Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

Breyting hefur orðið

 

25. nóvember 2024

 

Fyrir stuttu dreymdi mig afskaplega skýran og sérstakan draum.

Mig dreymdi að ég var nokkurs konar áhorfandi en þó þátttakandi í því að horfa á og sjá að það myndi einu sinni enn stefna í alheims ófriðarbál. Ég horfði og fylgdist með því og segi með sjálfri mér frekar vondauf, er þetta enn einu sinni að fara að gerast? Þetta er sagan endalausa.

Þá allt í einu sé ég eins og fjöldann allan af hreindýrasleðum sem mynduð eins og lest sem myndaði boga. Það var pínulítið eins og að horfa á hreindýrasleða jólasveinanna í bíómynd, nema að þeir voru mjög margir í röð.

Þeir voru í loftinu, ekki á jörðinni og ég sé þá fara af stað og það er sagt við mig um leið að nú sé komin tími á að það sé hægt að grípa inn í atburðarásina og það sé vegna þess að jörðin sé komin í alignment. Ég fékk enska orðið „Alignment“ sem þýðir í raun uppröðun í beina línu. Hvað sem þetta nú þýðir þá held ég að það sé orðin einhver viðsnúningur til betri vegar fyrir heiminn.

 

 

 

Ýmislegt

Heim

 

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband