Heim
Viska
Heilun
Meistarar
Englar
Gleði
Hugleiðslur
Draumar
Um mig

 

 

 

Traust á eigið innsæi

 

Bréf frá Anitu Moorjani (31. desember 2021)

"Það er forvitnilegt að skoða merkingu orða. Vissir þú að í samheitaorðabók er andheiti orðsins trúa gefið upp sem sannleikur? Þegar ég komst að þessu, fékk ég sjokk. Hvernig getur það verið? Ef sannleikur er andstæða trúar, þýðir það þá að trúa sé ósatt? En í raunveruleikanum hef ég lært að það sem við trúum skiptir miklu meira máli en það sem aðrir segja okkur að sé satt.

Þegar ég barðist við krabbamein var ég föst á milli tveggja ólíkra “sannleika.”
Annars vegar ráðlagði hefðbundin læknisfræði mér að fylgja ákveðinni meðferð, á meðan þeir sem fylgdu heildrænni nálgun töldu að slík meðferð myndi skaða mig. Hins vegar, þegar ég einbeitti mér að heildrænum aðferðum, töldu hefðbundnu læknarnir að ég væri að stefna lífi mínu í hættu.

Í þessari togstreitu sat ég föst – óviss um hvað væri rétt og full af ótta við að velja vitlaust. Það leiddi til þess að ég varð sífellt veikari. Álagið og óttinn tóku sinn toll, þar til ég dó.

Á meðan ég var hinum megin lærði ég dýrmætan sannleika: Það var ekki spurning um hvaða meðferð var “rétt” eða “röng.” Það sem raunverulega skipti máli var mín eigin trú á það sem ég valdi. Það var mín trú á að líkaminn minn væri sterkur, að ég væri á réttri leið, og að val mitt væri rétt fyrir mig, sem hafði áhrif á bata minn.

Þessi reynsla kenndi mér að trú er ekki andstæða sannleikans. Þvert á móti mótar trúin okkar eigin sannleika. Það skiptir ekki höfuðmáli hvaða meðferð við veljum – það sem vegur þyngst er trúin á að við séum að gera það sem er best fyrir okkur sjálf. Við þurfum að trúa á líkama okkar, á tilgang okkar í lífinu, og á þann kraft sem býr innra með okkur."

Með öðrum orðum: Sannleikur þinn er byggður á því sem þú trúir. Trú þín hefur kraftinn til að móta líf þitt og veruleika.

 

 

 

Ýmislegt

Heim

 

 

© Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir hafa samband