Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Innra barnið

 

Innra með okkur er lítið barn sem hefur oft orðið fyrir sárri upplifun einhver staðar á lífsleiðinni. Fæstir fara í gegnum lífið án þess að verða fyrir áföllum, þó að það sé mismunandi hversu djúpt þau áföll rista.

Ef við geymum með okkur djúpstæð sár frá barnæsku þá geta þau haft áhrif á það hvernig við bregðumst við lífinu sjálfu á fullorðins árum. Hversu áræðin við erum í samskiptum, hvernig sjálfsmyndin er, hvort við forðumst að vera innan um fólk, erum kvíðin og sjálfsgagnrýnin. Algeng viðbrögð við áföllum eða trauma eru síendurteknar hugsanir, þunglyndi, depurð, lífsleiði, vonleysi og jafnvel sjálfshatur.

Særað barnið innra með okkur yfirgefur okkur ekki vegna þess að það er í sársauka og við viljum ekkert af þessu barni vita. Þannig að viðbrögð við áreiti, uppákomum, deilum, samskiptavanda eða einelti verða á svipaðan hátt og þegar sárin urðu til í upphafi. Sárið hefur orðið fast í tíma og rúmi, tilfinninga líkaminn og hugarlíkaminn geyma það í minningarbankanum og rifja það upp í tíma og ótíma.

Þegar unnið er með sár fortíðar er farið í djúpslökun til að vita hvað undirvitundin og sálin er tilbúin að skoða og leysa upp. Það er upplifunin sem er skoðuð í nýju ljósi ogg orkunni er umbreytt þannig að hún sé ekki lengur til staðar. Eftir það er hægt að meðtaka og sjá hvaða þroska reynslan færði viðkomandi.

 

 

 

 

 

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir netpóstur