Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

GULLEYJAN ÍSLANDVið sem erum svo lánsöm að hafa valið að fæðast og búa á þessari yndislegu eyju vitum oft ekki hversu lánsöm við erum í raun og veru. Hversu mjög við erum blessuð að hafa fæðst á þessu fallega eldfjalli lengst norður í höfum.

Ástæðan fyrir því að við völdum að fæðast hérna og búa eru svo margar. Við höfum m.a. annars valið að fæðast hérna vegna náttúrunnar, veðurfarsins, nágrennis við sjóinn, vegna fámennis, vegna náttúraflanna og vegna þess að við erum í fullkominni tengingu við frumkrafta jarðarinnar.

Hér á þessu landi elds og ísa erum við mjög tengd frumkröftunum. Við erum tengd frumkröftum jarðarinnar í gegnum landið. Við erum tengd frumkröftum vatnsins í gegnum sjóinn, árnar, lækina, vötnin, regnið og snjóinn. Við erum tengd frumkröftum eldsins með stöðugum áminningum af hverum, hrauni og eldgosum víðsvegar um landið.  Við erum tengd frumkröftum loftsins vegna þess að það er nánast aldrei logn og við erum með mikið fuglalíf í okkar nánasta umhverfi. Allt þetta hjálpar okkur að vera meðvituð um þá frumkrafta sem eru líka hið innra og allt okkar líf byggist á.

Við erum svo blessuð með að snjórinn er eins og hreinasti kristall sem breiðist yfir landið og hreinsar og heilar bæði okkur sjálf og landið okkar. Sjórinn er líka hreinsandi með sinni flóða fjöru rútínu. Það vita allir hvað það er heilandi að standa við sjóinn, hlusta á öldurnar, finna lyktina eða bara horfa á öldurnar. Vetur, sumar, vor og haust allt er þetta svo kraftmikið og áþreifanlegt, við erum öll svo tengd veðrinu og árstíðunum og því sem þær hafa upp á að bjóða hver og ein.

Þá er það sólin sem skín ekkert alltof marga daga á ári vegna skýjanna, en þegar hún lætur sjá sig þá elskum við hana svo heitt að við þyrpumst út til þess að njóta hennar. Sólin á heiðskírum degi minnir okkur á okkar eigin sál, sál / sól. Þegar það eru engin ský á himni þá minnir alheimurinn okkur á það hvernig við erum í raun og veru þegar sálin skín eins og sól, án skýja/án tilfinninga og hugsana.

Skýin sem hylja sólina meiri hluta ársins minnir okkur á að við höfum þykkan skýjahjúp utan um sálina sem við köllum tilfinninga áföll, gamlar minningar sálarinnar. Við höfum fæðst á þessari eyju til þess að láta veðurfarið minna okkur á þessar tilfinningar sem við höfum komið með til að losa út.

Það er ekki að ástæðulausu að svo margt andlegt fólk hefur fæðst á gulleyjunni í norðri. Hið síbreytilega veðurfar knýr okkur til þess að sveiflast endalaust í tilfinningunum, til þess að vera meðvituð um þær og að þetta er leiðin að ákveðnu markmiði. Hver kannast ekki við að hafa farið út í rok og rigningu til þess að finna hversu hreinsandi og endurnærandi það er fyrir sál og líkaman. Hér er tækifærið vegna þess að það væri ekki nærri því eins hreinsandi og heilandi að fara út í logni og sólskini þar sem allt stendur í stað dag eftir dag. Þó það sé yndislegt þegar við fáum góðviðrisdaga með logni og sól þar sem við getum hreinlega bara verið til og leyft okkur að njóta.

Það er líka gott að minna sig á að þó að landið sé harðbýlt og hrjóstrugt og okkur finnist stundum karlorkan yfirþyrmandi þá höfum við líka myrkrið, tunglið og stjörnurnar sem minna okkur á hina djúpu kvenlegu mýkt. Dimmblár himinn á löngum vetrakvöldum minnir okkur á tengingu okkar við alheiminn, hið óendalega guðdómlega allt sem er. Við getum látið okkur líða inn í þann alheim og orðið meðvituð um óendanleika hins eilífa óútskýrða. Það má með sanni segja að við erum komin hér á þessari eyju í líkama til þess að MUNA HVER VIÐ ERUM.

 

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband