Innra barnið
21. september 2013
Innra með okkur býr lítið fallegt barn sem við getum heiðrað, huggað og nært með nákvæmlega sömu ást og umhyggju og við sýnum öðrum börnum. Þó að við séum orðin fullorðin þá er þetta barn ennþá til staðar innra með okkur. Það fer að miklu leiti eftir því hvernig við komum sjálf fram við þetta litla barn innra með okkur hvernig því líður og hvernig það bregst við ytri aðstæðum.
Það sem mótaði innra barnið á uppvaxtarárum þess er að hluta til sá grunnur sem það kemur með sem veganesti út í lífið á fullorðinsárum. Ef þessu barni hefur ekki liðið vel á meðan það var vaxa, mótast og þroskast þá er þetta barn jafnvel ennþá á þeim stað sem fullorðin einstaklingur. Það er enn að bregðast við eins og barnið sem upplifði, höfnun, líkamlegar árásir, árásir með orðum eða annars konar niðurlægingu þar sem það brást við með því að draga saman orkuna sína til þess að láta sem minnst á sér bera. Þetta berum við innra með okkur og bregðumst við á sama hátt þangað til þessi orka er upprætt með einhverjum hætti.
Við gætum hafa upplifað afskiptaleysi, höfnun, óþolinmæði, pirring og reiði fullorðinna gagnvart okkur og þessi hegðun eða þetta hegðunarmynstur getur haldið áfram innra með okkur á fullorðins ár. Birtingarmyndin getur m.a. verið að við höfnum, sýnum pirring, afskiptaleysi og óþolinmóðinmæði gagnvart okkar eigin innra barni og speglum það út til umhverfisins og þeirra barna, eða fullorðinna sem við umgöngumst í lífinu.
Til þess að heila særða innra barnið getum við æft okkur í að sýna því þolinmæði, eftirtekt, næringu, ást og skilning og æfa það líka við börnin sem við erum svo lánsöm að umgangast. Það eru margir speglar í umhverfinu til þess að ýta á viðkvæmu takkana sem eru innra með okkur. Það sem er hið innra birtist okkur í ytra umhverfi.
Ýmislegt
Heim
© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur |