

Síðan er það sólin sem skín ekkert alltof marga daga á ári, en þegar hún kemur þá elskum við hana svo heitt að við þyrpumst út til þess að njóta hennar. Sólin á heiðskírum degi minnir okkur á sálina okkar sál / sól. Þegar það eru engin ský á himni þá minnir alheimurinn okkur á það hvernig við erum þegar sálin okkar skín eins og sólin, án skýja/án tilfinninga.

Við elskum líka tunglið og stjörnurnar og myrkrið sem við verðum svo mikið vör við vegna fámennis okkar og dreifbýlis. Við þurfum ekki að keyra eða fara langt til þess að upplifa stjörnubjartan himinn, tunglskin og norðurljós. Myrkrið og tunglið eru að minna okkur á mýkt kvenorkunnar og hvernig við erum að fá tunglið til að hjálpa okkur að muna eftir að við erum komin hingað til þess að losa okkur við gamlar minningar og tilfinningar. Myrkrið er að minna okkur á mýktina sem er í kvenorkunni en það er eitt af því sem við erum komin til að muna. Við erum m.a. komin til þess að muna eftir mýkt kvenorkunni í öllum þeim styrkleika sem karlorkan landsins bíður upp á. Við erum komin hingað hér á þess gulleyju til þess að MUNA HVER VIÐ ERUM.

 

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband